„Eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 07:00 Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn fyrir leik Vals gegn Benidorm í Evrópudeildinni í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég er nú búinn að vera í eitt og hálft ár hérna hjá Val og mér finnst allt einhvernveginn vera úrslitaleikir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, en liðið mætir Benidorm í mikilvægum leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem er úrslitaleikur fyrir okkur. Við erum komnir í augsýn við þessi16-liða úrslit í keppninni sem væri auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og íslenskan handbolta ef það tækist.“ Valsmenn höfðu betur gegn Benidorm í fyrri viðureign liðanna þegar leikið var á Spáni fyrr í vetur. Benidorm stillir mikið upp í sjö á sex og Björgvin segir það að stoppa það vera lykilinn að sigri í kvöld. „Þeir vilja spila þetta mikið og eru með ótrúlega skemmtilegt sjö á sex. Fyrir okkur er það lykillin að því, við skorum átta úr átt yfir völlinn í þeim leik þannig við erum að fara að fókusera á það að ná tökum á því.“ „En þeir spila skemmtilega vörn líka og eru mjög aggressívir. Spila 3:3 vörn og eru að berja okkur villt og galið. Þannig þetta verður blanda af því að díla við 3:3 vörnina þeirra og svo sjö á sex. En þeir eru óútrleiknanlegir og það getur vel verið að þeir sleppi því, þeir eru þannig lið. Þetta er lið með fullt af hæfileikum og mikinn hraða þannig þetta eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast, við og Benidorm.“ Eins og áður segir höfðu Valsmenn betur er liðin mættust á Spáni fyrr í vetur. Valsmenn unnu þá með þremur mörkum, 29-32, en það er sá leikur þar sem Valsmenn hafa fengið á sig fæst mörk í keppninni. „Við byggjum svolítið á þeim leik og þeir eru svolítið að spila sama bolta. En þetta eru margir variantar af ákveðnum kerfum hjá þeim og þetta er þannig lið að þeir eru erfiðir og hættulegir þegar kemur að leikaraskap og fleira. Þannig það er auðvitað stór partur af þessu að leikgreina þá hvort sem það er sjö á sex eða að ná vörninni í gang.“ „Góð vörn skilar okkur hraðaupphlaupunum sem skilar okkur mörkum í tómt markið.“ Þá vakti athygli að Bjrögvin var vafinn um hægri höndina í viðtalinu, en hann fullvissaði alla um það að hún yrði í lagi þegar leikurinn færi í gang. „Þetta verður í lagi á morgun. Læknirinn sagði mér að það væri kannski ekkert skynsamlegt að spila og spurði mig hvnær leikurinn væri. Ég sagði að hann væri á þriðjudaginn þannig hann spurði mig hvnær næsti leikur væri og ég sagði honum að það væri á föstudaginn. Í versta falli þarf ég að mæta aftur til hans á morgun og mögulega aftur á föstudaginn ef allt fer illa. En þetta er ekkert að fara að hamla mér í leiknum eða í framhaldinu og þetta er eitthvað sem verður bara í versta lagi vont og þá díla ég bara við það,“ sagði Björgvin að lokum. Klippa: Björgvin Páll fyrir leik Vals og Benidorm
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira