Andri Rúnar til Vals: Tilfinningin eins og þú sért úti í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 08:00 Andri Rúnar Bjarnason sést hér kominn í Valsbúninginn. Instagram/@valurfotbolti Valsmenn eru komnir með markametshafa í framlínuna fyrir komandi tímabil í Bestu deild eftir að hafa gert samning við Andra Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals Besta deild karla Valur Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals
Besta deild karla Valur Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira