Villuráfandi ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson skrifar 17. febrúar 2023 12:01 Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar