„Farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 09:30 Þessir tveir komu að fyrra marki Liverpool á St. James´s Park í gær, laugardag. EPA-EFE/Peter Powell „Þetta var rosalega mikilvægt, þetta var stór sigur. Náðum í sigur gegn Everton, það var líka stór sigur fyrir okkur en hefði ekki þýtt neitt hefðum við ekki komið hingað og unnið,“ sagði Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, um sigur sinna manna á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool heimsótti Newcastle í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í gær, laugardag. Eftir að hafa unnið Everton í síðustu umferð þá vann Liverpool góðan sigur í Norður-Englandi gegn liði sem hefur verið nær ósigrandi að undanförnu. „Þeir eru lið sem erfitt er að vinna en við tókum þá í sundur. Rauða spjaldið róaði leikinn. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna svo við erum hæstánægðir með að taka stigin þrjú heim,“ sagði Trent eftir leik en Nick Pope, markvörður Newcastle, var rekinn af velli í stöðunni 0-2. „Andrúmsloftið hérna er frábært og því mikilvægt fyrir okkur að ná inn marki snemma til að róa taugarnar. Þetta var vel útfært, höfum unnið í þessu á æfingasvæðinu. Þetta var frábært hlaup frá Darwin Núñez og frábær afgreiðsla,“ sagði Trent um fyrra mark Liverpool en hægri bakvörðurinn lagði það upp. NUNEZ, NUNEZ, NUNEZ pic.twitter.com/3YA88CPUJU— Liverpool FC (@LFC) February 18, 2023 „Við höfum ekki haft mikið sjálfstraust á þessari leiktíð. Við höfum spilað vel hér og þar en það hefur ekki verið neinn stöðugleiki til þessa. Við erum vanir að vinna marga leiki í röð, við vitum hvernig á að setja saman sigurleiki. Þetta er farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir.“ „Lítum út eins og lið sem getur unnið fjölda leikja frá þessum tímapunkti og þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Trent að endingu. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum, sex stigum minna en Newcastle sem er í 4. sæti eftir að hafa leikið leik meira. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Liverpool heimsótti Newcastle í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í gær, laugardag. Eftir að hafa unnið Everton í síðustu umferð þá vann Liverpool góðan sigur í Norður-Englandi gegn liði sem hefur verið nær ósigrandi að undanförnu. „Þeir eru lið sem erfitt er að vinna en við tókum þá í sundur. Rauða spjaldið róaði leikinn. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna svo við erum hæstánægðir með að taka stigin þrjú heim,“ sagði Trent eftir leik en Nick Pope, markvörður Newcastle, var rekinn af velli í stöðunni 0-2. „Andrúmsloftið hérna er frábært og því mikilvægt fyrir okkur að ná inn marki snemma til að róa taugarnar. Þetta var vel útfært, höfum unnið í þessu á æfingasvæðinu. Þetta var frábært hlaup frá Darwin Núñez og frábær afgreiðsla,“ sagði Trent um fyrra mark Liverpool en hægri bakvörðurinn lagði það upp. NUNEZ, NUNEZ, NUNEZ pic.twitter.com/3YA88CPUJU— Liverpool FC (@LFC) February 18, 2023 „Við höfum ekki haft mikið sjálfstraust á þessari leiktíð. Við höfum spilað vel hér og þar en það hefur ekki verið neinn stöðugleiki til þessa. Við erum vanir að vinna marga leiki í röð, við vitum hvernig á að setja saman sigurleiki. Þetta er farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir.“ „Lítum út eins og lið sem getur unnið fjölda leikja frá þessum tímapunkti og þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Trent að endingu. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum, sex stigum minna en Newcastle sem er í 4. sæti eftir að hafa leikið leik meira.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira