Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2023 15:14 Gísli Snær Erlingsson var valinn úr hópi 15 umsækjenda. facebook Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára. Mikil eftirvænting hefur ríkt með hver taki við af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tuttugu ár eða svo. Laufey kvaddi samstarfsfólk sitt í síðustu viku. Um valdamikið embætti er að ræða enda gegnir Kvikmyndamiðstöð lykilhlutverki í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði með því að veita fjármagni til framleiðslu íslenskra kvikmynda og sjónvarpsverka, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi með margskonar hætti, eins og segir á síðu miðstöðvarinnar. Gísli Snær Erlingsson er fyrrverandi skólastjóri London Film School. Hann hefur undanfarna áratugi starfað sem kennari og skólastjóri á erlendum vettvangi, sem slíkur í Japan og svo Singapure. Hann flutti svo til London og tók við starfi sem yfirkennari hjá London Film School og svo sem skólastjóri síðastliðin sex ár. Gísla Snæ þekkja margir sem leikstjóra kvikmyndarinnar Benjamín Dúfa en hann kom fyrst fyrir sjónir almennings sem annar umsjónarmaður dægurlagaþáttar, ásamt Ævari Erni Jósepssyni, sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins; Poppkorn, þar sem tónlistarmyndbönd voru kynnt. Eftir því sem Vísir kemst næst þykir það kostur að Gísli Snær hafi verið búsettur erlendis undanfarin 25 árin, því þá er ekki hægt að kenna hann við neina flokkadrætti innan hins íslenska kvikmyndagera. Gísli mun taka við embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar í apríl næstkomandi en fram að því hefur Sigurrós Hilmarsdóttur, framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvar, verið falið að gegna stöðu forstöðumanns. Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vistaskipti Tengdar fréttir Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Mikil eftirvænting hefur ríkt með hver taki við af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tuttugu ár eða svo. Laufey kvaddi samstarfsfólk sitt í síðustu viku. Um valdamikið embætti er að ræða enda gegnir Kvikmyndamiðstöð lykilhlutverki í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði með því að veita fjármagni til framleiðslu íslenskra kvikmynda og sjónvarpsverka, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi með margskonar hætti, eins og segir á síðu miðstöðvarinnar. Gísli Snær Erlingsson er fyrrverandi skólastjóri London Film School. Hann hefur undanfarna áratugi starfað sem kennari og skólastjóri á erlendum vettvangi, sem slíkur í Japan og svo Singapure. Hann flutti svo til London og tók við starfi sem yfirkennari hjá London Film School og svo sem skólastjóri síðastliðin sex ár. Gísla Snæ þekkja margir sem leikstjóra kvikmyndarinnar Benjamín Dúfa en hann kom fyrst fyrir sjónir almennings sem annar umsjónarmaður dægurlagaþáttar, ásamt Ævari Erni Jósepssyni, sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins; Poppkorn, þar sem tónlistarmyndbönd voru kynnt. Eftir því sem Vísir kemst næst þykir það kostur að Gísli Snær hafi verið búsettur erlendis undanfarin 25 árin, því þá er ekki hægt að kenna hann við neina flokkadrætti innan hins íslenska kvikmyndagera. Gísli mun taka við embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar í apríl næstkomandi en fram að því hefur Sigurrós Hilmarsdóttur, framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvar, verið falið að gegna stöðu forstöðumanns.
Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vistaskipti Tengdar fréttir Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59