Bestir í klefanum: Sögur af fjórum geirvörtum og nöktum manni á Blönduósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 11:31 Agnar Smári Jónsson gaf Þorgrími Smára leyfi að birta þessa mynd. Úr einkasafni Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, bauð upp á topplista í síðasta þætti en þar valdi hann þá bestu í klefanum frá hans ferli í handboltanum. Alls voru fimm sem komust á listann á endanum en það voru auðvitað margir tilkallaðir. Þorgrímur Smári sagði skemmtilegar sögur af þeim mönnum sem komust á listann hans. Markvörðurinn Hlynur Morthens varð í fimmta sæti en Þorgrímur Smári hrósaði honum sérstaklega fyrir að koma vel fram við yngri leikmenn félagsins. „Hann kenndi mér eitt hann Hlynur. Það var það að þú átt alltaf að vera góður og almennilegur við krakkana í yngri flokkunum því þú veist aldrei hvenær þeir banka upp á í meistaraflokki og einn daginn ertu farinn að spila með honum,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Hlynur kenndi mér margt og það er alltaf gaman að hitta Hlyn. Það er gaman að vera með honum innan vallar sem utan,“ sagði Þorgrímur Smári. Næstu menn á listanum voru þeir Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már Báruson. „Læðan er í þriðja sætinu. Það er farið að kalla hann bónda þannig að ég klippti þessa mynd af honum aðeins til. Það vita ekki allir söguna af því af hverju hann er kallaður Læðan. Ég fékk leyfi frá honum til að segja þá sögu,“ sagði Þorgrímur. „Læðunafnið er tilkomið vegna þessa að Atli er með fjórar geirvörtur. Hann er með tvær stórar geirvörtur og tvær pinkulitlar undir sem þekkist alveg í þessum heimi. Fannar Þór Friðgeirsson sagði einhvern tímann við hann: Atli þú ert bara eins og læða,“ sagði Þorgrímur og sagði einnig frá liðspartýinu þar sem læðunafnið festist endanlega við Atla. Næstir á lista voru síðan Lárus Helgi Ólafsson, bróðir Þorgríms og svo maðurinn i toppsætinu sem fékk mynd af sér á Adamsklæðunum. Þorgrímur tók fram að hann fékk leyfi fyrir að birta hana. „Allir sem hafa spilað með Agnari Smára Jónssyni vita að þetta er algjör gull af manni. Þegar ég kom í Val þá var það fyrsta sem hann sagði við mig: Toggi ég er svo ánægður með að þú komst í Val því þá er ég ekki eini heimski maðurinn á svæðinu,“ sagði Þorgrímur. Þorgrímur Smári birti síðan myndina af Agnari Smára sem var tekin á Blönduósi. Hér fyrir neðan má sjá allan listann sem og alla umræðuna og sögurnar. Klippa: Seinni bylgjan: Bestir í klefanum að mati Togga Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Sjá meira
Alls voru fimm sem komust á listann á endanum en það voru auðvitað margir tilkallaðir. Þorgrímur Smári sagði skemmtilegar sögur af þeim mönnum sem komust á listann hans. Markvörðurinn Hlynur Morthens varð í fimmta sæti en Þorgrímur Smári hrósaði honum sérstaklega fyrir að koma vel fram við yngri leikmenn félagsins. „Hann kenndi mér eitt hann Hlynur. Það var það að þú átt alltaf að vera góður og almennilegur við krakkana í yngri flokkunum því þú veist aldrei hvenær þeir banka upp á í meistaraflokki og einn daginn ertu farinn að spila með honum,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Hlynur kenndi mér margt og það er alltaf gaman að hitta Hlyn. Það er gaman að vera með honum innan vallar sem utan,“ sagði Þorgrímur Smári. Næstu menn á listanum voru þeir Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már Báruson. „Læðan er í þriðja sætinu. Það er farið að kalla hann bónda þannig að ég klippti þessa mynd af honum aðeins til. Það vita ekki allir söguna af því af hverju hann er kallaður Læðan. Ég fékk leyfi frá honum til að segja þá sögu,“ sagði Þorgrímur. „Læðunafnið er tilkomið vegna þessa að Atli er með fjórar geirvörtur. Hann er með tvær stórar geirvörtur og tvær pinkulitlar undir sem þekkist alveg í þessum heimi. Fannar Þór Friðgeirsson sagði einhvern tímann við hann: Atli þú ert bara eins og læða,“ sagði Þorgrímur og sagði einnig frá liðspartýinu þar sem læðunafnið festist endanlega við Atla. Næstir á lista voru síðan Lárus Helgi Ólafsson, bróðir Þorgríms og svo maðurinn i toppsætinu sem fékk mynd af sér á Adamsklæðunum. Þorgrímur tók fram að hann fékk leyfi fyrir að birta hana. „Allir sem hafa spilað með Agnari Smára Jónssyni vita að þetta er algjör gull af manni. Þegar ég kom í Val þá var það fyrsta sem hann sagði við mig: Toggi ég er svo ánægður með að þú komst í Val því þá er ég ekki eini heimski maðurinn á svæðinu,“ sagði Þorgrímur. Þorgrímur Smári birti síðan myndina af Agnari Smára sem var tekin á Blönduósi. Hér fyrir neðan má sjá allan listann sem og alla umræðuna og sögurnar. Klippa: Seinni bylgjan: Bestir í klefanum að mati Togga
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Sjá meira