„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur Guðmundsson hefur kvatt íslenska landsliðið í þriðja sinn á þjálfaraferlinum. EPA-EFE/Tamas Kovacs Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. HSÍ sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að Guðmundur væri hættur, aðeins tveimur vikum fyrir leiki við Tékkland í undankeppni EM 2024. Í yfirlýsingunni sagði að um samkomulag beggja aðila væri að ræða og var ákvörðunin ekki rökstudd. Málið var rætt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, í kjölfar leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni. „Það sem kemur mér á óvart er tímasetningin. Það er mánuður frá því að mótið kláraðist þannig að ef að ástæðan er að árangurinn hafi ekki verið nógu góður þá lá það fyrir, fyrir mánuði síðan. Það eru tvær vikur í þessa leiki við Tékka í undankeppninni. Tímasetningin stingur mest í augu,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. Arnar Daði, sem gagnrýndi Guðmund og hans þjálfarateymi mikið á meðan á HM í janúar stóð, tók svo við og var heitt í hamsi. Hann sagði Guðmund löngu búinn að „missa klefann“ og átti þá við að samband þjálfarans við leikmenn hefði súrnað fyrir löngu síðan. Segir hóp leikmanna hafa talið tíma Guðmundar lokið „Ég held bara að til að byrja með hafi aldrei staðið til að taka þessa ákvörðun. Ég held að landsliðsnefndin og stjórn HSÍ hafi ekki ætlað að reka Guðmund Guðmundsson. En eftir að þeir fóru í greiningarvinnu og að ræða við landsliðsmenn kom í ljós að staðan innan landsliðshópsins væri töluvert verri [en talið var]. Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði en hann bjóst þó við því að Guðmundur yrði áfram landsliðsþjálfari. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Umræða um brotthvar Guðmundar „Þetta er grautfúlt. Ég var manna gagnrýnastur á meðan á HM stóð og reyndi að vera sanngjarn í minni umfjöllun. En ég bjóst ekki við því að Guðmundur myndi fara því það er stutt í mikilvæga leiki í undankeppni EM 2024. Hann var á samningi og það er ekki ókeypis fyrir HSÍ að reka Guðmund. Það þarf að borga upp samninginn og við erum ekkert að velta okkur upp úr seðlunum,“ sagði Arnar Daði. Segir að allt þjálfarateymið hefði átt að stíga til hliðar Hann gagnrýndi einnig að aðstoðarmenn Guðmundar, sem báðir eru starfsmenn HSÍ, skyldu taka við liðinu fyrir leikina við Tékka sem eru handan við hornið. „Hver á að taka við? Brandarinn heldur bara áfram með því að tilkynna að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson eigi að taka næstu leiki. Með fullri virðingu þá mun ekkert breytast í þeim leikjum. Við erum alltaf að fara að vinna þessa leiki, það er ekki það, en þegar það eru skemmd epli og menn ósáttir þá koma ekki aðstoðarþjálfarinn og markmannsþjálfarinn og breyta heiminum. Að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson taki þetta starf að sér finnst mér vanvirðing gagnvart Guðmundi Guðmundssyni. Þetta er teymi sem klikkaði algjörlega á ögurstundu á stórmóti í janúar og fyrir mér hefðu þeir allir átt að fara, og í smá naflaskoðun. Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti sem landsliðsþjálfari Íslands en hans tími var liðinn. En ég set risastórt spurningamerki við það að Gunnar Magnússon skuli ekki bara fara og skammast sín. Mér finnst gjörsamlega glórulaus ákvörðun að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson haldi áfram. Mér finnst þetta rosalega lélegt og HSÍ-legt,“ sagði Arnar Daði. Theodór benti á að aðeins tvær vikur væru í næstu leiki og því ef til vill fátt annað í stöðunni en að leita til aðstoðarmanna Guðmundar. „Mér er alveg sama. Hringja í Guðjón Val, Óla Stef, Snorra Stein, Patrek Jóhannesson, Erling Richardsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Róbert Gunnarsson… bara einhvern. Ég er ekki að grínast. Mér finnst þetta vera vanvirðing gagnvart Guðmundi að starfsmannateymið allt fari ekki.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
HSÍ sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að Guðmundur væri hættur, aðeins tveimur vikum fyrir leiki við Tékkland í undankeppni EM 2024. Í yfirlýsingunni sagði að um samkomulag beggja aðila væri að ræða og var ákvörðunin ekki rökstudd. Málið var rætt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, í kjölfar leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni. „Það sem kemur mér á óvart er tímasetningin. Það er mánuður frá því að mótið kláraðist þannig að ef að ástæðan er að árangurinn hafi ekki verið nógu góður þá lá það fyrir, fyrir mánuði síðan. Það eru tvær vikur í þessa leiki við Tékka í undankeppninni. Tímasetningin stingur mest í augu,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. Arnar Daði, sem gagnrýndi Guðmund og hans þjálfarateymi mikið á meðan á HM í janúar stóð, tók svo við og var heitt í hamsi. Hann sagði Guðmund löngu búinn að „missa klefann“ og átti þá við að samband þjálfarans við leikmenn hefði súrnað fyrir löngu síðan. Segir hóp leikmanna hafa talið tíma Guðmundar lokið „Ég held bara að til að byrja með hafi aldrei staðið til að taka þessa ákvörðun. Ég held að landsliðsnefndin og stjórn HSÍ hafi ekki ætlað að reka Guðmund Guðmundsson. En eftir að þeir fóru í greiningarvinnu og að ræða við landsliðsmenn kom í ljós að staðan innan landsliðshópsins væri töluvert verri [en talið var]. Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði en hann bjóst þó við því að Guðmundur yrði áfram landsliðsþjálfari. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Umræða um brotthvar Guðmundar „Þetta er grautfúlt. Ég var manna gagnrýnastur á meðan á HM stóð og reyndi að vera sanngjarn í minni umfjöllun. En ég bjóst ekki við því að Guðmundur myndi fara því það er stutt í mikilvæga leiki í undankeppni EM 2024. Hann var á samningi og það er ekki ókeypis fyrir HSÍ að reka Guðmund. Það þarf að borga upp samninginn og við erum ekkert að velta okkur upp úr seðlunum,“ sagði Arnar Daði. Segir að allt þjálfarateymið hefði átt að stíga til hliðar Hann gagnrýndi einnig að aðstoðarmenn Guðmundar, sem báðir eru starfsmenn HSÍ, skyldu taka við liðinu fyrir leikina við Tékka sem eru handan við hornið. „Hver á að taka við? Brandarinn heldur bara áfram með því að tilkynna að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson eigi að taka næstu leiki. Með fullri virðingu þá mun ekkert breytast í þeim leikjum. Við erum alltaf að fara að vinna þessa leiki, það er ekki það, en þegar það eru skemmd epli og menn ósáttir þá koma ekki aðstoðarþjálfarinn og markmannsþjálfarinn og breyta heiminum. Að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson taki þetta starf að sér finnst mér vanvirðing gagnvart Guðmundi Guðmundssyni. Þetta er teymi sem klikkaði algjörlega á ögurstundu á stórmóti í janúar og fyrir mér hefðu þeir allir átt að fara, og í smá naflaskoðun. Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti sem landsliðsþjálfari Íslands en hans tími var liðinn. En ég set risastórt spurningamerki við það að Gunnar Magnússon skuli ekki bara fara og skammast sín. Mér finnst gjörsamlega glórulaus ákvörðun að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson haldi áfram. Mér finnst þetta rosalega lélegt og HSÍ-legt,“ sagði Arnar Daði. Theodór benti á að aðeins tvær vikur væru í næstu leiki og því ef til vill fátt annað í stöðunni en að leita til aðstoðarmanna Guðmundar. „Mér er alveg sama. Hringja í Guðjón Val, Óla Stef, Snorra Stein, Patrek Jóhannesson, Erling Richardsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Róbert Gunnarsson… bara einhvern. Ég er ekki að grínast. Mér finnst þetta vera vanvirðing gagnvart Guðmundi að starfsmannateymið allt fari ekki.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira