Örva skilningarvitin með skemmtilegri tilraunamennsku Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. mars 2023 15:01 Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger standa að verkinu Soft Shell. Aðsend Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger mynda listrænt teymi verksins Soft Shell sem er stöðugt verk í vinnslu. Á morgun geta gestir komið og séð afrakstur af vinnustofu sem þær standa fyrir í Gryfjunni, Ásmundarsal. „Þetta er rannsóknarverkefni þar sem við erum að skoða sjónræna skynjun, hljóð og hreyfingar í tengslum við sensory upplifun og hugleiðslu,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um Soft Shell í samtali við blaðamann. Katrín Gunnarsdóttir, dansari og kóreógrafer.Aðsend Framkalla hugleiðsluástand og leika við skilningarvitin Katrín og Eva Signý koma úr ólíkum listrænum bakgrunnum en Katrín er lærður dansari og kóreógrafer, hefur samið á annan tug dansverka og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis sem og víða um heiminn. Eva Signý er lærður leikmynda- og búningahönnuður og hefur hannað fyrir fjöldann allan af fjölbreyttum verkum. Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Soft Shell er verk í vinnslu sem skoðar hvernig sjónræn skynjun, hljóð og hreyfingar geta framkallað hugleiðsluástand og leikið við skilningarvitin.“ Eva Signý, leikmynda- og búningahönnuður.Aðsend Manngerð náttúra Katrín og Eva Signý sækja innblásturinn meðal annars í fagurfræði og inntak sjónrænna ASMR myndbanda, til að skoða í samhengi lifandi flutnings. Ásamt því gera þær tilraunir með áferðir og eiginlega efnis þegar það mætir líkama. „Dansararnir Saga Kjerulf Sigurðardóttir og Ásgeir Helgi Magnússon koma að leika sér í þessari manngerðu náttúru sem við erum að búa til hér í Ásmundarsal,“segir Katrín. Í fréttatilkynningu segir einnig að á vinnustofunni verði nánar skoðað samband þessa tveggja dansara við innsetningu og búninga úr svampteningum, plastefni og textíl, samband þeirra við hvort annað og við áhorfendur. Dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Saga Kjerulf Sigurðardóttir.Owen Fiene Skemmtileg tilraunamennska „Við höfum ekki gert það áður að opna þetta fyrir áhorfendum. Þetta er nýtt samhengi fyrir okkur, við erum vanar að vinna saman í leikhúsinu en hér fáum við tækifæri til að skoða hlutina á öðruvísi hátt, sem er skemmtileg tilraunamennska fyrir okkur,“ segir Katrín. Verkið Soft Shell er stöðugt í vinnslu og er skemmtileg tilraunamennska að sögn Katrínar.Aðsend Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, hlustun, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Í samstarfi sínu við Katrínu skoðar Eva Signý hvernig þróa megi hugmyndir frá einu sviðsverki til annars og færa dansinn úr hefðbundnu rými leikhússins og inn í samhengi myndlistar. Afrakstur af vinnustofunni verður sem áður segir sýndur á morgun, fimmtudaginn 2. mars, klukkan 18:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Dans Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. 23. desember 2022 06:00 Jólapósthús í Ásmundarsal þar sem gestir ferðast aftur í tímann Í Ásmundarsal í Reykjavík hefur verið sett upp Jólapósthús sem vakið hefur mikla lukku á meðal gesta sýningarinnar. 5. desember 2022 14:30 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
„Þetta er rannsóknarverkefni þar sem við erum að skoða sjónræna skynjun, hljóð og hreyfingar í tengslum við sensory upplifun og hugleiðslu,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um Soft Shell í samtali við blaðamann. Katrín Gunnarsdóttir, dansari og kóreógrafer.Aðsend Framkalla hugleiðsluástand og leika við skilningarvitin Katrín og Eva Signý koma úr ólíkum listrænum bakgrunnum en Katrín er lærður dansari og kóreógrafer, hefur samið á annan tug dansverka og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis sem og víða um heiminn. Eva Signý er lærður leikmynda- og búningahönnuður og hefur hannað fyrir fjöldann allan af fjölbreyttum verkum. Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Soft Shell er verk í vinnslu sem skoðar hvernig sjónræn skynjun, hljóð og hreyfingar geta framkallað hugleiðsluástand og leikið við skilningarvitin.“ Eva Signý, leikmynda- og búningahönnuður.Aðsend Manngerð náttúra Katrín og Eva Signý sækja innblásturinn meðal annars í fagurfræði og inntak sjónrænna ASMR myndbanda, til að skoða í samhengi lifandi flutnings. Ásamt því gera þær tilraunir með áferðir og eiginlega efnis þegar það mætir líkama. „Dansararnir Saga Kjerulf Sigurðardóttir og Ásgeir Helgi Magnússon koma að leika sér í þessari manngerðu náttúru sem við erum að búa til hér í Ásmundarsal,“segir Katrín. Í fréttatilkynningu segir einnig að á vinnustofunni verði nánar skoðað samband þessa tveggja dansara við innsetningu og búninga úr svampteningum, plastefni og textíl, samband þeirra við hvort annað og við áhorfendur. Dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Saga Kjerulf Sigurðardóttir.Owen Fiene Skemmtileg tilraunamennska „Við höfum ekki gert það áður að opna þetta fyrir áhorfendum. Þetta er nýtt samhengi fyrir okkur, við erum vanar að vinna saman í leikhúsinu en hér fáum við tækifæri til að skoða hlutina á öðruvísi hátt, sem er skemmtileg tilraunamennska fyrir okkur,“ segir Katrín. Verkið Soft Shell er stöðugt í vinnslu og er skemmtileg tilraunamennska að sögn Katrínar.Aðsend Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, hlustun, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Í samstarfi sínu við Katrínu skoðar Eva Signý hvernig þróa megi hugmyndir frá einu sviðsverki til annars og færa dansinn úr hefðbundnu rými leikhússins og inn í samhengi myndlistar. Afrakstur af vinnustofunni verður sem áður segir sýndur á morgun, fimmtudaginn 2. mars, klukkan 18:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Dans Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. 23. desember 2022 06:00 Jólapósthús í Ásmundarsal þar sem gestir ferðast aftur í tímann Í Ásmundarsal í Reykjavík hefur verið sett upp Jólapósthús sem vakið hefur mikla lukku á meðal gesta sýningarinnar. 5. desember 2022 14:30 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. 23. desember 2022 06:00
Jólapósthús í Ásmundarsal þar sem gestir ferðast aftur í tímann Í Ásmundarsal í Reykjavík hefur verið sett upp Jólapósthús sem vakið hefur mikla lukku á meðal gesta sýningarinnar. 5. desember 2022 14:30