Að verja sig á samfélagsmiðlum „eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 19:18 G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Aðsend Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af umræðum um fyrirtæki á samfélagsmiðlum, sem hann segir afar skautaðar. Erfitt geti reynst fyrir þá sem að baki fyrirtækjunum standa að bera hönd yfir höfuð sér þegar umræðan er komin á skrið. G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira