PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2023 11:13 Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. Samhliða því voru gefnir út margir VR-leikir. Í umfjöllun sem undirritaður skrifaði um nýja búnaðinn kom fram að velgengni þessa búnaðar myndi standa og falla með leikjaframboðinu enda skipta leikirnir höfuðmáli, eins og nafn leikjatölva gefur til kynna. Hér að neðan verður fjallað um fimm af þeim um tuttugu sýndarveruleikaleikjum sem Leikjavísir hefur til skoðunar þessa dagana. Það eru leikirnir Star Wars: Tales from the Galaxy‘s Edge, Zombieland: Headshot Fever Reloaded, Kayak Mirage, Tetris Effect: Connected og Townsmen VR. Star Wars: Tales from the Galaxy's Edge Star Wars: Tales from the Galaxy's Edge kom fyrst út fyrir nokkrum árum en hefur verið uppfærður fyrir PSVR2, eins og fleiri leikir. Þetta er líklega skemmtilegasti VR-leikur sem ég hef spilað en hann setur mann í spor ónefnds fragtflutningamanns sem þarf að skipta um feril. Nýr ferill þessa verkamanns snýst um það að skjóta sjóræningja til bana í massavís sem endar svo auðvitað á því að berjast við stormsveitarmenn Fyrstu reglunnar. Seinna meir er hægt að spila sem aðrar persónur og þar á meðal ungur Jedi-riddari og þar hittir maður meira að segja Yoda sjálfan. Sem er gaman. Það er þó einn stærðarinnar galli á þessum leik og það er að hann leyfði mér ekki að skjóta C3PO, sem ég reyndi ítrekað. Ef einhver er meira óþolandi en Jar Jar Binks, þá er það hann. Zombieland: Headshot Fever Reloaded Annar leikur sem hefur verið uppfærður fyrir PSVR2 er leikurinn Zombieland: Heatshot Fever Reloaded. Hann byggir á samnefndum kvikmyndum og snýst um að skjóta uppvakninga í höfuðið eins hratt og maður getur. Vert er að taka fram að Zombieland er ekki hryllingsleikur, heldur léttur keppnisleikur, þar sem maður keppir í að fara sem hraðast í gegnum hvert borð fyrir sig. Gangi manni vel, fær maður klósettpappír sem maður getur notað til að kaupa sér nýjar byssur og uppfæra þær, til að fara hraðar yfir borðin. Besta leiðin til að fara hratt yfir er að vanda sig og skjóta uppvakninga í höfuðið. Tvö slík þarf til að ganga frá hefðbundnum uppvakningum en þegar maður nær slíkum skotum, þá hægist á leiknum og maður fær frekari tækifæri til að skjóta aðra uppvakninga af meiri nákvæmni. Hausskotin borga sig krakkar. Munið það. Zombieland er ávandabindandi leikur og það hjálpar til að hann er einnig bæði skemmtilegur og krefjandi. Kayak Mirage Þegar maður er búinn að vera að skjóta uppvakninga í smá tíma er nauðsynlegt að taka því rólega um stund og það er svo sannarlega hægt í leiknum Kayak Mirage. Sá leikur gerir spilurum kleift að róa kajak við Suðurskautið, Kosta ríka, Noreg eða í Ástralíu. Stórkostlegt umhverfi, róleg tónlist, og áhugaverðir hlutir að sjá, gerir Kayak Mirage að frekar merkilegum leik. Það er bara eitthvað svo næs að skoða mörgæsirnar við Suðurskautið eða róa með höfrungum við Kosta Ríka. Hægt er að róa um á mismunandi tímum og við mismunandi aðstæður. Það er til að mynda magnað að skoða Suðurskautið að nóttu til, með meðfylgjandi suðurljósum og dýrð. Ef spilarar leiksins eru búnir að fá nóg af því að slappa af, er einnig hægt að keppa við aðra spilara í fjölspilun. Tetris Effect: Connected Tetris Effect kom fyrst út fyrir rúmum fjórum árum fyrir PS4 og PSVR. Leiknum var vel tekið og nú hefur hann verið uppfærður fyrir PSVR2 og heitir Tetris Effect: Connected. Ég er að skrifa Tetris of oft hérna, en Tetris er Tetris og Tetris er alltaf skemmtilegt. Það breytist eiginlega ekkert í sýndarveruleika. Ég skil samt ekki alveg af hverju það er gott að spila Tetris eins og maður sé í eyðimörk eða á hafsbotni, því sýndarveruleikinn spilar í raun ekkert inn í að öðru leyti. Maður er áfram bara að stýra kubbum með fjarstýringunni og situr bara fastur í stólnum, þó það séu auvðitað mismundandi Tetris-leikir í boði innan Tetris Effect: Connected. Leikurinn býður einnig upp á fjölspilun, þar sem maður getur spilað með öðrum Tetris-spilurum um heiminn allan, sem er jákvætt. Townsmen VR Mér hefur aldrei liðið meira eins og einhvers konar guð og þegar ég spila Townsmen VR. Í þeim leik þurf spilarar að koma strönduðu fólki til astoðar og hjálpa því að byggja upp nýtt samfélag á nýrri eyju, bara til þess að flýja þá eyju og byggja upp nýtt samfélag á annarri eyju, og svo koll af kolli. Þetta er langt frá því að vera ný formúla, hver man til dæmis ekki eftir Black & White leikjunum gömlu, en hún er frekar skemmtileg í sýndarveruleika. Þar getur maður farið um og tekið fólk upp, skipað því að gera hitt og þetta og jafnvel fjölga sér. Maður getur einnig gripið máva á lofti og kastað þeim í burtu en þeir eiga það annars til að stela mat af þegnum mínum. Mávar eru drullusokkar. Það hefur of oft gerst að ég hef fyrir slysni slegið þegna mína út í sjó og næstum því drekkt þeim. Þegar ég hugsa um það, er alveg mögulegt að ég hafi drekkt nokkrum án þess að taka eftir því. Maður þarf stundum að vanda sig, nema maður ætli að vera eins og alvöru guð og vera skítsama. Ég gæti reyndar ómeðvitað verið að gera þetta viljandi, það er aldrei að vita. Leikjavísir Sony Leikjadómar Tengdar fréttir Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Samhliða því voru gefnir út margir VR-leikir. Í umfjöllun sem undirritaður skrifaði um nýja búnaðinn kom fram að velgengni þessa búnaðar myndi standa og falla með leikjaframboðinu enda skipta leikirnir höfuðmáli, eins og nafn leikjatölva gefur til kynna. Hér að neðan verður fjallað um fimm af þeim um tuttugu sýndarveruleikaleikjum sem Leikjavísir hefur til skoðunar þessa dagana. Það eru leikirnir Star Wars: Tales from the Galaxy‘s Edge, Zombieland: Headshot Fever Reloaded, Kayak Mirage, Tetris Effect: Connected og Townsmen VR. Star Wars: Tales from the Galaxy's Edge Star Wars: Tales from the Galaxy's Edge kom fyrst út fyrir nokkrum árum en hefur verið uppfærður fyrir PSVR2, eins og fleiri leikir. Þetta er líklega skemmtilegasti VR-leikur sem ég hef spilað en hann setur mann í spor ónefnds fragtflutningamanns sem þarf að skipta um feril. Nýr ferill þessa verkamanns snýst um það að skjóta sjóræningja til bana í massavís sem endar svo auðvitað á því að berjast við stormsveitarmenn Fyrstu reglunnar. Seinna meir er hægt að spila sem aðrar persónur og þar á meðal ungur Jedi-riddari og þar hittir maður meira að segja Yoda sjálfan. Sem er gaman. Það er þó einn stærðarinnar galli á þessum leik og það er að hann leyfði mér ekki að skjóta C3PO, sem ég reyndi ítrekað. Ef einhver er meira óþolandi en Jar Jar Binks, þá er það hann. Zombieland: Headshot Fever Reloaded Annar leikur sem hefur verið uppfærður fyrir PSVR2 er leikurinn Zombieland: Heatshot Fever Reloaded. Hann byggir á samnefndum kvikmyndum og snýst um að skjóta uppvakninga í höfuðið eins hratt og maður getur. Vert er að taka fram að Zombieland er ekki hryllingsleikur, heldur léttur keppnisleikur, þar sem maður keppir í að fara sem hraðast í gegnum hvert borð fyrir sig. Gangi manni vel, fær maður klósettpappír sem maður getur notað til að kaupa sér nýjar byssur og uppfæra þær, til að fara hraðar yfir borðin. Besta leiðin til að fara hratt yfir er að vanda sig og skjóta uppvakninga í höfuðið. Tvö slík þarf til að ganga frá hefðbundnum uppvakningum en þegar maður nær slíkum skotum, þá hægist á leiknum og maður fær frekari tækifæri til að skjóta aðra uppvakninga af meiri nákvæmni. Hausskotin borga sig krakkar. Munið það. Zombieland er ávandabindandi leikur og það hjálpar til að hann er einnig bæði skemmtilegur og krefjandi. Kayak Mirage Þegar maður er búinn að vera að skjóta uppvakninga í smá tíma er nauðsynlegt að taka því rólega um stund og það er svo sannarlega hægt í leiknum Kayak Mirage. Sá leikur gerir spilurum kleift að róa kajak við Suðurskautið, Kosta ríka, Noreg eða í Ástralíu. Stórkostlegt umhverfi, róleg tónlist, og áhugaverðir hlutir að sjá, gerir Kayak Mirage að frekar merkilegum leik. Það er bara eitthvað svo næs að skoða mörgæsirnar við Suðurskautið eða róa með höfrungum við Kosta Ríka. Hægt er að róa um á mismunandi tímum og við mismunandi aðstæður. Það er til að mynda magnað að skoða Suðurskautið að nóttu til, með meðfylgjandi suðurljósum og dýrð. Ef spilarar leiksins eru búnir að fá nóg af því að slappa af, er einnig hægt að keppa við aðra spilara í fjölspilun. Tetris Effect: Connected Tetris Effect kom fyrst út fyrir rúmum fjórum árum fyrir PS4 og PSVR. Leiknum var vel tekið og nú hefur hann verið uppfærður fyrir PSVR2 og heitir Tetris Effect: Connected. Ég er að skrifa Tetris of oft hérna, en Tetris er Tetris og Tetris er alltaf skemmtilegt. Það breytist eiginlega ekkert í sýndarveruleika. Ég skil samt ekki alveg af hverju það er gott að spila Tetris eins og maður sé í eyðimörk eða á hafsbotni, því sýndarveruleikinn spilar í raun ekkert inn í að öðru leyti. Maður er áfram bara að stýra kubbum með fjarstýringunni og situr bara fastur í stólnum, þó það séu auvðitað mismundandi Tetris-leikir í boði innan Tetris Effect: Connected. Leikurinn býður einnig upp á fjölspilun, þar sem maður getur spilað með öðrum Tetris-spilurum um heiminn allan, sem er jákvætt. Townsmen VR Mér hefur aldrei liðið meira eins og einhvers konar guð og þegar ég spila Townsmen VR. Í þeim leik þurf spilarar að koma strönduðu fólki til astoðar og hjálpa því að byggja upp nýtt samfélag á nýrri eyju, bara til þess að flýja þá eyju og byggja upp nýtt samfélag á annarri eyju, og svo koll af kolli. Þetta er langt frá því að vera ný formúla, hver man til dæmis ekki eftir Black & White leikjunum gömlu, en hún er frekar skemmtileg í sýndarveruleika. Þar getur maður farið um og tekið fólk upp, skipað því að gera hitt og þetta og jafnvel fjölga sér. Maður getur einnig gripið máva á lofti og kastað þeim í burtu en þeir eiga það annars til að stela mat af þegnum mínum. Mávar eru drullusokkar. Það hefur of oft gerst að ég hef fyrir slysni slegið þegna mína út í sjó og næstum því drekkt þeim. Þegar ég hugsa um það, er alveg mögulegt að ég hafi drekkt nokkrum án þess að taka eftir því. Maður þarf stundum að vanda sig, nema maður ætli að vera eins og alvöru guð og vera skítsama. Ég gæti reyndar ómeðvitað verið að gera þetta viljandi, það er aldrei að vita.
Leikjavísir Sony Leikjadómar Tengdar fréttir Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01