PSVR2: Barist, púslað og flúið undan risaeðlum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 10:09 Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. Samhliða því voru gefnir út margir VR-leikir. Í umfjöllun sem undirritaður skrifaði um nýja búnaðinn kom fram að velgengni þessa búnaðar myndi standa og falla með leikjaframboðinu enda skipta leikirnir höfuðmáli, eins og nafn leikjatölva gefur til kynna. Hér að neðan verður fjallað um fimm af þeim mörgu sýndarveruleikaleikjum sem Leikjavísir hefur til skoðunar þessa dagana. Það eru Swordsman VR, Puzzling Places, Jurrassic World Aftermath Collection, Demeo og Rez Infinite. Swordsman VR „Ég heiti Maximus Decimus Meridius“. „Er ykkur ekki skemmt!?!“ Þessar tvær tilvitnanir fanga tilfinningar mínar gagnvart Swordsman VR mjög vel. Ég held að ég myndi pluma mig vel í Hringleikahúsinu, miðað við hvað ég er góður í að stinga gaura í nárann í þessum leik. Í Swordsman berjast spilarar við mismunandi stríðskappa úr sögu heimsins og fá peninga fyrir. Þá peninga er svo hægt að nota til að kaupa betri vopn og betri brynjur. Hver bardagi veitir spilurum einnig reynslustig sem notuð eru til að betrumbæta bardagakappa spilarans og móta hann eftir bardagastíl þess sem spilar. Við fyrstu spilun mína notaðist ég mikið við sverð og skjöld. Ég spilaði með ákveðna raunveruleikastillingu sem þýðir að maður getur ekkert stungið menn í gegn brynjur, eins og maður sé í einhverri bíómynd. Þetta leiddi til þess að ég endaði bardaga oftar en ekki með því að stinga andstæðinga mína í nárann eða lærið, þar sem brynjur þeirra eru oft lélegar. Seinna meir notaðist ég meira við gaddakylfu, svo ég reyndi bara að berja þá í höfuðið. Swordsman er rosalega skemmtilegur leikur og í senn þrusugóð líkamsrækt. Ég vona samt svo innilega að nágrannar mínir hafi ekki séð mig spila þennan. Puzzling Places Puzzling Places er merkilega skemmtilegur leikur þar sem maður ver tíma sínum í að pússla í þrívídd. Leikurinn var fyrst gefinn út árið 2021 og er einn þeirra mörgu leikja sem hefur verið uppfærður með tilliti til getu PSVR2. Pússl leiksins eru oftast sögufrægar byggingar í heiminum og geta spilarar valið hve erfitt pússlið á að vera og hve mörg pússlin eru. Það er mikill munur á milli 25 og tvö hundruð. Ég hef komist að því að það er mjög auðvelt að eyða löngum tíma í Puzzling Places og skemmta sér vel. Jurrassic World Aftermath Collection Það er ekki auðvelt að forðast risaeðlur. Það er allavega mín reynsla af Jurrassic World Aftermath Collection. Í þessum leik setja spilarar sig í spor óheppins aðila sem brotlendir á Isla Nublar eftir að heimskulega hugmyndin um Júragarðinn fer úr skorðum. Spilarar þurfa að afla mikilvægra gagna með því að leysa gátur og þrautir, komast hjá því að vera étnir og sleppa frá eyjunni. Spilarar þurfa að nota umhverfið til að forðast risaeðlurnar og nota hátalara og annað til að afvegaleiða þær. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera étinn, þó það sé allt í skemmtilegum teiknimyndastíl. Þetta er ekki nýjasti leikurinn í þessum flokki, þar sem spilarar þurfa að fela sig í skápum og loftræstikerfum fyrir skrímslum eða einhverjum óargardýrum. Þetta virkar þó allt frekar vel og getur verið mjög óþægilegt, sem það á að vera. Leikurinn var fyrst gefinn út í tveimur hlutum fyrir Oculus Quest 2 á árum áður en hefur verið uppfærður yfir PSVR2 og hlutarnir tveir sameinaðir í einn. Demeo Demeo reynir að fanga gömlu góðu hlutverkaspilsstemninguna í sýndarveruleika. Allt að fjórir spilarar geta komið saman í Demeo og farið í gegnum dýflissur stútfullar af skrímslum með hetjum sínum. Auðvitað er líka hægt að spila einn í gegnum fimm sögur leiksins, sem eru allar frekar beisik, en það sem gerir Demeo svolítið sérstakan er að það er hægt að spila saman með mismunandi tölvum, PlayStation, Xbox og PC og með sýndarveruleikabúnaði eða án hans. Rez Infinite Rez Infinite er í einföldu máli sagt tónlistar- og skotleikur sem var fyrst gefinn út árið 2017. Upprunalegi Rez leikurinn var þó gefinn út í Japan árið 2001. Við spilun mína á Rez Infinite hef ég aldrei verið fullmeðvitaður um hvað hefur verið í gangi. Spilarar fljúga um retro tölvuheim einhvern og skjóta niður vírusa eða eitthvað. Við hvert skot heyrist tónlist og fá spilarar mikla ljósasýningu. Markmiðið er að finna gervigreind inn í þessum tölvuheimi og vekja hana aftur til lífsins. Hún beitir þó vörnum sínum til að reyna að stöðva mann, held ég. Hægt er að spila leikinn án sýndarveruleikabúnaðar en það verður að segjast að hann er meira sjónarspil með búnaðinum og góð heyrnartól gera upplifunina líka mun betri, þó hún sé skrítin. Leikjavísir Leikjadómar Sony Tengdar fréttir PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 2. mars 2023 11:13 Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Samhliða því voru gefnir út margir VR-leikir. Í umfjöllun sem undirritaður skrifaði um nýja búnaðinn kom fram að velgengni þessa búnaðar myndi standa og falla með leikjaframboðinu enda skipta leikirnir höfuðmáli, eins og nafn leikjatölva gefur til kynna. Hér að neðan verður fjallað um fimm af þeim mörgu sýndarveruleikaleikjum sem Leikjavísir hefur til skoðunar þessa dagana. Það eru Swordsman VR, Puzzling Places, Jurrassic World Aftermath Collection, Demeo og Rez Infinite. Swordsman VR „Ég heiti Maximus Decimus Meridius“. „Er ykkur ekki skemmt!?!“ Þessar tvær tilvitnanir fanga tilfinningar mínar gagnvart Swordsman VR mjög vel. Ég held að ég myndi pluma mig vel í Hringleikahúsinu, miðað við hvað ég er góður í að stinga gaura í nárann í þessum leik. Í Swordsman berjast spilarar við mismunandi stríðskappa úr sögu heimsins og fá peninga fyrir. Þá peninga er svo hægt að nota til að kaupa betri vopn og betri brynjur. Hver bardagi veitir spilurum einnig reynslustig sem notuð eru til að betrumbæta bardagakappa spilarans og móta hann eftir bardagastíl þess sem spilar. Við fyrstu spilun mína notaðist ég mikið við sverð og skjöld. Ég spilaði með ákveðna raunveruleikastillingu sem þýðir að maður getur ekkert stungið menn í gegn brynjur, eins og maður sé í einhverri bíómynd. Þetta leiddi til þess að ég endaði bardaga oftar en ekki með því að stinga andstæðinga mína í nárann eða lærið, þar sem brynjur þeirra eru oft lélegar. Seinna meir notaðist ég meira við gaddakylfu, svo ég reyndi bara að berja þá í höfuðið. Swordsman er rosalega skemmtilegur leikur og í senn þrusugóð líkamsrækt. Ég vona samt svo innilega að nágrannar mínir hafi ekki séð mig spila þennan. Puzzling Places Puzzling Places er merkilega skemmtilegur leikur þar sem maður ver tíma sínum í að pússla í þrívídd. Leikurinn var fyrst gefinn út árið 2021 og er einn þeirra mörgu leikja sem hefur verið uppfærður með tilliti til getu PSVR2. Pússl leiksins eru oftast sögufrægar byggingar í heiminum og geta spilarar valið hve erfitt pússlið á að vera og hve mörg pússlin eru. Það er mikill munur á milli 25 og tvö hundruð. Ég hef komist að því að það er mjög auðvelt að eyða löngum tíma í Puzzling Places og skemmta sér vel. Jurrassic World Aftermath Collection Það er ekki auðvelt að forðast risaeðlur. Það er allavega mín reynsla af Jurrassic World Aftermath Collection. Í þessum leik setja spilarar sig í spor óheppins aðila sem brotlendir á Isla Nublar eftir að heimskulega hugmyndin um Júragarðinn fer úr skorðum. Spilarar þurfa að afla mikilvægra gagna með því að leysa gátur og þrautir, komast hjá því að vera étnir og sleppa frá eyjunni. Spilarar þurfa að nota umhverfið til að forðast risaeðlurnar og nota hátalara og annað til að afvegaleiða þær. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera étinn, þó það sé allt í skemmtilegum teiknimyndastíl. Þetta er ekki nýjasti leikurinn í þessum flokki, þar sem spilarar þurfa að fela sig í skápum og loftræstikerfum fyrir skrímslum eða einhverjum óargardýrum. Þetta virkar þó allt frekar vel og getur verið mjög óþægilegt, sem það á að vera. Leikurinn var fyrst gefinn út í tveimur hlutum fyrir Oculus Quest 2 á árum áður en hefur verið uppfærður yfir PSVR2 og hlutarnir tveir sameinaðir í einn. Demeo Demeo reynir að fanga gömlu góðu hlutverkaspilsstemninguna í sýndarveruleika. Allt að fjórir spilarar geta komið saman í Demeo og farið í gegnum dýflissur stútfullar af skrímslum með hetjum sínum. Auðvitað er líka hægt að spila einn í gegnum fimm sögur leiksins, sem eru allar frekar beisik, en það sem gerir Demeo svolítið sérstakan er að það er hægt að spila saman með mismunandi tölvum, PlayStation, Xbox og PC og með sýndarveruleikabúnaði eða án hans. Rez Infinite Rez Infinite er í einföldu máli sagt tónlistar- og skotleikur sem var fyrst gefinn út árið 2017. Upprunalegi Rez leikurinn var þó gefinn út í Japan árið 2001. Við spilun mína á Rez Infinite hef ég aldrei verið fullmeðvitaður um hvað hefur verið í gangi. Spilarar fljúga um retro tölvuheim einhvern og skjóta niður vírusa eða eitthvað. Við hvert skot heyrist tónlist og fá spilarar mikla ljósasýningu. Markmiðið er að finna gervigreind inn í þessum tölvuheimi og vekja hana aftur til lífsins. Hún beitir þó vörnum sínum til að reyna að stöðva mann, held ég. Hægt er að spila leikinn án sýndarveruleikabúnaðar en það verður að segjast að hann er meira sjónarspil með búnaðinum og góð heyrnartól gera upplifunina líka mun betri, þó hún sé skrítin.
Leikjavísir Leikjadómar Sony Tengdar fréttir PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 2. mars 2023 11:13 Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2. 2. mars 2023 11:13
Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01