„Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 20:23 Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, Eurovision-sérfræðingar og meðlimir í FÁSES. Bylgjan Eurovision-sérfræðingar eru á því að úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins séu alls ekki ráðin. Þau segja öll lögin eiga möguleika á að verða framlag Íslands í Eurovision. Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“ Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13
Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01