Bónorðið draumi líkast: „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:19 Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson eru trúlofaðir. Instagram Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er trúlofaður ástinni sinni, Pétri Björgvin Sveinssyni. Pétur skellti sér á skeljarnar á föstudaginn og brosið hefur verið fast á andliti Helga síðan. Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Helgi sagði frá bónorðinu í Brennslunni í morgun. Hann og Pétur hafa verið saman í minna en ár en Helgi segist þó hafa verið farinn að bíða eftir bónorðinu. Á föstudaginn, á þeirri fallegu dagsetningu 03.03.23, ákvað parið að skella sér saman í göngutúr. Helgi hafði verið að vinna mikið og því hljómaði slík gæðastund með Pétri og hundinum Nóel afar vel. Þeir fóru í Paradísardal sem er griðastaður Helga. „Svo var ógeðslega mikið af fólki og Pétur spyr hvort við ættum ekki bara að rölta eitthvert annað. Ég kom með svona þrjá eða fjóra trúlofunarbrandara um að ég væri að múta honum en ekki í eina sekúndu grunaði mig þetta,“ segir Helgi. Helgi hafði gert Pétri það ljóst að fallegar dagsetningar skiptu hann miklu máli. Einhvern tímann hafði hann slegið því upp í gríni að þeir myndu giftast þann 03.03.. „Hann er svo sætur. Hann spyr: „Við ætluðum að giftast í dag er það ekki?“... Svo segir hann: „Ég get kannski ekki gifst þér í dag EN,“ svo fór hann á niður á skeljarnar og bað mig um að giftast sér,“ segir Helgi. View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Gæti farið til sýslumanns og gift sig á morgun „Við erum báðir svona frekar léttir á því, þannig að ég beið alveg eftir einhverju svona „nei djók“, alveg þangað til ég sá boxið. Vitið þið ekki þegar maður hugsar svona sautján hugsanir á einni sekúndu. Ég fékk þannig,“ segir Helgi sem svífur enn á bleiku skýi. Helgi og Pétur eru ekki enn farnir að plana brúðkaupið. Helgi horfir þó mikið til skandinavískra brúðkaupa og dreymir um látlaust sveitabrúðkaup. „Ég gæti farið til sýslumanns á morgun en mig langar að fagna þessu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera þetta sumarið 2024.“ Helgi er einn vinsælasti ljósmyndari landsins og stýrir hlaðvarpinu Helgaspjallið. Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði þeirra á milli á síðasta ári. Skrifað í stjörnurnar „Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í haust. Þrátt fyrir að þeir séu nú trúlofaðir segist Helgi líka ætla að biðja Péturs einn daginn. „Ég ætla að fara á hnén einhvers staðar líka, bara svo hann upplifi þetta líka. En í alvöru þetta er besti gaur í heiminum, fjandinn hafi það. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga hann skilið.“ Pétur tekur í sama steng, því í hjartnæmri Instagram færslu segir hann Helga algjörlega hafa umturnað lífi sínu. Hann sé fallegasta og besta sál sem til er. Hér að neðan má hlusta á Brennsluna frá því í morgun. Frásögn Helga hefst á mínútu 49:30.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15. nóvember 2022 14:41