Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. mars 2023 19:01 Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. Skýrslan er með eindæmum. Það er alveg á hreinu að þegar gagnrýni og ávirðingar á einhvern starfsmann eða einhverja stofnun í skýrslu sem þessari eru settar fram án þess að gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um málið áður þá er verið að brjóta stjórnsýslulög. Andmælarétturinn er skýr. Á þennan hátt er hægt að segja hvað sem er um hvern sem er. Flokki fólksins í borginni finnst það ófagmannlegt í skýrslu sem þessari að birta slíkar ávirðingar án þess að andmælaréttur viðkomandi sé virtur. Hver er kominn til með að segja að þessar ávirðingar séu á rökum reistar? Gjörningurinn er sagður sparnaður Ef tekið er nærtækt dæmi þá kostar rekstur Borgarskjalasafns nálægt 7,5% af þeim fjármunum sem hafa runnið til starfsemi þjónustu- og nýsköpunarsviðs undanfarin ár, (200 milljónir á móti þremur milljörðum). Hvað fjármuni varðar þá er enginn vandi að fá út háar fjárhæðir ef nógu mörgum árum er hrært saman. Í raun kostar rekstur Borgarskjalasafns ekki mikið. Laun undir 100 milljónum króna á ári og annar kostnaður um 100 milljónir á ári. Einhverjir sjö milljarðar eru fundnir út með því að leggja saman einhver sjö ár ásamt fjárfestingarkostnaði sem ekki er greindur frekar á neinn hátt í skýrslu KPMG. Ekkert af þessu var borið undir borgarskjalavörð. Allt þetta ferli þarf að rannsaka. Flokkur fólksins hefur ítrekað óskað eftir að gerð verði úttekt og stjórnsýsluskoðun á starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs og hvernig þeim gríðarlegu peningum, sem hafa runnið til sviðsins á undanförnum árum, hefur verið varið. Nú liggur fyrir að Innri endurskoðun hefur á áætlun sinni úttekt á stafrænni innleiðingu og er fyrirhugað að ljúka henni á þessu ári. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Söfn Flokkur fólksins Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. Skýrslan er með eindæmum. Það er alveg á hreinu að þegar gagnrýni og ávirðingar á einhvern starfsmann eða einhverja stofnun í skýrslu sem þessari eru settar fram án þess að gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um málið áður þá er verið að brjóta stjórnsýslulög. Andmælarétturinn er skýr. Á þennan hátt er hægt að segja hvað sem er um hvern sem er. Flokki fólksins í borginni finnst það ófagmannlegt í skýrslu sem þessari að birta slíkar ávirðingar án þess að andmælaréttur viðkomandi sé virtur. Hver er kominn til með að segja að þessar ávirðingar séu á rökum reistar? Gjörningurinn er sagður sparnaður Ef tekið er nærtækt dæmi þá kostar rekstur Borgarskjalasafns nálægt 7,5% af þeim fjármunum sem hafa runnið til starfsemi þjónustu- og nýsköpunarsviðs undanfarin ár, (200 milljónir á móti þremur milljörðum). Hvað fjármuni varðar þá er enginn vandi að fá út háar fjárhæðir ef nógu mörgum árum er hrært saman. Í raun kostar rekstur Borgarskjalasafns ekki mikið. Laun undir 100 milljónum króna á ári og annar kostnaður um 100 milljónir á ári. Einhverjir sjö milljarðar eru fundnir út með því að leggja saman einhver sjö ár ásamt fjárfestingarkostnaði sem ekki er greindur frekar á neinn hátt í skýrslu KPMG. Ekkert af þessu var borið undir borgarskjalavörð. Allt þetta ferli þarf að rannsaka. Flokkur fólksins hefur ítrekað óskað eftir að gerð verði úttekt og stjórnsýsluskoðun á starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs og hvernig þeim gríðarlegu peningum, sem hafa runnið til sviðsins á undanförnum árum, hefur verið varið. Nú liggur fyrir að Innri endurskoðun hefur á áætlun sinni úttekt á stafrænni innleiðingu og er fyrirhugað að ljúka henni á þessu ári. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar