Hjálpaði til við að bjarga manni úr bíl sem var í ljósum logum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2023 07:01 K.J. Osborn bjargaði mannslífi á dögunum. Stephen Maturen/Getty Images/Twitter Það var lukkulegt að K.J. Osborn, 25 ára gamall útherji Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hafi farið til Austin, Texas í frí. Hann bjargaði á dögunum karlmanni úr alelda bifreið en lögreglan hefur staðfest að maðurinn hefði látist hefðu Osborn og aðrir vegfarendur ekki komið til bjargar. Osborn var í Uber-leigubíl þegar hann sá aðra bifreið klessa á. Osborn og þrjú önnur komu ökumanni bílsins til hjálpar. Drógu þau hann út úr bílnum og í skjól en bíllinn varð strax alelda. „Lögreglan sagði að við hefðum bjargað lífi hans. Hann hefði ekki komist út úr bílnum af sjálfsdáðum,“ sagði Osborn í hlaðvarpsviðtali. Útherjinn sagði jafnframt að ökumaðurinn hefði ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum og að hann ætlaði að heimsækja hann á spítalann. „Ég er bara þakklátur að hafa verið í aðstöðu til að hjálpa honum ásamt hinum þremur hetjunum. Þetta var ein ótrúlegasta lífsreynsla mín til þessa,“ sagði Osborn einnig í hlaðvarpinu. Þá hefur hann tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Right Place Right Time. pic.twitter.com/Jxcn0qBouC— KJ Osborn (@KJ_Osborn) March 7, 2023 „Aðstæður sem mér hefði aldrei í milljón ár dottið í hug að ég yrði hluti af.“ Ásamt því að spila með Minnesota Vikings í NFL-deildinni þá er hinn 25 ára gamli Osborn í meistaranámi. Er hann að læra sakamálaréttarfar [e. criminal justice]. Þegar skórnir fara á hilluna vonast Osborn til að vinna fyrir Alríkislöregluna [FBI] eða bandarísku leyniþjónustuna [US Secret Service]. NFL Bandaríkin Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
Osborn var í Uber-leigubíl þegar hann sá aðra bifreið klessa á. Osborn og þrjú önnur komu ökumanni bílsins til hjálpar. Drógu þau hann út úr bílnum og í skjól en bíllinn varð strax alelda. „Lögreglan sagði að við hefðum bjargað lífi hans. Hann hefði ekki komist út úr bílnum af sjálfsdáðum,“ sagði Osborn í hlaðvarpsviðtali. Útherjinn sagði jafnframt að ökumaðurinn hefði ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum og að hann ætlaði að heimsækja hann á spítalann. „Ég er bara þakklátur að hafa verið í aðstöðu til að hjálpa honum ásamt hinum þremur hetjunum. Þetta var ein ótrúlegasta lífsreynsla mín til þessa,“ sagði Osborn einnig í hlaðvarpinu. Þá hefur hann tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Right Place Right Time. pic.twitter.com/Jxcn0qBouC— KJ Osborn (@KJ_Osborn) March 7, 2023 „Aðstæður sem mér hefði aldrei í milljón ár dottið í hug að ég yrði hluti af.“ Ásamt því að spila með Minnesota Vikings í NFL-deildinni þá er hinn 25 ára gamli Osborn í meistaranámi. Er hann að læra sakamálaréttarfar [e. criminal justice]. Þegar skórnir fara á hilluna vonast Osborn til að vinna fyrir Alríkislöregluna [FBI] eða bandarísku leyniþjónustuna [US Secret Service].
NFL Bandaríkin Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira