ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2023 11:30 Sigurður Bragason missir af næstu tveimur leikjum ÍBV vegna bannsins. Vísir/Diego Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira