Þorsteinn Gauti spilaði í sigri Finna og Eistar unnu í riðli Íslands Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 18:52 Þorsteinn Gauti leikur með finnska landsliðinu í handknattleik. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði tvö mörk í sigri Finnlands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik á næsta ári. Þá unnu Eistar sigur á Ísrael í riðli Íslands. Þorsteinn Gauti var nokkuð óvænt valinn í finnska landsliðið í handbolta í vetur. Í ljós kom að hann er gjaldgengur hjá Finnum þar sem amma hans var finnsk. Leikurinn gegn Slóvakíu í dag var fyrsti keppnisleikur Þorsteins Gauta með Finnum. Þjóðirnar voru báðar án sigurs fyrir leikinn í dag en auk þeirra eru Serbía og Noregur með þeim í riðli. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik 13-12 fyrir Slóavkíu. Leikurinn var áfram jafn fyrstu mínútur seinni hálfleiks en þá náðu heimamenn í Finnlandi frumkvæðinu og komust í 22-19 um miðjan hálfleikinn. Slóvakía náði aldrei að jafna metin eftir það og Finnar fögnuðu 30-27 sigri og eru þar með komnir með tvö stig í riðlinum. Þorsteinn Gauti lét að sér kveða í sínum fyrsta landsleik fyrir Finna. Hann skoraði tvö mörk úr fjórum skotum en Max Granlund var markahæstur með átta mörk. Norðmenn köstuðu frá sér forystu Í hinum leik riðilsins mættust Serbía og Noregur í Serbíu. Norðmenn byrjuðu betur og náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en að honum loknum leiddu þeir 14-12. Í síðari hálfleik komu heimamenn hins vegar til baka. Þeir komust í 20-19 um miðjan hálfleikinn en það var í fyrsta sinn sem Serbar voru yfir síðan í stöðunni 2-1. Dejan Milosavljev var Norðmönnum erfiður í marki Serba og varði meðal annars þrjú vítaskot. Norðmönnum tókst þó að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Serbía komst í 23-22 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en gestirnir jöfnuðu í tvígang eftir það. Heimamenn áttu hins vegar lokaorðið, Uros Borzas skoraði sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok og Serbar eru því í efsta sæti riðilsins eftir þrjá leiki. Í riðli Íslands mættust Eistland og Ísrael í Eistlandi. Þar höfðu heimamenn betur og náðu þar með í sín fyrstu stig í riðlinum. Hvorugt liðið á raunhæfa möguleika á að komast áfram þar sem Ísland og Tékkland hafa unnið fremur auðvelda sigra gegn þjóðunum hingað til. EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Þorsteinn Gauti var nokkuð óvænt valinn í finnska landsliðið í handbolta í vetur. Í ljós kom að hann er gjaldgengur hjá Finnum þar sem amma hans var finnsk. Leikurinn gegn Slóvakíu í dag var fyrsti keppnisleikur Þorsteins Gauta með Finnum. Þjóðirnar voru báðar án sigurs fyrir leikinn í dag en auk þeirra eru Serbía og Noregur með þeim í riðli. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik 13-12 fyrir Slóavkíu. Leikurinn var áfram jafn fyrstu mínútur seinni hálfleiks en þá náðu heimamenn í Finnlandi frumkvæðinu og komust í 22-19 um miðjan hálfleikinn. Slóvakía náði aldrei að jafna metin eftir það og Finnar fögnuðu 30-27 sigri og eru þar með komnir með tvö stig í riðlinum. Þorsteinn Gauti lét að sér kveða í sínum fyrsta landsleik fyrir Finna. Hann skoraði tvö mörk úr fjórum skotum en Max Granlund var markahæstur með átta mörk. Norðmenn köstuðu frá sér forystu Í hinum leik riðilsins mættust Serbía og Noregur í Serbíu. Norðmenn byrjuðu betur og náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en að honum loknum leiddu þeir 14-12. Í síðari hálfleik komu heimamenn hins vegar til baka. Þeir komust í 20-19 um miðjan hálfleikinn en það var í fyrsta sinn sem Serbar voru yfir síðan í stöðunni 2-1. Dejan Milosavljev var Norðmönnum erfiður í marki Serba og varði meðal annars þrjú vítaskot. Norðmönnum tókst þó að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Serbía komst í 23-22 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en gestirnir jöfnuðu í tvígang eftir það. Heimamenn áttu hins vegar lokaorðið, Uros Borzas skoraði sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok og Serbar eru því í efsta sæti riðilsins eftir þrjá leiki. Í riðli Íslands mættust Eistland og Ísrael í Eistlandi. Þar höfðu heimamenn betur og náðu þar með í sín fyrstu stig í riðlinum. Hvorugt liðið á raunhæfa möguleika á að komast áfram þar sem Ísland og Tékkland hafa unnið fremur auðvelda sigra gegn þjóðunum hingað til.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira