Halldór Eldjárn og GDRN sameina krafta sína Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. mars 2023 11:30 Halldór Eldjárn og GDRN voru að senda frá sér lagið Gleymmérei. Ella Sigga/Gunnlöð Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Gleymmérei, sem tónlistarfólkið Halldór Eldjárn og GDRN voru að gefa út. „Lagið fjallar um það hvernig minningar eiga það til að skjóta upp kollinum þegar maður finnur gamlar myndir eða upptökur. Þetta er fyrsta smáskífa af nýju tónlistinni minni,“ segir Halldór Eldjárn í samtali við blaðamann. Hér má sjá myndbandið: Klippa: Gleymmérei - Halldór Eldjárn & GDRN Tónlistarræturnar „Hugmyndin að laginu sjálfu kom þegar ég var að róta í gömlum upptökum og fann kasettuupptöku úr fyrsta píanótímanum mínum en amma mín kenndi mér á píanó þegar ég var fimm ára. Mér fannst eitthvað sniðugt að reyna að nota þessa upptöku svo ég setti hana inn í tölvuna og breytti henni með því að baka hana og teygja með alls konar hljóð effectum sem varð svo grunnurinn að laginu, en hana má heyra í intro og outro lagsins. Guðrún kom svo og samdi laglínu og texta með mér og söng svo yfir lagið,“ segir Halldór Eldjárn og bætir við: „Við Guðrún vorum búin að prófa að semja tónlist saman og gerðum dálítið af tilraunum og demóum. Næst þegar við hittumst til að gera músík þá leyfði ég Guðrúnu að heyra það sem var komið af laginu og hún fékk strax fullt af hugmyndum svo við ýttum bara á REC og kláruðum lagið sama dag, með bakröddum og öllu tilheyrandi.“ View this post on Instagram A post shared by Halldór Eldjárn (@halldorel) Gamalt lúkk Þau segjast hafa farið alla leið við að gera tónlistarmyndbandið. „Við fengum Ísak Hinriksson vin okkar og leikstjóra til að gera myndbandið, en í því leika Kristján Franklín Magnús, Anna Róshildur Benediktsdóttir Bøving og Nikulás Hansen Daðason. Myndbandið er allt tekið á 8 og 16mm kvikmyndafilmu, til að fá þetta gamla lúkk sem passar svo vel við lagið og efni lagsins.“ Hér má heyra lagið á Spotify. Hér má finna tónlistarmyndbandið á Youtube. Tónlist Tengdar fréttir Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9. febrúar 2023 06:01 Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7. desember 2022 13:02 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Lagið fjallar um það hvernig minningar eiga það til að skjóta upp kollinum þegar maður finnur gamlar myndir eða upptökur. Þetta er fyrsta smáskífa af nýju tónlistinni minni,“ segir Halldór Eldjárn í samtali við blaðamann. Hér má sjá myndbandið: Klippa: Gleymmérei - Halldór Eldjárn & GDRN Tónlistarræturnar „Hugmyndin að laginu sjálfu kom þegar ég var að róta í gömlum upptökum og fann kasettuupptöku úr fyrsta píanótímanum mínum en amma mín kenndi mér á píanó þegar ég var fimm ára. Mér fannst eitthvað sniðugt að reyna að nota þessa upptöku svo ég setti hana inn í tölvuna og breytti henni með því að baka hana og teygja með alls konar hljóð effectum sem varð svo grunnurinn að laginu, en hana má heyra í intro og outro lagsins. Guðrún kom svo og samdi laglínu og texta með mér og söng svo yfir lagið,“ segir Halldór Eldjárn og bætir við: „Við Guðrún vorum búin að prófa að semja tónlist saman og gerðum dálítið af tilraunum og demóum. Næst þegar við hittumst til að gera músík þá leyfði ég Guðrúnu að heyra það sem var komið af laginu og hún fékk strax fullt af hugmyndum svo við ýttum bara á REC og kláruðum lagið sama dag, með bakröddum og öllu tilheyrandi.“ View this post on Instagram A post shared by Halldór Eldjárn (@halldorel) Gamalt lúkk Þau segjast hafa farið alla leið við að gera tónlistarmyndbandið. „Við fengum Ísak Hinriksson vin okkar og leikstjóra til að gera myndbandið, en í því leika Kristján Franklín Magnús, Anna Róshildur Benediktsdóttir Bøving og Nikulás Hansen Daðason. Myndbandið er allt tekið á 8 og 16mm kvikmyndafilmu, til að fá þetta gamla lúkk sem passar svo vel við lagið og efni lagsins.“ Hér má heyra lagið á Spotify. Hér má finna tónlistarmyndbandið á Youtube.
Tónlist Tengdar fréttir Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9. febrúar 2023 06:01 Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7. desember 2022 13:02 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9. febrúar 2023 06:01
Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7. desember 2022 13:02