Fjallið, dýrin og framtíðin Pétur Heimisson skrifar 15. mars 2023 08:01 Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Pétur Heimisson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun