Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir Árni Jóhannsson skrifar 16. mars 2023 22:04 Gat verið stoltur af liðinu sínu í kvöld eftir hetjulega frammistöðu Vísir/Bára Dröfn Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi. Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“ Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Ísak var spurður að því hvernig líðanin væri eftir þennan maraþon leik þrátt fyrir tapið. „Ég er svo vanur þessu maður. Get ekki annað en verið svona súr sætur og er ekkert eðlilega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst þetta ótrúleg frammistaða hjá mínum mönnum miðað við liðin á pappírunum fyrir fram. Þannig að það er ekkert annað hægt en að vera stoltu og bara sorglegt að við náðum ekki að loka þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“ Ísak var þá spurður að því hvað hafði vantað upp á í lokin en eins og áður segir þurfti 50 mínútur til að finna sigurvegara. „Það vantaði bara auka lappir. Menn voru alveg búnir á því í lokin. Megin þunginn spilast á sex leikmönnum og einn af þeim er 2005 módel. Þetta var bara erfitt fyrir þá sem tóku þátt þó þeir geti gengið stoltir frá borði. Það er kannski skrýtið að segja það verandi í blússandi fallbaráttu en ég sagði eftir leikinn við Þór að það hafi verið besta frammistaðan í vetur. Svo áttum við skíta frammistöðu á móti KR og svo hendum við í nýja bestu frammistöðu tímabilsins. Þannig að ef menn geta fundið þennan innri styrk í síðustu tvo leikina, spilað svona, þá eigum við möguleikann.“ Höttur tapaði fyrr í kvöld fyrir austan sem gerir það að verkum að ÍR á enn séns á að bjarga sér frá falli en sú von er veik. Hvað eru ÍR-ingar að fara að hugsa um á komandi dögum? „Mér er drullusama hvað Höttur gerir. Ég bara mæti og spila leikina og við ætlum að vinna báða. Mætum bara með það hugarfar í leikina og það sem gerist gerist. Það eina sem við getum stjórnað er hvort við eða Keflavík vinnum eða að við eða Höttur vinnum í síðasta leiknum. Þannig að við bara stjórnum því sem við getum stjórnað.“
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. 16. mars 2023 22:43