Yfirmaður hjá Open AI hreifst af íslensku sendinefndinni og elskar Ísland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2023 22:08 Íslandsheimsókn Önnu Makanju yfirmanns opinberrar stefnumótunar hjá Open AI var ekki sú fyrsta. Hún heillaðist af landi og þjóð þegar hún sótti tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Vísir/Egill Yfirmönnum hjá bandaríska gervigreindarfyrirtækinu Open AI þóttu mikið til vinnu Íslendinga í máltækni koma og þess vegna veðjaði fyrirtækið á íslenskuna. Ferð íslenskrar sendinefndar, með forseta Íslands í broddi fylkingar, í höfuðstöðvar Open AI fyrir tæpu ári reyndist örlagarík og skilaði því að besta gervigreindarlíkanið sem völ er á, og opin er almenningi, talar íslensku. Hátt settir stjórnendur hjá Open AI sóttu kynningarfund mennta-og viðskiptaráðuneytisins um gervigreind og máltækni í Grósku í dag. „Blessunarlega fórum við ekki með betlistaf og ekki heldur með grátstaf í kverkunum. Við fórum til fulltrúa stórfyrirtækja og sögðum: Við viljum leggja fram hér það sem við höfum; gagnagrunn, orðabanka, þekkingu og ætlum að vinna með ykkur,“ lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands um heimsóknina til Bandaríkjanna. Vissu strax að samstarfið hefði mikla þýðingu En hvers vegna skyldi eitt fremsta gervigreindarfyrirtæki heims veðja á íslenskuna? Við beindum þessari spurningu til Önnu Makanju, yfirmanni opinberrar stefnumótunar hjá Open AI og það stóð ekki á svörum. „Við vorum hrifin af þeirri vinnu sem Íslendingarnir höfðu þegar unnið. Það er köllun Open AI að öflug gervigreind gagnist öllum en það gerist ekki ef hún talar ekki tungumál allra. Við vissum að þetta væri mikilvæg vinna og að við hefðum samstarfsaðila á hinum endanum sem við gætum unnið með og náð framförum með,“ sagði Makanju. Hún bætti síðan við brosandi: „Auk þess elskum við Ísland. Ég hrífst af menningunni hérna og hef komið á Iceland Airwaves. Þetta reyndist vera fullkomin samvinna fyrir okkur.“ Fleiri þjóðir munu feta í fótspor Íslands Íslenska samvinnuverkefnið verður nú í kjölfarið notað sem fyrirmynd gagnvart öðrum þjóðum sem vilja feta sömu slóð og varðveita tungu sína í nýjum stafrænum heimi. „Markmiðið, bæði hjá íslenskum samstarfsmönnum okkar og hjá okkur, var að tryggja að við hefðum tæki sem aðrir, sem vilja varðveita tungu sína, gætu notað. Núna eru hérna maórískir samstarfsmenn okkar frá Nýja-Sjálandi sem vilja sjá hvað Íslendingar gerðu með gervigreindarlíkanið okkar.“ Uppskeruhátíð máltæknifólks Það mátti sjá á þeim Eiríki Rögnvaldssyni og Jóhönnu Vigdísi að þau væru bæði ánægð og stolt af árangrinum sem náðst hefur í íslenskri máltækni. Vísir/Egill Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort líkja mætti deginum í dag við uppskeruhátíð en hann sagði þennan áfanga vera afrakstur hátt í 25 ára þrotlausrar vinnu fjölmargra. „Þetta er náttúrulega alveg stórkostlegur áfangi sem við höfum verið að ná núna,“ sagði Eiríkur. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, tók undir með Eiríki. „Það að íslenska sé hluti af þessu gerivgreindarmállíkani er byltingin. Það er þessum stóra hópi að þakka, sem Eiríkur meðal annars tilheyrir, og sumir eru búnir að vinna að þessu í 25 ár og svo er 60 manna hópur, svona um það bil, sem hefur unnið hörðum höndum að því, undanfarin fjögur ár, að smíða alla þessa innviði sem er grunnurinn að því að hægt sé að setja íslensku inn í þetta GPT-4 módel,“ sagði Jóhanna Vigdís. Gervigreind Íslensk tunga Háskólar Stafræn þróun Tækni Tengdar fréttir Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Ferð íslenskrar sendinefndar, með forseta Íslands í broddi fylkingar, í höfuðstöðvar Open AI fyrir tæpu ári reyndist örlagarík og skilaði því að besta gervigreindarlíkanið sem völ er á, og opin er almenningi, talar íslensku. Hátt settir stjórnendur hjá Open AI sóttu kynningarfund mennta-og viðskiptaráðuneytisins um gervigreind og máltækni í Grósku í dag. „Blessunarlega fórum við ekki með betlistaf og ekki heldur með grátstaf í kverkunum. Við fórum til fulltrúa stórfyrirtækja og sögðum: Við viljum leggja fram hér það sem við höfum; gagnagrunn, orðabanka, þekkingu og ætlum að vinna með ykkur,“ lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands um heimsóknina til Bandaríkjanna. Vissu strax að samstarfið hefði mikla þýðingu En hvers vegna skyldi eitt fremsta gervigreindarfyrirtæki heims veðja á íslenskuna? Við beindum þessari spurningu til Önnu Makanju, yfirmanni opinberrar stefnumótunar hjá Open AI og það stóð ekki á svörum. „Við vorum hrifin af þeirri vinnu sem Íslendingarnir höfðu þegar unnið. Það er köllun Open AI að öflug gervigreind gagnist öllum en það gerist ekki ef hún talar ekki tungumál allra. Við vissum að þetta væri mikilvæg vinna og að við hefðum samstarfsaðila á hinum endanum sem við gætum unnið með og náð framförum með,“ sagði Makanju. Hún bætti síðan við brosandi: „Auk þess elskum við Ísland. Ég hrífst af menningunni hérna og hef komið á Iceland Airwaves. Þetta reyndist vera fullkomin samvinna fyrir okkur.“ Fleiri þjóðir munu feta í fótspor Íslands Íslenska samvinnuverkefnið verður nú í kjölfarið notað sem fyrirmynd gagnvart öðrum þjóðum sem vilja feta sömu slóð og varðveita tungu sína í nýjum stafrænum heimi. „Markmiðið, bæði hjá íslenskum samstarfsmönnum okkar og hjá okkur, var að tryggja að við hefðum tæki sem aðrir, sem vilja varðveita tungu sína, gætu notað. Núna eru hérna maórískir samstarfsmenn okkar frá Nýja-Sjálandi sem vilja sjá hvað Íslendingar gerðu með gervigreindarlíkanið okkar.“ Uppskeruhátíð máltæknifólks Það mátti sjá á þeim Eiríki Rögnvaldssyni og Jóhönnu Vigdísi að þau væru bæði ánægð og stolt af árangrinum sem náðst hefur í íslenskri máltækni. Vísir/Egill Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort líkja mætti deginum í dag við uppskeruhátíð en hann sagði þennan áfanga vera afrakstur hátt í 25 ára þrotlausrar vinnu fjölmargra. „Þetta er náttúrulega alveg stórkostlegur áfangi sem við höfum verið að ná núna,“ sagði Eiríkur. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, tók undir með Eiríki. „Það að íslenska sé hluti af þessu gerivgreindarmállíkani er byltingin. Það er þessum stóra hópi að þakka, sem Eiríkur meðal annars tilheyrir, og sumir eru búnir að vinna að þessu í 25 ár og svo er 60 manna hópur, svona um það bil, sem hefur unnið hörðum höndum að því, undanfarin fjögur ár, að smíða alla þessa innviði sem er grunnurinn að því að hægt sé að setja íslensku inn í þetta GPT-4 módel,“ sagði Jóhanna Vigdís.
Gervigreind Íslensk tunga Háskólar Stafræn þróun Tækni Tengdar fréttir Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59
Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41