Thelma Dís keppir í þriggja stiga keppninni á Final Four í Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2023 08:31 Thelma Dís Ágústsdóttir hefur spilað með körfuboltaliði Ball State skólans undanfarin fimm ár. @ballstatewbb Ísland mun eiga flottan fulltrúa á stærstu hátíð bandaríska háskólakörfuboltans en Final Four fer fram í loka þessa mánaðar í Dallas í Texas fylki. Íslenska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir átti viðburðaríka viku sem jafnframt var hennar síðasta sem leikmaður körfuboltaliðs Ball State. Thelma Dís bætti þriggja stiga met skólans, lék sinn síðasta leik með liðinu og fékk síðan boð um að taka þátt í þriggja stiga skotkeppnini á úrslitakeppni háskólaboltans. Skoraði 107 þriggja stiga körfur í vetur Thelma Dís verður ein af átta leikmönnum úr háskólaboltanum en þar fá aðeins bestu skytturnar að keppa. Thelma skoraði 107 þriggja stiga körfur í aðeins 35 leikjum með Ball State liðinu á tímabilnu og hitti úr 42 prósent skotanna sem er flott nýting. Hún skoraði einu sinni níu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum. En hvernig er fyrir hana að fara að keppa í þriggja stiga keppni á Final Four? „Ég er bara mjög spennt! Þetta er náttúrulega mjög mikil viðurkenning og alls ekki margir sem fá að taka þátt. Ég sjálf vissi ekki og veit í rauninni ennþá ekkert alltof mikið um þetta þannig að ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu stórt þetta er,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir. Thelma Dís Ágústsdóttir er frábær skotmaður og er alltaf að verða betri og betri þriggja stiga skytta.Getty/Joseph Weiser Þjálfarinn tilkynnti þetta í flugvélinni Það kom henni á óvart að fá þetta boð en þjálfarinn hennar fékk tölvupóst um að henni væri boðið. „Við vorum inni í flugvél, alveg að fara í loftið, á leiðinni heim þegar hann tilkynnti mér og öllu liðinu sem var mjög skemmtilegt augnablik. Keppnin er á fimmtudaginn í næstu viku [30. mars] þannig að planið er bara að skjóta mikið þangað til. Maður hefur séð svona keppnir í sjónvarpinu áður, í NBA deildinni til dæmi en ég hafði ekki hugmynd um hvað það er mikið varðandi tækni og annað sem maður þarf að hugsa út í,“ segir Thelma Dís. Genalottóið svokallaða kemur mjög oft upp Móðir Thelmu Dísar er Björg Hafsteinsdóttir sem átti lengi bæði metið yfir flestar þriggja stiga körfur í íslenska landsliðinu sem og í efstu deild á Íslandi. Gretty/Scott W. Grau „Genalottóið svokallaða kemur mjög oft upp þegar ég tala við mömmu um körfuna þannig að já ég mundi segja að hún eigi eitthvað í þessu líka,“ segir Thelma Dís. Það eru náttúrulega stór tímamót hjá henni því hún var að klára háskólaferil sinn. Hvernig var að klára síðasta leikinn með Ball State? „Það var mjög skrýtin tilfinning. Eftir að hafa verið hérna í fimm ár finnst manni eins og þetta eigi ekkert að enda. Það var erfitt að fara úr búningnum í síðasta skipti og við Anna vinkona mín, sem var líka að spila síðasta leikinn sinn, sátum einmitt lengi inni í klefa áður en við gátum loksins farið úr honum,“ segir Thelma Dís. Besta og skemmtilegasta lið sem hún hefur verið hluti af En er hún ánægð með lokatímabilið? „Já og nei. Markmiðið okkar alveg frá því í mars í fyrra var að vinna MAC titilinn og það var mjög svekkjandi að ná því ekki. Á sama tíma er þetta örugglega besta og skemmtilegasta lið sem ég hef nokkurn tímann verið hluti af. Við jöfnuðum skólametið yfir flesta sigurleiki á einu tímabili (26), ég persónulega komst á toppinn á nokkrum tölfræðilistum skólans og við spiluðum ótrúlega skemmtilegan körfubolta,“ segir Thelma Dís. Thelma var með 12,6 stig að meðaltali í leik, tók 3,7 fráköst og gaf 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Stærsta afrekið var þó eflaust að slá metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu skólans. Hún bætti þar met eins þjálfara síns. Fór upp fyrir tvo af þjálfurum sínum „Það er mjög skemmtilegt og mikill heiður. Ég vissi ekki að ég ætti möguleika á að ná því fyrr en um svona mitt tímabilið og þá átti ég ennþá alveg þó nokkuð í land. En það var mjög skemmtilegt þegar ég loksins skoraði síðustu sem ég þurfti til að komast á toppinn á listanum, sérstaklega þar sem ég fór upp fyrir tvo aðstoðarþjálfarana mína sem eru einmitt á fullu að hjálpa mér að undirbúa mig fyrir þriggja stiga keppnina,“ segir Thelma Dís. Thelma Dís varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík áður en hún fór út í nám. Hún hefur verið í Ball State frá haustinu 2018 og hefur spilað 155 leiki með skólanum. Áður en hún fór út spilaði hún 133 leiki með Keflavík í efstu deild og 24 leiki í úrslitakeppni. Það er ekki af ástæðulausu að Thelma Dís Ágústsdóttir er kölluð þriggja stiga drottningin í Ball State skólanum.@ballstatewbb Skrýtið að hugsa til þess að þetta sé að verða búið Hvernig var þessi tími í Ball State? „Alveg ótrúlegur. Það er erfitt að lýsa því hvað ég er búin að þroskast mikið síðan ég kom hingað út og margir sem ég þekki heima sem segja að ég sé eins og ný manneskja. Ég er búin að kynnast svo mikið af nýju fólki, fá að ferðast á staði sem ég hélt að ég mundi aldrei sjá og búin að bæta mig helling í körfunni. Það er ótrúlega skrýtið að hugsa til þess að þetta sé að verða búið og að ég sé ekki að koma aftur hingað í ágúst en ég finn líka að það er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ segir Thelma Dís. Hún veit ekki enn hvað tekur við á körfuboltaferlinum. „Það er í rauninni alveg óljóst ennþá. Ég er með opið á allt, hvort sem það verður að koma heim og spila í Subway deildinni eða fara eitthvað út í heim að spila. Það kemur held ég bara í ljós seinna í sumar,“ segir Thelma Dís. Fyrst á dagskrá er að standa sig í þriggja stiga keppninni og halda nafni Íslands á lofti á Final Four. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Íslenska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir átti viðburðaríka viku sem jafnframt var hennar síðasta sem leikmaður körfuboltaliðs Ball State. Thelma Dís bætti þriggja stiga met skólans, lék sinn síðasta leik með liðinu og fékk síðan boð um að taka þátt í þriggja stiga skotkeppnini á úrslitakeppni háskólaboltans. Skoraði 107 þriggja stiga körfur í vetur Thelma Dís verður ein af átta leikmönnum úr háskólaboltanum en þar fá aðeins bestu skytturnar að keppa. Thelma skoraði 107 þriggja stiga körfur í aðeins 35 leikjum með Ball State liðinu á tímabilnu og hitti úr 42 prósent skotanna sem er flott nýting. Hún skoraði einu sinni níu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum. En hvernig er fyrir hana að fara að keppa í þriggja stiga keppni á Final Four? „Ég er bara mjög spennt! Þetta er náttúrulega mjög mikil viðurkenning og alls ekki margir sem fá að taka þátt. Ég sjálf vissi ekki og veit í rauninni ennþá ekkert alltof mikið um þetta þannig að ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu stórt þetta er,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir. Thelma Dís Ágústsdóttir er frábær skotmaður og er alltaf að verða betri og betri þriggja stiga skytta.Getty/Joseph Weiser Þjálfarinn tilkynnti þetta í flugvélinni Það kom henni á óvart að fá þetta boð en þjálfarinn hennar fékk tölvupóst um að henni væri boðið. „Við vorum inni í flugvél, alveg að fara í loftið, á leiðinni heim þegar hann tilkynnti mér og öllu liðinu sem var mjög skemmtilegt augnablik. Keppnin er á fimmtudaginn í næstu viku [30. mars] þannig að planið er bara að skjóta mikið þangað til. Maður hefur séð svona keppnir í sjónvarpinu áður, í NBA deildinni til dæmi en ég hafði ekki hugmynd um hvað það er mikið varðandi tækni og annað sem maður þarf að hugsa út í,“ segir Thelma Dís. Genalottóið svokallaða kemur mjög oft upp Móðir Thelmu Dísar er Björg Hafsteinsdóttir sem átti lengi bæði metið yfir flestar þriggja stiga körfur í íslenska landsliðinu sem og í efstu deild á Íslandi. Gretty/Scott W. Grau „Genalottóið svokallaða kemur mjög oft upp þegar ég tala við mömmu um körfuna þannig að já ég mundi segja að hún eigi eitthvað í þessu líka,“ segir Thelma Dís. Það eru náttúrulega stór tímamót hjá henni því hún var að klára háskólaferil sinn. Hvernig var að klára síðasta leikinn með Ball State? „Það var mjög skrýtin tilfinning. Eftir að hafa verið hérna í fimm ár finnst manni eins og þetta eigi ekkert að enda. Það var erfitt að fara úr búningnum í síðasta skipti og við Anna vinkona mín, sem var líka að spila síðasta leikinn sinn, sátum einmitt lengi inni í klefa áður en við gátum loksins farið úr honum,“ segir Thelma Dís. Besta og skemmtilegasta lið sem hún hefur verið hluti af En er hún ánægð með lokatímabilið? „Já og nei. Markmiðið okkar alveg frá því í mars í fyrra var að vinna MAC titilinn og það var mjög svekkjandi að ná því ekki. Á sama tíma er þetta örugglega besta og skemmtilegasta lið sem ég hef nokkurn tímann verið hluti af. Við jöfnuðum skólametið yfir flesta sigurleiki á einu tímabili (26), ég persónulega komst á toppinn á nokkrum tölfræðilistum skólans og við spiluðum ótrúlega skemmtilegan körfubolta,“ segir Thelma Dís. Thelma var með 12,6 stig að meðaltali í leik, tók 3,7 fráköst og gaf 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Stærsta afrekið var þó eflaust að slá metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu skólans. Hún bætti þar met eins þjálfara síns. Fór upp fyrir tvo af þjálfurum sínum „Það er mjög skemmtilegt og mikill heiður. Ég vissi ekki að ég ætti möguleika á að ná því fyrr en um svona mitt tímabilið og þá átti ég ennþá alveg þó nokkuð í land. En það var mjög skemmtilegt þegar ég loksins skoraði síðustu sem ég þurfti til að komast á toppinn á listanum, sérstaklega þar sem ég fór upp fyrir tvo aðstoðarþjálfarana mína sem eru einmitt á fullu að hjálpa mér að undirbúa mig fyrir þriggja stiga keppnina,“ segir Thelma Dís. Thelma Dís varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík áður en hún fór út í nám. Hún hefur verið í Ball State frá haustinu 2018 og hefur spilað 155 leiki með skólanum. Áður en hún fór út spilaði hún 133 leiki með Keflavík í efstu deild og 24 leiki í úrslitakeppni. Það er ekki af ástæðulausu að Thelma Dís Ágústsdóttir er kölluð þriggja stiga drottningin í Ball State skólanum.@ballstatewbb Skrýtið að hugsa til þess að þetta sé að verða búið Hvernig var þessi tími í Ball State? „Alveg ótrúlegur. Það er erfitt að lýsa því hvað ég er búin að þroskast mikið síðan ég kom hingað út og margir sem ég þekki heima sem segja að ég sé eins og ný manneskja. Ég er búin að kynnast svo mikið af nýju fólki, fá að ferðast á staði sem ég hélt að ég mundi aldrei sjá og búin að bæta mig helling í körfunni. Það er ótrúlega skrýtið að hugsa til þess að þetta sé að verða búið og að ég sé ekki að koma aftur hingað í ágúst en ég finn líka að það er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ segir Thelma Dís. Hún veit ekki enn hvað tekur við á körfuboltaferlinum. „Það er í rauninni alveg óljóst ennþá. Ég er með opið á allt, hvort sem það verður að koma heim og spila í Subway deildinni eða fara eitthvað út í heim að spila. Það kemur held ég bara í ljós seinna í sumar,“ segir Thelma Dís. Fyrst á dagskrá er að standa sig í þriggja stiga keppninni og halda nafni Íslands á lofti á Final Four.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira