Bosníumenn sluppu við áhorfendabann Valur Páll Eiríksson skrifar 23. mars 2023 15:02 Bilino Polje-völlurinn í Zenica sem Ísland leikur á í kvöld. Vísir/Valur Páll Um níu þúsund miðar hafa selst á leik Bosníu og Ísland sem fram fer í Zenica í Bosníu í kvöld. Bosníumenn virðast hafa sloppið við áhorfendabann sem greint var frá fyrr í mánuðinum. Leikið verður á Bilino Polje-vellinum í borginni í stað þess að liðið spili á stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Það á til að myndast afar góð stemning á þessum velli en áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á leikinn. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að aðeins um 3.500 áhorfendum yrði heimilt að mæta leikinn. UEFA hafi úrskurðað um að hluta stúkunnar yrði lokað þar sem stuðningsmenn Bosníu létu illa í leik liðsins við Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust. Þeir hentu þar drasli inn á völlinn, kveiktu á flugeldum, hlupu inn á völlinn auk þess sem óeirðir urðu í stúkunni. Dómurinn var hins vegar aðeins skilorðsbundinn og gilda engar takmarkanir um fjölda í kvöld. Níu þúsund miðar af selst, líkt og áður segir, en völlurinn tekur um 15 þúsund manns í sæti. Ljóst er að afar fáir, ef einhverjir, íslenskir stuðningsmenn verða í stúkunni og má gera ráð fyrir öllum þeim áhorfendum sem komast að á bandi heimamanna. Landsliðsmönnum Íslands hefur þó verið tíðrætt um það í gegnum tíðina að þeir þrífist vel í góðri stemningu sem fer gegn þeim. Sagan segir að stuðningsmenn Bosníu geti hæglega snúist gegn liðinu ef illa gengur – líkt og sjá má á dæminu frá Rúmeníu-leiknum sem leiddi til bannsins. Von stendur því auðvitað til að slíkt gangi eftir og að íslenska liðið nái að þagga niður í þeim níu þúsund áhorfendum sem koma saman á Bilino Polje-vellinum í kvöld. Leikur Íslands og Bosníu hefst klukkan 19:45 og verður lýst beint á Vísi. Allt saman verður það svo gert vel upp eftir leik. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Leikið verður á Bilino Polje-vellinum í borginni í stað þess að liðið spili á stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Það á til að myndast afar góð stemning á þessum velli en áhugavert verður að sjá hvaða áhrif það hefur á leikinn. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að aðeins um 3.500 áhorfendum yrði heimilt að mæta leikinn. UEFA hafi úrskurðað um að hluta stúkunnar yrði lokað þar sem stuðningsmenn Bosníu létu illa í leik liðsins við Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust. Þeir hentu þar drasli inn á völlinn, kveiktu á flugeldum, hlupu inn á völlinn auk þess sem óeirðir urðu í stúkunni. Dómurinn var hins vegar aðeins skilorðsbundinn og gilda engar takmarkanir um fjölda í kvöld. Níu þúsund miðar af selst, líkt og áður segir, en völlurinn tekur um 15 þúsund manns í sæti. Ljóst er að afar fáir, ef einhverjir, íslenskir stuðningsmenn verða í stúkunni og má gera ráð fyrir öllum þeim áhorfendum sem komast að á bandi heimamanna. Landsliðsmönnum Íslands hefur þó verið tíðrætt um það í gegnum tíðina að þeir þrífist vel í góðri stemningu sem fer gegn þeim. Sagan segir að stuðningsmenn Bosníu geti hæglega snúist gegn liðinu ef illa gengur – líkt og sjá má á dæminu frá Rúmeníu-leiknum sem leiddi til bannsins. Von stendur því auðvitað til að slíkt gangi eftir og að íslenska liðið nái að þagga niður í þeim níu þúsund áhorfendum sem koma saman á Bilino Polje-vellinum í kvöld. Leikur Íslands og Bosníu hefst klukkan 19:45 og verður lýst beint á Vísi. Allt saman verður það svo gert vel upp eftir leik.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira