„Verðum að læra af þessu og skoða hvaða mistök við gerðum“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. mars 2023 22:47 Jóhann Berg Guðmundsson í leik kvöldsins gegn Bosníu Vísir/Getty Ísland tapaði 3-0 gegn Bosníu í fyrsta leik í undankeppni EM 2024. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Íslands, var svekktur með úrslitin og sagði að liðið þurfti að gleyma þessum leik. „Þetta var svekkjandi tap. Við vildum ekki byrja svona og þetta var slæmt tap. Við verðum að læra af þessu og skoða hvaða mistök við gerðum. Við héldum að við myndum geta strítt þeim meira en við gerðum,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Jóhann Berg var svekktur með mörkin sem Ísland fékk á sig og sagði að framherjar Bosníu reyndust þeim erfiðir. „Mér fannst við aðeins of opnir og við vorum ekki eins þéttir og við vildum vera. Þeir voru með tvo sterka framherja sem gerði okkur erfitt fyrir.“ „Í dag var gæðamunur á liðunum. Við þurfum að læra af þessum leik og spila töluvert betur gegn þeim. Við eigum heimaleikinn gegn Bosníu eftir og þá munum við gera töluvert betur heldur en í kvöld.“ Ísland var meira með boltanum í kvöld heldur en Bosnía. Jóhann Berg hefði hins vegar viljað fá fleiri færi. „Við vorum mikið með boltann en mögulega gerðum við ekki nógu mikið með hann. Þeir nýttu sér það þegar við misstum boltann frá okkur og gerðu það hrikalega vel.“ Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein og Jóhann Berg vill að liðið gleymi þessum leik gegn Bosníu sem allra fyrst. „Við verðum að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er. Það er stutt í næsta leik og við verðum að hætta að hugsa um þennan leik og fara að einbeita okkur að næsta leik gegn Liechtenstein,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
„Þetta var svekkjandi tap. Við vildum ekki byrja svona og þetta var slæmt tap. Við verðum að læra af þessu og skoða hvaða mistök við gerðum. Við héldum að við myndum geta strítt þeim meira en við gerðum,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Jóhann Berg var svekktur með mörkin sem Ísland fékk á sig og sagði að framherjar Bosníu reyndust þeim erfiðir. „Mér fannst við aðeins of opnir og við vorum ekki eins þéttir og við vildum vera. Þeir voru með tvo sterka framherja sem gerði okkur erfitt fyrir.“ „Í dag var gæðamunur á liðunum. Við þurfum að læra af þessum leik og spila töluvert betur gegn þeim. Við eigum heimaleikinn gegn Bosníu eftir og þá munum við gera töluvert betur heldur en í kvöld.“ Ísland var meira með boltanum í kvöld heldur en Bosnía. Jóhann Berg hefði hins vegar viljað fá fleiri færi. „Við vorum mikið með boltann en mögulega gerðum við ekki nógu mikið með hann. Þeir nýttu sér það þegar við misstum boltann frá okkur og gerðu það hrikalega vel.“ Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein og Jóhann Berg vill að liðið gleymi þessum leik gegn Bosníu sem allra fyrst. „Við verðum að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er. Það er stutt í næsta leik og við verðum að hætta að hugsa um þennan leik og fara að einbeita okkur að næsta leik gegn Liechtenstein,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira