Denver Nuggets vann Milwaukee Bucks í toppslag NBA-deildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2023 09:31 Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo berjast um boltann í nótt. Vísir/Getty Nikola Jokic skoraði 31 stig fyrir Denver sem vann Milwaukee Bucks í toppslag í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns batt enda á þriggja leikja taphrinu. Denver Nuggets og Milwaukee Bucks mættust í toppslag NBA-deildarinnar í nótt en liðin eru í efstu sætum Austur- og Vesturdeildarinnar. Í liðunum eru tvær af skærustu stjörnum deildarinnar, Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo og þeir fóru fyrir sínum liðum í leiknum. JEFF GREEN POSTER OH MY GOODNESS.Watch live on NBA TV : https://t.co/WjxYAo0Ivs pic.twitter.com/JR7cAvF7gz— NBA (@NBA) March 26, 2023 Jokic og Antetokounmpo skoruðu báðir 31 stig í nokkuð örggum sigri Nuggets á heimavelli sínum, lokatölur 129-106. Denver leiddi með ellefu stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta misstu leikmenn Bucks kúlið. Bobby Porter jr. fékk dæmda á sig villu fyrir brot á Jokic og tæknivillu strax í kjölfarið. Skömmu síðar fékk Brook Lopes tæknivillu á bekknum og Giannis síðan þriðju tæknivillu Bucks í leikhlutanum stuttu seinna. Nuggets vann leikhlutann 34-19 og var með leikinn í hendi sér eftir það. Jeff Green, leikmaður Nuggets, átti svakalega troðslu í leiknum þar sem hann tróð yfir Giannis Antetokounmpo, eitthvað sem er ekki allra færi. Giannis og Jokic skoruðu eins og áður segir 31 stig hvor í leiknum og Jamal Murray bætti 26 stigum við fyrir Nuggets. 17 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/ST3QeOa175— NBA (@NBA) March 26, 2023 Phoenix batt enda á þriggja leikja taphrinu með 125-105 heimasigri á Philadelphia 76´ers. Devin Booker fór fyrir liði Suns og skoraði 29 stig en Tyrese Maxey átti stórleik fyrir lið 76´ers og skoraði 37 stig. Joel Embiid var með 28 stig og 10 fráköst fyrir gestina. Önnur úrslit í nótt: Atlanta Hawks - Indiana Pacers 143-130Miami Heat - Brooklyn Nets 100-129Sacramento Kings - Utah Jazz 121-113Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 110-131 NBA Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Denver Nuggets og Milwaukee Bucks mættust í toppslag NBA-deildarinnar í nótt en liðin eru í efstu sætum Austur- og Vesturdeildarinnar. Í liðunum eru tvær af skærustu stjörnum deildarinnar, Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo og þeir fóru fyrir sínum liðum í leiknum. JEFF GREEN POSTER OH MY GOODNESS.Watch live on NBA TV : https://t.co/WjxYAo0Ivs pic.twitter.com/JR7cAvF7gz— NBA (@NBA) March 26, 2023 Jokic og Antetokounmpo skoruðu báðir 31 stig í nokkuð örggum sigri Nuggets á heimavelli sínum, lokatölur 129-106. Denver leiddi með ellefu stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta misstu leikmenn Bucks kúlið. Bobby Porter jr. fékk dæmda á sig villu fyrir brot á Jokic og tæknivillu strax í kjölfarið. Skömmu síðar fékk Brook Lopes tæknivillu á bekknum og Giannis síðan þriðju tæknivillu Bucks í leikhlutanum stuttu seinna. Nuggets vann leikhlutann 34-19 og var með leikinn í hendi sér eftir það. Jeff Green, leikmaður Nuggets, átti svakalega troðslu í leiknum þar sem hann tróð yfir Giannis Antetokounmpo, eitthvað sem er ekki allra færi. Giannis og Jokic skoruðu eins og áður segir 31 stig hvor í leiknum og Jamal Murray bætti 26 stigum við fyrir Nuggets. 17 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/ST3QeOa175— NBA (@NBA) March 26, 2023 Phoenix batt enda á þriggja leikja taphrinu með 125-105 heimasigri á Philadelphia 76´ers. Devin Booker fór fyrir liði Suns og skoraði 29 stig en Tyrese Maxey átti stórleik fyrir lið 76´ers og skoraði 37 stig. Joel Embiid var með 28 stig og 10 fráköst fyrir gestina. Önnur úrslit í nótt: Atlanta Hawks - Indiana Pacers 143-130Miami Heat - Brooklyn Nets 100-129Sacramento Kings - Utah Jazz 121-113Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 110-131
NBA Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira