Starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og nú hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. mars 2023 07:01 Ólafía Kolbrún Gestsdóttir býr núna í Genf þar sem hún er að elta drauminn sinn. Í fyrra útskrifaðist hún með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum úr afar virtum skóla þar, starfaði eftir það um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og er nú starfsnemi hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO í Genf. Hún segir lykilatriði að hafa trú á sjálfum sér og vera maður sjálfur. „Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen. Ólafía er starfsnemi hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, World Trade Organization (WTO). „Við sjáum reyndar fyrir okkur að koma heim til Íslands þegar að því kemur að fara að stofna fjölskyldu og svona. En næstu árin verður fókusinn á starfsframann og ég tel það dýrmæta reynslu að starfa þá erlendis og helst hjá alþjóðlegum stofnunum eins og WTO,“ segir Ólafía. Frá Íslandi og út í heim Ólafía er fædd 19.desember árið 1995 í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi, gekk þar í Digranesskóla, síðar Vatnsendaskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund. „Mig dreymdi alltaf um að fara til Ítalíu því mér fannst svo fallegt þar, landslagið og allt sem ég sá í sjónvarpinu. Eftir stúdent fór ég í viðskiptafræði og vissi að í því gæti ég sótt um að fara í skiptinám til Ítalíu. Sem ég gerði og fór til Mílanó eina önn sem mér fannst yndislegt.“ Þegar Ólafía vann að BSc ritgerðinni sinni breyttust hins vegar nokkrar áherslur. „BSc. ritgerðin mín fjallaði um áhrif fríverslunarsamninga á íslenskt efnahagslíf, EFTA, EES samninginn og fleiri og áhrif þeirra á bættan efnahag segir Ólafía og bætir við: „Mér fannst þessi ritgerð eiginlega verða þess valdandi að ég fór að hafa meiri áhuga á að starfa við það beint en sá ekki fyrir mér að áframhaldandi nám í viðskiptafræði myndi styðja best við það. Hins vegar hafði ég trú á að nám í alþjóðlegum samskiptum myndi gera það og þess vegna valdi ég það sem meistaranám.“ Úr varð að Ólafía og sambýlismaðurinn héldu til Genf í Sviss árið 2020 og þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fyrra frá Geneva Graduate Institute. Sem Ólafía segir afar virtan skóla. „Ég veit að WTO horfir sérstaklega til nemenda sem koma úr þeim skóla og eru að sækja um að verða starfsnemar en fyrst og fremst nýtti ég mér þá þekkingu sem ég hafði fengið úr skólanum þegar ég sótti um. “ Ólafía hefur ferðast víða og meðal annars starfað sem sjálfboðaliði á Balí að kenna börnum ensku. Hún segir miklu skipta að sýna á ferilskrá hvaða reynslu og færni maður hefur þegar sótt er um hjá alþjóðastofnunum því samkeppnin er mikil. Til að mynda lagði hún áherslu á að taka virkan þátt í félagsstarfinu í skólanum þegar hún var í meistaranáminu í Genf. Margt sem skiptir máli á ferilskrá En áður en lengra er haldið með starfsframann er vert að geta þess að strax eftir skiptinámið ferðaðist Ólafía mun víðar en til Ítalíu. Til dæmis fór hún til Balí sem sjálfboðaliði og kenndi þar börnum ensku. Þá var hún mjög virk í félagsstarfi í skólanum í Genf. Tók þátt í stúdentafélaginu og fleira. „Allt þetta skiptir máli þegar þú ert að sækja um stöðu eins og starfsnemastöðuna sem ég er nú í. Því þeir horfa til svo margra þátta og þá skiptir máli að sýna að þú hafir tekið þátt í ýmsu eins og félagsstarfi, verið sjálfboðaliði og svo framvegis.“ Eftir útskriftina úr meistaranáminu starfaði Ólafía um tíma fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York. „Þar var ég svo heppin að meira að segja í eitt skipti notaði hagfræðingurinn Mahmoud Mohieldin punktana sem ég skrifaði fyrir hann sem minnisblað í ræðu. Mér fannst ótrúlega gaman að hlusta á það og viðurkenni alveg að ég er mjög stolt af því,“ segir Ólafía og brosir. Ólafía segir að umsóknarferillinn á bakvið starfsnemastarf hjá Sameinuðu þjóðunum hafi tekið nokkurn tíma sem skiptist í nokkur mismunandi þrep. Fyrst byrjaði maður á því að taka próf sem tók þrjár klukkustundir. Ef maður stóðst það, komst maður áfram í viðtal sem var þó eins og munnlegt próf því þar þurfti maður að svara ákveðnum spurningum með ákveðinni aðferðarfræði. Til dæmis hvað maður hefur gert og hvað maður hefur lært af reynslu sinni og mistökum. Ég undirbjó mig rosalega vel í nokkra daga á undan. Maður þarf eiginlega að læra þetta utanbókar.“ Ólafía segir samkeppnina gífurlega mikla í starfsnemastöðu sem þessa og viðurkennir að hún hafi varla trúað því að hún sé svo heppin að hafa orðið fyrir valinu hjá þeim. Þess má geta að allt námið sem Ólafía fór á í Genf er kennt á ensku og hún segir að almennt sé mikið töluð enska í Genf, til dæmis í stofnunum eins og Alþjóðaviðskiptastofnunni. „En ég er samt að læra að tala frönsku sem er móðurmálið hér,“ segir Ólafía. Sambýlismaður Ólafíu er Kristófer Atla Andersen en Ólafía segir afar notalegt að búa í Genf. Borgin sé mátulega stór og frekar kósý, bílaumferð ekki of mikil, samgöngur góðar og Alparnir allt í kring. Ólafía og Kristófer stefna að því að flytja til Íslands þegar kemur að því að stofna fjölskyldu en næstu árin sé áherslan lögð á starfsframan og að afla sér reynslu erlendis. Framtíðin spennandi og björt Ólafía mun starfa sem starfsnemi hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni út ágúst á þessu ári. Þá sér hún fyrir sér að reyna að fá sambærilegt starf hjá þeim eða annarri alþjóðastofnun. Hún segir lífið gott í Genf og mælir alveg með því að fólk skoði Sviss sem valkost. „Það er rosalega fínt að búa hérna. Fallegt umhverfi, Alparnir hér allt um kring, gott veður, fallegar gönguleiðir og garðar hér. Genf er líka svo þægilega lítil borg og kósí. Hér er ekki of mikið áreiti frá bílum og samgöngukerfið er mjög gott.“ Hún segist vel geta séð fyrir sér að starfa í Genf áfram en auðvitað horfi hún líka til tækifæra eins og í Brussel eða annars staðar. Markmiðið sé fyrst og fremst að öðlast reynslu á alþjóðlegum vettvangi og vonandi hjá utanríkisþjónustunni síðar. Enda fjallaði meistararitgerðin hennar um tvíhliða þróunaraðstoð Íslands. Þegar að því kemur að við stofnum fjölskyldu sjáum við fyrir okkur að fara heim. Því við teljum margt einfaldara og jafnvel betra við að vera á Íslandi þegar fólk er að byggja upp fjölskyldur. Það væri draumur að starfa til dæmis fyrir utanríkisþjónustuna síðar en þá held ég að starfsreynsla erlendis frá eigi eftir að vera góð reynsla fyrir mig að hafa.“ En hvaða góðu ráð myndir þú gefa öðru fólki sem langar kannski að reyna fyrir sér erlendis eins og þú, til dæmis að sækja um svona starfsnemastöðu? „Ég veit að meistaranám er krafa hjá að minnsta kosti WTO þannig að ég nefni það sem fyrsta atriði. En eins líka að reyna að vera dugleg í félagsstarfi og öðru sem getur hjálpað þér að sýna í umsóknarferlinu hvað þú hefur gert. Ég mæli líka með því að þegar ferilskráin er gerð þá sé hún sem mest klæðskerasniðuð fyrir þá starfslýsingu sem verið er að auglýsa. Því það skiptir svo miklu máli að maður mátist sem best við þá lýsingu. Að fara í gegnum svona umsóknarferil getur verið mjög stressandi en ég mæli með góðum undirbúningi og að taka sér til dæmis tvo þrjá daga í að æfa viðtöl. Því æfingin skapar meistarann,“ segir Ólafía og bætir við: En fyrst og fremst snýst þetta líka um að trúa á sjálfan þig. Og að vera maður sjálfur. Ég myndi alltaf hvetja fólk til að vinna að því að láta sína drauma rætast og ekki hugsa um að eitthvað gangi ekki upp. Því oft verður útkoman bara enn betri en maður átti von á. Þess vegna skiptir svo miklu máli að láta ekkert stoppa sig og trúa á sjálfan sig.“ Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Íslendingar erlendis Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. 13. júní 2022 07:01 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Ólafía er starfsnemi hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, World Trade Organization (WTO). „Við sjáum reyndar fyrir okkur að koma heim til Íslands þegar að því kemur að fara að stofna fjölskyldu og svona. En næstu árin verður fókusinn á starfsframann og ég tel það dýrmæta reynslu að starfa þá erlendis og helst hjá alþjóðlegum stofnunum eins og WTO,“ segir Ólafía. Frá Íslandi og út í heim Ólafía er fædd 19.desember árið 1995 í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi, gekk þar í Digranesskóla, síðar Vatnsendaskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund. „Mig dreymdi alltaf um að fara til Ítalíu því mér fannst svo fallegt þar, landslagið og allt sem ég sá í sjónvarpinu. Eftir stúdent fór ég í viðskiptafræði og vissi að í því gæti ég sótt um að fara í skiptinám til Ítalíu. Sem ég gerði og fór til Mílanó eina önn sem mér fannst yndislegt.“ Þegar Ólafía vann að BSc ritgerðinni sinni breyttust hins vegar nokkrar áherslur. „BSc. ritgerðin mín fjallaði um áhrif fríverslunarsamninga á íslenskt efnahagslíf, EFTA, EES samninginn og fleiri og áhrif þeirra á bættan efnahag segir Ólafía og bætir við: „Mér fannst þessi ritgerð eiginlega verða þess valdandi að ég fór að hafa meiri áhuga á að starfa við það beint en sá ekki fyrir mér að áframhaldandi nám í viðskiptafræði myndi styðja best við það. Hins vegar hafði ég trú á að nám í alþjóðlegum samskiptum myndi gera það og þess vegna valdi ég það sem meistaranám.“ Úr varð að Ólafía og sambýlismaðurinn héldu til Genf í Sviss árið 2020 og þaðan útskrifaðist hún með meistaragráðu í fyrra frá Geneva Graduate Institute. Sem Ólafía segir afar virtan skóla. „Ég veit að WTO horfir sérstaklega til nemenda sem koma úr þeim skóla og eru að sækja um að verða starfsnemar en fyrst og fremst nýtti ég mér þá þekkingu sem ég hafði fengið úr skólanum þegar ég sótti um. “ Ólafía hefur ferðast víða og meðal annars starfað sem sjálfboðaliði á Balí að kenna börnum ensku. Hún segir miklu skipta að sýna á ferilskrá hvaða reynslu og færni maður hefur þegar sótt er um hjá alþjóðastofnunum því samkeppnin er mikil. Til að mynda lagði hún áherslu á að taka virkan þátt í félagsstarfinu í skólanum þegar hún var í meistaranáminu í Genf. Margt sem skiptir máli á ferilskrá En áður en lengra er haldið með starfsframann er vert að geta þess að strax eftir skiptinámið ferðaðist Ólafía mun víðar en til Ítalíu. Til dæmis fór hún til Balí sem sjálfboðaliði og kenndi þar börnum ensku. Þá var hún mjög virk í félagsstarfi í skólanum í Genf. Tók þátt í stúdentafélaginu og fleira. „Allt þetta skiptir máli þegar þú ert að sækja um stöðu eins og starfsnemastöðuna sem ég er nú í. Því þeir horfa til svo margra þátta og þá skiptir máli að sýna að þú hafir tekið þátt í ýmsu eins og félagsstarfi, verið sjálfboðaliði og svo framvegis.“ Eftir útskriftina úr meistaranáminu starfaði Ólafía um tíma fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York. „Þar var ég svo heppin að meira að segja í eitt skipti notaði hagfræðingurinn Mahmoud Mohieldin punktana sem ég skrifaði fyrir hann sem minnisblað í ræðu. Mér fannst ótrúlega gaman að hlusta á það og viðurkenni alveg að ég er mjög stolt af því,“ segir Ólafía og brosir. Ólafía segir að umsóknarferillinn á bakvið starfsnemastarf hjá Sameinuðu þjóðunum hafi tekið nokkurn tíma sem skiptist í nokkur mismunandi þrep. Fyrst byrjaði maður á því að taka próf sem tók þrjár klukkustundir. Ef maður stóðst það, komst maður áfram í viðtal sem var þó eins og munnlegt próf því þar þurfti maður að svara ákveðnum spurningum með ákveðinni aðferðarfræði. Til dæmis hvað maður hefur gert og hvað maður hefur lært af reynslu sinni og mistökum. Ég undirbjó mig rosalega vel í nokkra daga á undan. Maður þarf eiginlega að læra þetta utanbókar.“ Ólafía segir samkeppnina gífurlega mikla í starfsnemastöðu sem þessa og viðurkennir að hún hafi varla trúað því að hún sé svo heppin að hafa orðið fyrir valinu hjá þeim. Þess má geta að allt námið sem Ólafía fór á í Genf er kennt á ensku og hún segir að almennt sé mikið töluð enska í Genf, til dæmis í stofnunum eins og Alþjóðaviðskiptastofnunni. „En ég er samt að læra að tala frönsku sem er móðurmálið hér,“ segir Ólafía. Sambýlismaður Ólafíu er Kristófer Atla Andersen en Ólafía segir afar notalegt að búa í Genf. Borgin sé mátulega stór og frekar kósý, bílaumferð ekki of mikil, samgöngur góðar og Alparnir allt í kring. Ólafía og Kristófer stefna að því að flytja til Íslands þegar kemur að því að stofna fjölskyldu en næstu árin sé áherslan lögð á starfsframan og að afla sér reynslu erlendis. Framtíðin spennandi og björt Ólafía mun starfa sem starfsnemi hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni út ágúst á þessu ári. Þá sér hún fyrir sér að reyna að fá sambærilegt starf hjá þeim eða annarri alþjóðastofnun. Hún segir lífið gott í Genf og mælir alveg með því að fólk skoði Sviss sem valkost. „Það er rosalega fínt að búa hérna. Fallegt umhverfi, Alparnir hér allt um kring, gott veður, fallegar gönguleiðir og garðar hér. Genf er líka svo þægilega lítil borg og kósí. Hér er ekki of mikið áreiti frá bílum og samgöngukerfið er mjög gott.“ Hún segist vel geta séð fyrir sér að starfa í Genf áfram en auðvitað horfi hún líka til tækifæra eins og í Brussel eða annars staðar. Markmiðið sé fyrst og fremst að öðlast reynslu á alþjóðlegum vettvangi og vonandi hjá utanríkisþjónustunni síðar. Enda fjallaði meistararitgerðin hennar um tvíhliða þróunaraðstoð Íslands. Þegar að því kemur að við stofnum fjölskyldu sjáum við fyrir okkur að fara heim. Því við teljum margt einfaldara og jafnvel betra við að vera á Íslandi þegar fólk er að byggja upp fjölskyldur. Það væri draumur að starfa til dæmis fyrir utanríkisþjónustuna síðar en þá held ég að starfsreynsla erlendis frá eigi eftir að vera góð reynsla fyrir mig að hafa.“ En hvaða góðu ráð myndir þú gefa öðru fólki sem langar kannski að reyna fyrir sér erlendis eins og þú, til dæmis að sækja um svona starfsnemastöðu? „Ég veit að meistaranám er krafa hjá að minnsta kosti WTO þannig að ég nefni það sem fyrsta atriði. En eins líka að reyna að vera dugleg í félagsstarfi og öðru sem getur hjálpað þér að sýna í umsóknarferlinu hvað þú hefur gert. Ég mæli líka með því að þegar ferilskráin er gerð þá sé hún sem mest klæðskerasniðuð fyrir þá starfslýsingu sem verið er að auglýsa. Því það skiptir svo miklu máli að maður mátist sem best við þá lýsingu. Að fara í gegnum svona umsóknarferil getur verið mjög stressandi en ég mæli með góðum undirbúningi og að taka sér til dæmis tvo þrjá daga í að æfa viðtöl. Því æfingin skapar meistarann,“ segir Ólafía og bætir við: En fyrst og fremst snýst þetta líka um að trúa á sjálfan þig. Og að vera maður sjálfur. Ég myndi alltaf hvetja fólk til að vinna að því að láta sína drauma rætast og ekki hugsa um að eitthvað gangi ekki upp. Því oft verður útkoman bara enn betri en maður átti von á. Þess vegna skiptir svo miklu máli að láta ekkert stoppa sig og trúa á sjálfan sig.“
Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Íslendingar erlendis Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. 13. júní 2022 07:01 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01
„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01
Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00
Hoppaði beint út í bullandi „vertíð“ skemmtiferðaskipa „Það var smá áfall að hafa kynnst miklu work-life balance hjá Dönum í Wonderful Copenhagen og fara svo út í vertíðar brjálæði á Íslandi hjá Gáru. En ég dáist af íslenska „þetta reddast“ andanum, það er ekki gefist upp, bara spýtt í lófana,“ segir Gyða Guðmundsdóttir, nýráðin sérfræðingur í samfélagsþjónustu hjá AECO, samtaka útgerða leiðangursskipa á Norðurslóðum. 13. júní 2022 07:01
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01