„Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. mars 2023 13:29 Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, eftir að tilkynnt var að útgáfu blaðsins væri hætt. Vísir/Arnar Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. Í morgun fengu blaðamenn Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is, að vita að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. Þar með er 22 ára sögu Fréttablaðsins lokið en blaðið kom fyrst út í apríl árið 2001. Þá var ritstjóri blaðsins Einar Karl Haraldsson. Farið er yfir sögu blaðsins í grein sem lesa má hér fyrir neðan. Fjöldi fjölmiðlamanna, sem hafa margir hverjir starfað hjá Fréttablaðinu eða starfa þar í dag, hafa rætt um útgáfustöðvunina á samfélagsmiðlum í dag. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri Stöðvar 2 árin 2000 til 2004, segir daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska fjölmiðlun. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu árin 2003 til 2004, tekur undir með Karli. Felix Bergsson segist vera dapur yfir þessum endalokum. svo dapur yfir þessum endalokum Fréttablaðsins. Hugsa til vina minna sem þar vinna. Þetta er alveg glatað. Ég á eftir að sakna blaðsins mikið— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 31, 2023 Nokkrir blaðamenn sem missa starf sitt vegna endalokanna hafa einnig birt myndir á samfélagsmiðlum. Takk fyrir mig elsku skrifborð. Það var gaman að skrifa fréttir með þér #RIPFréttablaðið pic.twitter.com/P6XKbth7x6— Helgi Steinar (@helgistones) March 31, 2023 Ég var á leiðinni í vinnuna þegar ég sá þetta pic.twitter.com/872r7ucVFX— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) March 31, 2023 Tveir hlutir á síðustu forsíðu FréttablaðsinsIt was a nice ride pic.twitter.com/e6rNSMaGov— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 31, 2023 Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, segir blaðið hafa gefið sér ótrúlega margt. Nokkrir fjölmiðlamenn segja árið í ár vera hörmungaár fyrir fjölmiðla, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, og Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns. Framlag ríkisins til RÚV hefur verið aukið verulega, helstu samkeppnisaðilar á auglýsingamarkaði ,samfélagsmiðlar og fleiri, þurfa á sama tíma ekki að fara eftir íslenskum lögum (veðmál, áfengi, nikótín etc), né borga skatta hér.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 31, 2023 Sorgardagur í íslenskri fjölmiðlun. 100 félagar að missa vinnuna. Ójafn leikur á þessum markaði. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 31, 2023 Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í morgun fengu blaðamenn Torgs, sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, Hringbraut og DV.is, að vita að útgáfu blaðsins, rekstri á vefsíðu blaðsins og sjónvarpsstöð Hringbrautar yrði hætt. Eftir standa DV og vefsíða Hringbrautar. Þar með er 22 ára sögu Fréttablaðsins lokið en blaðið kom fyrst út í apríl árið 2001. Þá var ritstjóri blaðsins Einar Karl Haraldsson. Farið er yfir sögu blaðsins í grein sem lesa má hér fyrir neðan. Fjöldi fjölmiðlamanna, sem hafa margir hverjir starfað hjá Fréttablaðinu eða starfa þar í dag, hafa rætt um útgáfustöðvunina á samfélagsmiðlum í dag. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fréttastjóri Stöðvar 2 árin 2000 til 2004, segir daginn í dag vera sorgardag fyrir íslenska fjölmiðlun. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður á Fréttablaðinu árin 2003 til 2004, tekur undir með Karli. Felix Bergsson segist vera dapur yfir þessum endalokum. svo dapur yfir þessum endalokum Fréttablaðsins. Hugsa til vina minna sem þar vinna. Þetta er alveg glatað. Ég á eftir að sakna blaðsins mikið— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 31, 2023 Nokkrir blaðamenn sem missa starf sitt vegna endalokanna hafa einnig birt myndir á samfélagsmiðlum. Takk fyrir mig elsku skrifborð. Það var gaman að skrifa fréttir með þér #RIPFréttablaðið pic.twitter.com/P6XKbth7x6— Helgi Steinar (@helgistones) March 31, 2023 Ég var á leiðinni í vinnuna þegar ég sá þetta pic.twitter.com/872r7ucVFX— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) March 31, 2023 Tveir hlutir á síðustu forsíðu FréttablaðsinsIt was a nice ride pic.twitter.com/e6rNSMaGov— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 31, 2023 Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fyrrverandi pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, segir blaðið hafa gefið sér ótrúlega margt. Nokkrir fjölmiðlamenn segja árið í ár vera hörmungaár fyrir fjölmiðla, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, og Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns. Framlag ríkisins til RÚV hefur verið aukið verulega, helstu samkeppnisaðilar á auglýsingamarkaði ,samfélagsmiðlar og fleiri, þurfa á sama tíma ekki að fara eftir íslenskum lögum (veðmál, áfengi, nikótín etc), né borga skatta hér.— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 31, 2023 Sorgardagur í íslenskri fjölmiðlun. 100 félagar að missa vinnuna. Ójafn leikur á þessum markaði. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) March 31, 2023
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Endalok Fréttablaðsins Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira