Martröð Luka og Kyrie heldur áfram | Pelicans á uppleið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 10:30 Jimmy Butler sá til þess að Luka og Kyrie fóru ósáttir á koddann. Megan Briggs/Getty Images Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Báðir gætu þó haft gríðarleg áhrif á hvernig umspilið og úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur út þegar deildarkeppninni lýkur. Miami Heat vann sjö stiga sigur á Dallas Mavericks, 129-122. Þá vann New Orleans Pelicans átta stiga sigur á Los Angeles Clippers, 122-114. Dallas hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Liðið var að berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppnina yfir í að berjast um sæti í henni en er nú dottið úr sætunum sem skila liðum í umspilið. Eins og staðan er í dag eru leikmenn Dallas á leiðinni í frí þegar deildarkeppninni lýkur. Eitthvað sem Luka Dončić hefur lítinn áhuga á. Eins og oft áður var það varnarleikur Dallas sem kostaði liðið í nótt. Heat skoraði 44 stig í fyrsta leikhluta gegn 31 stigi hjá Dallas. Var grunnurinn að sigrinum strax lagður þar en Luka, Kyrie og félagar áttu engin svör. Lokatölur 129-122 og Dallas nú tapað 41 leik en aðeins unnið 37. Hjá Miami Heat var Jimmy Butler stigahæstur með 35 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Cody Zeller skoraði 20 stig og gamla brýnið Kevin Love skoraði 18 stig og tók 5 fráköst. Jimmy Butler got off to a hot start and finished with 35 PTS and a season-high 12 AST to lead the @MiamiHEAT to crucial win at home! pic.twitter.com/xAmgJsObTZ— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í tapliðinu var Luka stigahæstur með 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Tim Hardaway Jr. skoraði 31 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Hinn margumtalaði Kyrie Irving skoraði svo 23 stig og gaf 8 stoðsendingar. Luka Doncic records his 14th 40+ PT game of the season with his 42-PT performance tonight in Miami pic.twitter.com/MMw4xa0rPh— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í hinum leik næturinnar þá var það Clippers sem byrjaði betur en Pelicans sneru dæminu við. Pelicans var 10 stigum undir að loknum fyrsta leikhluta en aðeins stigi undir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst Pelicans að komast yfir og vann á endanum mikilvægan sigur. Lokatölur 122-114 sem þýðir að Pelicans hefur nú unnið 40 leiki og tapað 38 á meðan Clippers hefur unnið 41 og tapað 38 leikjum. Hjá Pelicans var Brandon Ingram stigahæstur með 36 stig. Hann gaf einnig 8 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jonas Valančiūnas með 23 stig og 12 fráköst. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Russell Westbrook kom þar á eftir með 24 stig, 9 stoðsendingar og 3 fráköst. A big game with big performances Brandon Ingram (36 PTS, 8 AST) and Kawhi Leonard (40 PTS, 8 REB) dueled in a matchup with huge postseason implications! pic.twitter.com/Zc0aIa2tSO— NBA (@NBA) April 2, 2023 Stöðuna í deildinni, bæði Vestur- og Austurdeild, má sjá hér að neðan en Clippers og Los Angeles Lakers eiga eftir að mætast innbyrðis í leik sem gæti skipt sköpum hvort liðið fer beint í úrslitakeppnina eða hvort þarf að fara í gegnum umspilið. Þá á Pelicans eftir að spila við Minnesota Timberwolves. The Pelicans move into the 7th spot out West A look at the updated NBA standings after Saturday's action!For more: https://t.co/dMyaWGoLZF pic.twitter.com/BV9cMklWUc— NBA (@NBA) April 2, 2023 Hér fyrir neðan má sjá hvernig umspilið lítur út í dag. Það getur þó margt breyst á þeim tíu dögum sem eru þangað til það hefst. 10 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/MndHjxD29g pic.twitter.com/tpLn41cBUv— NBA (@NBA) April 2, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Dallas hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Liðið var að berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppnina yfir í að berjast um sæti í henni en er nú dottið úr sætunum sem skila liðum í umspilið. Eins og staðan er í dag eru leikmenn Dallas á leiðinni í frí þegar deildarkeppninni lýkur. Eitthvað sem Luka Dončić hefur lítinn áhuga á. Eins og oft áður var það varnarleikur Dallas sem kostaði liðið í nótt. Heat skoraði 44 stig í fyrsta leikhluta gegn 31 stigi hjá Dallas. Var grunnurinn að sigrinum strax lagður þar en Luka, Kyrie og félagar áttu engin svör. Lokatölur 129-122 og Dallas nú tapað 41 leik en aðeins unnið 37. Hjá Miami Heat var Jimmy Butler stigahæstur með 35 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Cody Zeller skoraði 20 stig og gamla brýnið Kevin Love skoraði 18 stig og tók 5 fráköst. Jimmy Butler got off to a hot start and finished with 35 PTS and a season-high 12 AST to lead the @MiamiHEAT to crucial win at home! pic.twitter.com/xAmgJsObTZ— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í tapliðinu var Luka stigahæstur með 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Tim Hardaway Jr. skoraði 31 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Hinn margumtalaði Kyrie Irving skoraði svo 23 stig og gaf 8 stoðsendingar. Luka Doncic records his 14th 40+ PT game of the season with his 42-PT performance tonight in Miami pic.twitter.com/MMw4xa0rPh— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í hinum leik næturinnar þá var það Clippers sem byrjaði betur en Pelicans sneru dæminu við. Pelicans var 10 stigum undir að loknum fyrsta leikhluta en aðeins stigi undir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst Pelicans að komast yfir og vann á endanum mikilvægan sigur. Lokatölur 122-114 sem þýðir að Pelicans hefur nú unnið 40 leiki og tapað 38 á meðan Clippers hefur unnið 41 og tapað 38 leikjum. Hjá Pelicans var Brandon Ingram stigahæstur með 36 stig. Hann gaf einnig 8 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jonas Valančiūnas með 23 stig og 12 fráköst. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Russell Westbrook kom þar á eftir með 24 stig, 9 stoðsendingar og 3 fráköst. A big game with big performances Brandon Ingram (36 PTS, 8 AST) and Kawhi Leonard (40 PTS, 8 REB) dueled in a matchup with huge postseason implications! pic.twitter.com/Zc0aIa2tSO— NBA (@NBA) April 2, 2023 Stöðuna í deildinni, bæði Vestur- og Austurdeild, má sjá hér að neðan en Clippers og Los Angeles Lakers eiga eftir að mætast innbyrðis í leik sem gæti skipt sköpum hvort liðið fer beint í úrslitakeppnina eða hvort þarf að fara í gegnum umspilið. Þá á Pelicans eftir að spila við Minnesota Timberwolves. The Pelicans move into the 7th spot out West A look at the updated NBA standings after Saturday's action!For more: https://t.co/dMyaWGoLZF pic.twitter.com/BV9cMklWUc— NBA (@NBA) April 2, 2023 Hér fyrir neðan má sjá hvernig umspilið lítur út í dag. Það getur þó margt breyst á þeim tíu dögum sem eru þangað til það hefst. 10 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/MndHjxD29g pic.twitter.com/tpLn41cBUv— NBA (@NBA) April 2, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira