Steinunn: Verður áskorun að fara til Ungverjalands en það er allt hægt Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2023 18:08 Steinunn Björnsdóttir skoraði 5 mörk Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn Ungverjum 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekkt með niðurstöðuna en sá margt jákvætt og var bjartsýn fyrir seinni leikinn gegn Ungverjum. „Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
„Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira