Gömul saga og ný Guðbrandur Einarsson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun