Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2023 13:05 Mikið hefur verið fjallað um ópíóðafaraldur í Bandaríkjunum undanfarin ár sem hefur teygt anga sína víða, meðal annars til Íslands. Getty/George Frey Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að í apríl í fyrra hafi embætti landlæknis borist tilkynning frá apóteki um tilteknar lyfjaávísanir læknisins. Embættið hóf rannsókn á ávísunum læknisins á lyfjum og fóru starfsmenn embættisins á starfstöð hans þann 12. apríl. Degi síðar mætti læknirinn til fundar hjá landlækni og var um leið til bráðabirgða sviptur rétti til að ávísa tilteknum lyfjum. Ákvörðunin var svo rökstudd í bréfi um viku síðar. Í júlí var hann svo alfarið sviptur leyfinu eftir tilkynningu mánuði fyrr um fyrirhugaða sviptingu. Sviptingin náði til ávísunar lyfja í tilgreindum ATC flokkum lyfja enda hefði læknirinn ávísað óhæfilega á tiltekinn sjúkling og þar með brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum sem læknir. Læknirinn kærði ákvörðun landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins sem tók kæruna til skoðunar. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þúsundir Íslendinga nota hið alræmda verkjalyf oxýkódóni, marfalt fleiri en fyrir áratug. Í Kompás í fyrra var hröð þróun hins nýja ópíóðafaraldurs skoðuð og hrikalegar afleiðingar sem neyslan hefur á líf fólks. Sjúklingar hefðu orðið vitni að uppákomunni Læknirinn bar fyrir sig að hafa ávísað nokkru magni lyfja til sjúklings sem hefði verið í meðferð hjá sér. Einn tiltekinn stór skammtur hefði verið vegna ferðar viðkomandi til útlanda. Sjúklingurinn hefði ekki náð árangri í meðferð á Vogi og því hefði sjúklingurinn verið hjá honum í skaðaminnkandi meðferð. Þá væri óforsvaranlegt að mætt hefði verið fyrirvaralaust á starfstöð hans sem geðlæknir enda hafi sjúklingar hans orðið vitni að uppákomunni. Hann hefði ekki fengið nægan andmælarétt, lögmaður hans hefði verið erlendis þegar málið kom upp og þá hefði álitsgjafi á meðferð sjúklingsins verið vanhæf enda komið að málum hans á Vogi. „Gríðarlegt og óskiljanlegt“ magn Embætti landlæknis benti á að orðalag geðlæknisins um „nokkurt magn“ lyfja í ávísun fyrir ferðina til útlanda í apríl í fyrra væri óeðlilegt. Um hefði verið að ræða 40 grömm af morfíni og 70 grömm af oxýkódóni. Embættið taldi magnið vera gríðarlegt og óskiljanlegt. Samkvæmt útreikningum embættisins hefði læknirinn ávísað um 2,1 kíló af virka efninu oxýkódóni og 1,5 kíló af virka efninu morfíni. Þá séu ekki talin með önnur ávana- og fíknilyf sem læknirinn hefði ávísað sjúklingnum. Þá ætti sjúklingurinn sér sögu um ofskömmtun og hefði verið lagður inn á bráðamóttöku vegna þessa. Það magn sem ávísað hefði verið í apríl í fyrra hefði getað reynst sjúklingnum lífshættulegt vegna dauða í ofskammti. Læknirinn hafi í raun séð sjúklingnum fyrir fíknilyfjum með sífellt hækkandi skömmum. Brotið gegn réttindum sjúklings Sérfræðingur í fíknilækningum og lyflækningum tjáði landlækni að meðferðin sem læknirinn hefði veitt væri sláandi, ófagleg og óviðeigandi. Meðferðin og þróun hennar væri ekki eðlileg eða í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Heilbrigðisráðuneytið segir í úrskurði sínum að sýnt hafi verið fram á að ávísanir læknisins hafi verið óhæfilegar, bæði hvað varðar magn í heild sem og daglega skammtastærð. Sú hafi verið margföld á við daglega notkun einstaklinga í háskammta neyslu. Með ávísunum hafi læknirinn brotið gegn réttindi sjúklinga um að fá þjónustu miðað við ástand og horfur á hverjum tíma. Skilyrði hafi verið fyrir hendi til að svipta lækninn rétti til að ávísa sjúklingnum ópíóðalyfjum. Þá taldi ráðuneytið að ekki hefði verið nóg að áminna lækninn í þessu tilfelli. Meðferð málsins hefði ekki farið í bága við meðalhófsreglu og aðgerðin ekki of víðtæk. Embætti landlæknis hafi verið heimilt að svipta lækninn réttinum án undangenginnar áminningar. Var sviptingin því staðfest. Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að í apríl í fyrra hafi embætti landlæknis borist tilkynning frá apóteki um tilteknar lyfjaávísanir læknisins. Embættið hóf rannsókn á ávísunum læknisins á lyfjum og fóru starfsmenn embættisins á starfstöð hans þann 12. apríl. Degi síðar mætti læknirinn til fundar hjá landlækni og var um leið til bráðabirgða sviptur rétti til að ávísa tilteknum lyfjum. Ákvörðunin var svo rökstudd í bréfi um viku síðar. Í júlí var hann svo alfarið sviptur leyfinu eftir tilkynningu mánuði fyrr um fyrirhugaða sviptingu. Sviptingin náði til ávísunar lyfja í tilgreindum ATC flokkum lyfja enda hefði læknirinn ávísað óhæfilega á tiltekinn sjúkling og þar með brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum sem læknir. Læknirinn kærði ákvörðun landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins sem tók kæruna til skoðunar. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þúsundir Íslendinga nota hið alræmda verkjalyf oxýkódóni, marfalt fleiri en fyrir áratug. Í Kompás í fyrra var hröð þróun hins nýja ópíóðafaraldurs skoðuð og hrikalegar afleiðingar sem neyslan hefur á líf fólks. Sjúklingar hefðu orðið vitni að uppákomunni Læknirinn bar fyrir sig að hafa ávísað nokkru magni lyfja til sjúklings sem hefði verið í meðferð hjá sér. Einn tiltekinn stór skammtur hefði verið vegna ferðar viðkomandi til útlanda. Sjúklingurinn hefði ekki náð árangri í meðferð á Vogi og því hefði sjúklingurinn verið hjá honum í skaðaminnkandi meðferð. Þá væri óforsvaranlegt að mætt hefði verið fyrirvaralaust á starfstöð hans sem geðlæknir enda hafi sjúklingar hans orðið vitni að uppákomunni. Hann hefði ekki fengið nægan andmælarétt, lögmaður hans hefði verið erlendis þegar málið kom upp og þá hefði álitsgjafi á meðferð sjúklingsins verið vanhæf enda komið að málum hans á Vogi. „Gríðarlegt og óskiljanlegt“ magn Embætti landlæknis benti á að orðalag geðlæknisins um „nokkurt magn“ lyfja í ávísun fyrir ferðina til útlanda í apríl í fyrra væri óeðlilegt. Um hefði verið að ræða 40 grömm af morfíni og 70 grömm af oxýkódóni. Embættið taldi magnið vera gríðarlegt og óskiljanlegt. Samkvæmt útreikningum embættisins hefði læknirinn ávísað um 2,1 kíló af virka efninu oxýkódóni og 1,5 kíló af virka efninu morfíni. Þá séu ekki talin með önnur ávana- og fíknilyf sem læknirinn hefði ávísað sjúklingnum. Þá ætti sjúklingurinn sér sögu um ofskömmtun og hefði verið lagður inn á bráðamóttöku vegna þessa. Það magn sem ávísað hefði verið í apríl í fyrra hefði getað reynst sjúklingnum lífshættulegt vegna dauða í ofskammti. Læknirinn hafi í raun séð sjúklingnum fyrir fíknilyfjum með sífellt hækkandi skömmum. Brotið gegn réttindum sjúklings Sérfræðingur í fíknilækningum og lyflækningum tjáði landlækni að meðferðin sem læknirinn hefði veitt væri sláandi, ófagleg og óviðeigandi. Meðferðin og þróun hennar væri ekki eðlileg eða í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Heilbrigðisráðuneytið segir í úrskurði sínum að sýnt hafi verið fram á að ávísanir læknisins hafi verið óhæfilegar, bæði hvað varðar magn í heild sem og daglega skammtastærð. Sú hafi verið margföld á við daglega notkun einstaklinga í háskammta neyslu. Með ávísunum hafi læknirinn brotið gegn réttindi sjúklinga um að fá þjónustu miðað við ástand og horfur á hverjum tíma. Skilyrði hafi verið fyrir hendi til að svipta lækninn rétti til að ávísa sjúklingnum ópíóðalyfjum. Þá taldi ráðuneytið að ekki hefði verið nóg að áminna lækninn í þessu tilfelli. Meðferð málsins hefði ekki farið í bága við meðalhófsreglu og aðgerðin ekki of víðtæk. Embætti landlæknis hafi verið heimilt að svipta lækninn réttinum án undangenginnar áminningar. Var sviptingin því staðfest.
Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira