Mahrez skaut Manchester City í úrslitaleikinn Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2023 15:16 Mahrez fagnar einu marki sínu í dag Visir/Getty Manchester City er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á Sheffield United í undanúrslitum keppninnar í dag. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga en á meðan að Manchester City er í toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni hefur Sheffield United verið að gera góða hluti í ensku B-deildinni á tímabilinu og er þar í toppbaráttu. Fyrsta markið í undanúrslitaleik dagsins kom á 43. mínútu, það skoraði Riyad Mahrez úr vítaspyrnu fyrir Manchester City. Mahrez var aftur á ferðinni á 61.mínútu þegar að hann tvöfaldaði forystu Manchester City og aðeins fimm mínútum síðar fullkomnaði hann þrennu sína og innsiglaði um leið sæti Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Á morgun kemur það síðan í ljós hvort það verða erkifjendur Manchester City í Manchester United sem mæta þeim í úrslitaleiknum eða Brighton en liðin mætast á Wembley klukkan 15:30. Stöð 2 Sport er heimili enska bikarsins og verður undanúrslitaleikur Manchester United og Brighton í beinni útsendingu klukkan 15:30 á morgun
Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga en á meðan að Manchester City er í toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni hefur Sheffield United verið að gera góða hluti í ensku B-deildinni á tímabilinu og er þar í toppbaráttu. Fyrsta markið í undanúrslitaleik dagsins kom á 43. mínútu, það skoraði Riyad Mahrez úr vítaspyrnu fyrir Manchester City. Mahrez var aftur á ferðinni á 61.mínútu þegar að hann tvöfaldaði forystu Manchester City og aðeins fimm mínútum síðar fullkomnaði hann þrennu sína og innsiglaði um leið sæti Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Á morgun kemur það síðan í ljós hvort það verða erkifjendur Manchester City í Manchester United sem mæta þeim í úrslitaleiknum eða Brighton en liðin mætast á Wembley klukkan 15:30. Stöð 2 Sport er heimili enska bikarsins og verður undanúrslitaleikur Manchester United og Brighton í beinni útsendingu klukkan 15:30 á morgun
Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira