Líklegt að við sjáum nýja ríkisstjórnarflokka á næsta kjörtímabili Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 23:02 Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir líklegt að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Skoðanakannanir sýni hins vegar breytt landslag. Stöð 2 Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð ljóst að breytingar verði á ríkisstjórnarflokkum eftir næstu alþingiskosningar miðað við nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Hún telur þó að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira