Lokuðu dyrnar í heilbrigðiskerfinu Kristín Davíðsdóttir skrifar 24. apríl 2023 08:01 Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk. Þessi hópur samanstendur af fólki sem samfélagið lætur sig lítið varða, nema þá kannski helst þegar þau valda öðrum ónæði eða þegar þörf er á fjöður í hattinn. Þegar maður starfar í heilbrigðiskerfinu er dauðinn órjúfanlegur hluti af vinnunni - þannig er einfaldlega gangur lífsins. Það er hins vegar þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda. Á þeim tæplega tveimur árum sem ég hef starfað með þessum hópi, bæði á vettvangi og innan LSH, hafa nokkrir tugir látið lífið vegna síns sjúkdóms. Tugir ungra einstaklinga sem áttu allt lífið framundan. Hvergi annars staðar í mínu starfi hef ég upplifað það að jafn stór hluti minna skjólstæðinga láti lífið - gjarnan af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Ef við rýnum í tölfræðina sem sýnir okkur hve margir látast á hverju ári vegna lyfja þ.e. hin svokölluðu lyfjatengdu andlát sést glögglega að þau hafa farið stigvaxandi hérlendis undanfarin ár. En það er mikil einföldun að halda því fram að þeir sem tilgreindir eru þar séu einu einstaklingarnir sem láta lífið vegna fíknisjúkdóms. Það eru svo miklu miklu fleiri sem láta lífð eða örkumlast af afleiddum orsökum vímuefnanotkunarinnar. Árið 2021 létust 46 einstaklingar vegna lyfja á Íslandi - af þeim voru 26 undir 45 ára. Til viðbótar létust 13 einstaklingar í sjálfsvígi. Við erum því að tala um nærri 40 einstaklinga á aldrinum 18-45 ára en það samsvarar nærri einum á viku. Til að setja þetta í samhengi þá er lyfjainntaka gefin upp sem dánarorsök hjá 55% þeirra sem létust árið 2021 á aldrinum 18-44 ára. Miðað við þessar upplýsingar hljótum við að spyrja okkur hvers vegna ekki er sett meira púður í það að sinna einstaklingum sem glíma við fíknivanda. Meðferðarúrræðin sem standa þessum einstaklingum til boða eru fá og nær öll rekin af frjálsum félagasamtökum. Hið opinbera gerir lítið þrátt fyrir þann gríðarlega toll sem þessi sjúkdómur tekur - hvernig má það vera? Við lestur blaðanna í dag rakst ég á viðtal við móður 19 ára drengs sem lét lífið vegna fíknivanda fyrr á þessu ári. Það sem stakk mig við þessa lesningu voru orð hennar um heilbrigðiskerfið - þar sem hún talaði um að hafa alls staðar komið að lokuðum dyrum. Að sonur hennar hefði að vísu verið á fíknigeðdeild en ekki verið nógu geðveikur til að komast í langtímameðferð þar og að langir biðlistarnir hefðu verið á öðrum meðferðarstofnunum. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja forgangsröðunina á þessum málaflokki en því miður er saga þessarar konu ekki einsdæmi. Þetta er saga sem við heyrum mjög reglulega þegar einstaklingar sem glíma við fíknivanda og/eða aðstandendur þeirra hafa samband til þess að grátbiðja um aðstoð. Að vera í dagneyslu ópíoíða er dauðans alvara og að það skuli vera jafn langir biðlistar eftir hjálp og raun ber vitni er algjörlega galið. Annað svipað dæmi var þegar móðir ungs manns sótti hann nýlega til útlanda til að koma honum heim og undir læknishendur. Það sem tók hins vegar við hjá henni var að sitja heima yfir fárveikum syni sínum þar sem allar dyr virtust lokaðar. Eða parið sem kom frá Danmörku og hafði samband við Frú Ragnheiði til að spyrjast fyrir um það hvar methadon klíníkin væri því þau væru á methadon meðferð sem þau þyrftu að halda áfram á - enn einar lokaðar dyr! Á tyllidögum er rætt um þennan veika og viðkvæma hóp sem þarf á aukinni þjónustu að halda - en því miður virðast ekki vera til peningar og ef það strandar ekki á peningunum þá er það iðulega pólitíkin sem stendur í veginum. Nú þegar heilbrigðisráðherra hefur látið sig málaflokkinn varða og viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að framkvæmda sé þörf er ekki úr vegi að hvetja til þess að þegar verði hafist handa. Sem dæmi má nefna að neyslurýminu Ylju, sem Rauði krossinn rak til eins árs, var lokað í síðasta mánuði og enn hefur ekki fengist húsnæði til að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir að peningar hafi verið tryggðir til a.m.k. næstu tveggja ára. Reynslan sýndi okkur að á stað sem þessum er hægt að auka mikið við þjónustuna með litlum tilkostnaði og ná þannig til hóps af fólki sem annars getur reynst erfitt að nálgast, m.a. vegna reynslu þeirra af öllum lokuðu dyrunum í kerfinu. Í hverri einustu viku deyr einstaklingur hérlendis vegna fíknisjúkdóms - það þýðir að í hverri einustu viku missir móðir barnið sitt vegna þess að við sem samfélag erum ekki að standa okkur í stykkinu - við getum gert miklu betur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk. Þessi hópur samanstendur af fólki sem samfélagið lætur sig lítið varða, nema þá kannski helst þegar þau valda öðrum ónæði eða þegar þörf er á fjöður í hattinn. Þegar maður starfar í heilbrigðiskerfinu er dauðinn órjúfanlegur hluti af vinnunni - þannig er einfaldlega gangur lífsins. Það er hins vegar þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda. Á þeim tæplega tveimur árum sem ég hef starfað með þessum hópi, bæði á vettvangi og innan LSH, hafa nokkrir tugir látið lífið vegna síns sjúkdóms. Tugir ungra einstaklinga sem áttu allt lífið framundan. Hvergi annars staðar í mínu starfi hef ég upplifað það að jafn stór hluti minna skjólstæðinga láti lífið - gjarnan af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Ef við rýnum í tölfræðina sem sýnir okkur hve margir látast á hverju ári vegna lyfja þ.e. hin svokölluðu lyfjatengdu andlát sést glögglega að þau hafa farið stigvaxandi hérlendis undanfarin ár. En það er mikil einföldun að halda því fram að þeir sem tilgreindir eru þar séu einu einstaklingarnir sem láta lífið vegna fíknisjúkdóms. Það eru svo miklu miklu fleiri sem láta lífð eða örkumlast af afleiddum orsökum vímuefnanotkunarinnar. Árið 2021 létust 46 einstaklingar vegna lyfja á Íslandi - af þeim voru 26 undir 45 ára. Til viðbótar létust 13 einstaklingar í sjálfsvígi. Við erum því að tala um nærri 40 einstaklinga á aldrinum 18-45 ára en það samsvarar nærri einum á viku. Til að setja þetta í samhengi þá er lyfjainntaka gefin upp sem dánarorsök hjá 55% þeirra sem létust árið 2021 á aldrinum 18-44 ára. Miðað við þessar upplýsingar hljótum við að spyrja okkur hvers vegna ekki er sett meira púður í það að sinna einstaklingum sem glíma við fíknivanda. Meðferðarúrræðin sem standa þessum einstaklingum til boða eru fá og nær öll rekin af frjálsum félagasamtökum. Hið opinbera gerir lítið þrátt fyrir þann gríðarlega toll sem þessi sjúkdómur tekur - hvernig má það vera? Við lestur blaðanna í dag rakst ég á viðtal við móður 19 ára drengs sem lét lífið vegna fíknivanda fyrr á þessu ári. Það sem stakk mig við þessa lesningu voru orð hennar um heilbrigðiskerfið - þar sem hún talaði um að hafa alls staðar komið að lokuðum dyrum. Að sonur hennar hefði að vísu verið á fíknigeðdeild en ekki verið nógu geðveikur til að komast í langtímameðferð þar og að langir biðlistarnir hefðu verið á öðrum meðferðarstofnunum. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja forgangsröðunina á þessum málaflokki en því miður er saga þessarar konu ekki einsdæmi. Þetta er saga sem við heyrum mjög reglulega þegar einstaklingar sem glíma við fíknivanda og/eða aðstandendur þeirra hafa samband til þess að grátbiðja um aðstoð. Að vera í dagneyslu ópíoíða er dauðans alvara og að það skuli vera jafn langir biðlistar eftir hjálp og raun ber vitni er algjörlega galið. Annað svipað dæmi var þegar móðir ungs manns sótti hann nýlega til útlanda til að koma honum heim og undir læknishendur. Það sem tók hins vegar við hjá henni var að sitja heima yfir fárveikum syni sínum þar sem allar dyr virtust lokaðar. Eða parið sem kom frá Danmörku og hafði samband við Frú Ragnheiði til að spyrjast fyrir um það hvar methadon klíníkin væri því þau væru á methadon meðferð sem þau þyrftu að halda áfram á - enn einar lokaðar dyr! Á tyllidögum er rætt um þennan veika og viðkvæma hóp sem þarf á aukinni þjónustu að halda - en því miður virðast ekki vera til peningar og ef það strandar ekki á peningunum þá er það iðulega pólitíkin sem stendur í veginum. Nú þegar heilbrigðisráðherra hefur látið sig málaflokkinn varða og viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að framkvæmda sé þörf er ekki úr vegi að hvetja til þess að þegar verði hafist handa. Sem dæmi má nefna að neyslurýminu Ylju, sem Rauði krossinn rak til eins árs, var lokað í síðasta mánuði og enn hefur ekki fengist húsnæði til að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir að peningar hafi verið tryggðir til a.m.k. næstu tveggja ára. Reynslan sýndi okkur að á stað sem þessum er hægt að auka mikið við þjónustuna með litlum tilkostnaði og ná þannig til hóps af fólki sem annars getur reynst erfitt að nálgast, m.a. vegna reynslu þeirra af öllum lokuðu dyrunum í kerfinu. Í hverri einustu viku deyr einstaklingur hérlendis vegna fíknisjúkdóms - það þýðir að í hverri einustu viku missir móðir barnið sitt vegna þess að við sem samfélag erum ekki að standa okkur í stykkinu - við getum gert miklu betur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.
OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun