Sagði einn frægasta brandara Fóstbræðra í Succession Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. apríl 2023 07:00 Frá vinstri Kieran Culkin, Matthew Macfadyen, Christian Rubeck, Brian Hotaling, Patch Darragh, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Kristofer Kamiyasu og Fisher Stevens eftir kvöldverð í Noregi. Jóhannes Haukur Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í nýjustu seríunni af Succession, sem sýnd er á Stöð 2. Hann nýtti tækifærið í nýjasta þættinum og sagði einn þekktasta brandarann úr smiðju Fóstbræðra. Horfa má á atriðið neðar í fréttinni. Jóhannes segist aldrei hafa upplifað eins einstakt tökuferli og í HBO þáttunum vinsælu. „Það var magnað að vera hluti af þessu og sjá hvernig þeir taka þessa þætti upp,“ segir Jóhannes Haukur í samtali við Vísi. Succession eru af mörgum taldir einir bestu sjónvarpsþættir dagsins í dag og eru margverðlaunaðir en fjórða og síðasta sería þáttanna er nú í sýningu á Stöð 2 og Stöð 2+. Þættirnir hverfast um milljarðamæringana í Roy fjölskyldunni sem eru meirihlutaeigendur í fjölmiðlaveldinu WayStar RoyCo, sem minnir glettilega mikið á bandarísku sjónvarpsstöðina Fox. Sú er einmitt í eigu milljarðamæringsins Rupert Murdoch. Með helstu hlutverk fara Brian Cox, Jeremy Strong, Sarah Snook og Kieran Culkin. Jóhannes er ekki fyrsti íslenski leikarinn til að koma fram í þáttunum en Ingvar E. Sigurðsson kom fram í annarri seríu þáttanna. Sú sería var einmitt að hluta til tekin upp á Íslandi. Mikill aðdáandi „Ég er búinn að vera að fylgjast spenntur með þessu og var þess vegna peppaðri en venjulega yfir því að fá að vera með,“ segir Jóhannes sem fer með hlutverk Oskar Guðjohnsen, viðskiptastjóra í sænsku fyrirtæki í þáttunum. Sænski leikarinn Alexander Skarsgård fer með hlutverk forstjórans. „Þetta eru fjórir þættir samtals sem ég er í,“ segir Jóhannes sem segist hlæjandi ekki alveg til í fallast á það að hann sé í stórri rullu í þáttunum. „Þau eru náttúrulega alltaf í aðalhlutverkum, Roy systkinin. En jú jú maður fær að vera þarna og það er stórkostlegt. Þetta er svolítið eins og að vera kallaður inn til þess að spila leik í Meistaradeildinni og maður er bara ánægður að vera á bekknum og fá að fara inn á í tvær, þrjár mínútur.“ Brandarinn smellpassaði í atriðið Framkoma Jóhannesar í þáttunum hafa vakið mikla athygli, meðal annars hjá grínistanum og fyrrverandi borgarstjóranum Jóni Gnarr sem hrósaði töktum íslenska leikarans í hástert á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar deilir Jóhannes atriði úr nýjasta þættinum með innkomu sinni og segist hafa lært sitthvað af Fóstbræðrum, sketsaþáttunum vinsælu sem sýndir voru á Stöð 2 á tíunda áratugnum þar sem Jón Gnarr, Helga Braga Jónsdóttir og miklu fleiri fóru á kostum. Ef ég lærði eitthvað af Fóstbræðrum þá er það að best er að byrja senur á því að ljúka brandara með setningunni "...brjóstahaldarinn var í skápnum vinstra megin." Það geri ég einmitt þegar við svíarnir göngum inn til fundar við Waystar fólkið. pic.twitter.com/JpH4oGLA8H— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) April 25, 2023 „Við vorum náttúrulega í tökum þarna í Noregi og leikstjórinn biður mig um að segja brandara þegar takan hefst,“ segir Jóhannes hlæjandi. Fyrsta sem hafi komið upp í hugann hafi verið brjóstahaldaralínan góða. „Mér datt þetta strax í hug: „Ég segi þeim bara að brjósthaldarinn hafi verið í skápnum vinstra megin. Þá bara gerðum við það hlæjandi og löbbum þarna inn og senan byrjar.“ Talarðu sænsku reiprennandi? „Ég segi það nú ekki,“ segir Jóhannes og hlær aftur. „Ég kann náttúrulega bara dönskuna sem þeir troða ofan í okkur hérna í skólakerfinu á Íslandi. Svo bý ég nú að því líka að vera hálf færeyskur.“ Jóhannes segir Svíana hafi talið sig tala meiri norsku en sænsku. Það hafi þó enginn velt því fyrir sér. „Oskar Guðjohnsen mætti þess vegna vera Íslendingur sem vinnur í Svíþjóð.“ Aldrei séð annað eins tökuferli Succession er úr smiðju breska sjónvarpsþáttaframleiðandans Jesse Armstrong og er mikil áhersla lögð á persónusköpun og vel skrifaðar samræður á milli persóna sem oft virka eins og þær séu teknar upp í einum rykk. „Það er algjörlega einstakt að fylgjast með því hvernig þeir taka þættina upp. Nú hef ég verið í fjölda mörgum sjónvarpsþáttum en aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Jóhannes Haukur. „Þeir leggja mikið upp úr því að hafa langar tökur. Það er sem dæmi atriði í níunda þætti sem er 38 mínútna langt í einni töku. Þetta sér maður aldrei.“ Hann segir þrátt fyrir að tökur séu gjarnan langar séu þær stundum klipptar til. „Þeir vilja kannski klippa þetta fram og til baka en taka þetta samt svona upp og með því ná þeir svo miklu flæði í frammistöðu leikaranna sem verða svo góðir.“ Nefnir Jóhannes atriði úr öðrum þætti nýjustu seríunnar þar sem systkinin eru saman komin um borð í bát. „Leikararnir sögðu mér að þau hefðu tekið upp allt sem gerðist um borð í bátnum í einni töku. Þá eyddu þau öllum deginum í að undirbúa það og svo taka þau þetta kannski bara tvisvar upp.“ Þannig eigi leikararnir í Succession auðveldara með að setja sig í karakter. „Ef mörg atriði gerðust á sama stað þá reyndu þau alltaf að sauma það saman og taka allt upp í einu. Þetta hef ég hvergi séð áður, þetta er eitthvað sem fólk gerir yfirleitt ekki.“ Eyddu góðum tíma saman við tökur Jóhannes var á setti í norska smábænum Valldal. Þar voru meðal annars mættir Kieran Culkin og Jeremy Strong sem fara með hlutverk Roy bræðranna Rome og Kendall. „Þetta er rosalega lítill bær, þannig að við vorum öll saman á hóteli. Það var svakalega gaman því að þá borðuðum við alltaf kvöldmat saman og fengum að kynnast hvort öðru rosalega vel, sem var æðislegt.“ Síðari þættir hafi verið teknir upp í New York. „Þar fóru bara allir heim til sín eftir tökudaginn. Þannig að ég var ekkert úti að borða með Tom og Greg í New York,“ segir Jóhannes hlæjandi og vísar til persóna sem leiknar eru af þeim Matthew Macfadyen og Nicholas Braun. Leikstíll Jeremy Strong truflaði ekki Leikstíll hins bandaríska Jeremy Strong hefur lengi vakið athygli en hann er þekktur fyrir að sökkva sér alfarið í hlutverk sitt (e. method acting). Strong fer með hlutverk Kendall Roy, sem er næstelsta systkinið í þessari fjölskyldu milljarðamæringa. Meðleikarar hans hafa stundum barmað sér yfir aðferðafræði leikarans en skoski leikarinn Brian Cox, sem fer með hlutverk föðursins og eiganda Roy samsteypunnar Logan Roy, hefur sagt opinberlega að hann þoli ekki leikstílinn. Roy fjölskyldan er allt í öllu í Succession þáttunum. Leikararnir eru þó mishrifnir af leikstíl hvors annars. Taylor Hill/FilmMagic/Getty „Þetta er ákveðinn menningarmunur,“ hefur leikarinn sagt í viðtali við Variety um aðferðafræðina þar sem hann hrósar Strong í hástert, þrátt fyrir skoðanir sínar á leikstíl hans. Jóhannes segir leikstílinn ekki hafa truflað sig. „Þetta snýst í raun bara um það að hann vill vera í fílíngnum sem er í gangi í senu þess dags og vill vera í þeim gír allan daginn.“ Flestir leikarar láti sér duga að detta í gírinn fyrir tökur. „En hann vill vera í gírnum allan daginn og vill þá síður spjalla um eitthvað allt annað.“ Leikarinn hafi hins vegar leyft sér að slaka á á kvöldin, enda innilokaður með hópnum í norskum smábæ í viku. „Hann leyfði sér að slaka aðeins á á kvöldin og þetta truflaði engan. Þetta truflar einmitt kannski mest þá sem leika með honum alla daga en þetta er rosalega ljúfur og almennilegur maður.“ Bíó og sjónvarp Noregur Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Það var magnað að vera hluti af þessu og sjá hvernig þeir taka þessa þætti upp,“ segir Jóhannes Haukur í samtali við Vísi. Succession eru af mörgum taldir einir bestu sjónvarpsþættir dagsins í dag og eru margverðlaunaðir en fjórða og síðasta sería þáttanna er nú í sýningu á Stöð 2 og Stöð 2+. Þættirnir hverfast um milljarðamæringana í Roy fjölskyldunni sem eru meirihlutaeigendur í fjölmiðlaveldinu WayStar RoyCo, sem minnir glettilega mikið á bandarísku sjónvarpsstöðina Fox. Sú er einmitt í eigu milljarðamæringsins Rupert Murdoch. Með helstu hlutverk fara Brian Cox, Jeremy Strong, Sarah Snook og Kieran Culkin. Jóhannes er ekki fyrsti íslenski leikarinn til að koma fram í þáttunum en Ingvar E. Sigurðsson kom fram í annarri seríu þáttanna. Sú sería var einmitt að hluta til tekin upp á Íslandi. Mikill aðdáandi „Ég er búinn að vera að fylgjast spenntur með þessu og var þess vegna peppaðri en venjulega yfir því að fá að vera með,“ segir Jóhannes sem fer með hlutverk Oskar Guðjohnsen, viðskiptastjóra í sænsku fyrirtæki í þáttunum. Sænski leikarinn Alexander Skarsgård fer með hlutverk forstjórans. „Þetta eru fjórir þættir samtals sem ég er í,“ segir Jóhannes sem segist hlæjandi ekki alveg til í fallast á það að hann sé í stórri rullu í þáttunum. „Þau eru náttúrulega alltaf í aðalhlutverkum, Roy systkinin. En jú jú maður fær að vera þarna og það er stórkostlegt. Þetta er svolítið eins og að vera kallaður inn til þess að spila leik í Meistaradeildinni og maður er bara ánægður að vera á bekknum og fá að fara inn á í tvær, þrjár mínútur.“ Brandarinn smellpassaði í atriðið Framkoma Jóhannesar í þáttunum hafa vakið mikla athygli, meðal annars hjá grínistanum og fyrrverandi borgarstjóranum Jóni Gnarr sem hrósaði töktum íslenska leikarans í hástert á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar deilir Jóhannes atriði úr nýjasta þættinum með innkomu sinni og segist hafa lært sitthvað af Fóstbræðrum, sketsaþáttunum vinsælu sem sýndir voru á Stöð 2 á tíunda áratugnum þar sem Jón Gnarr, Helga Braga Jónsdóttir og miklu fleiri fóru á kostum. Ef ég lærði eitthvað af Fóstbræðrum þá er það að best er að byrja senur á því að ljúka brandara með setningunni "...brjóstahaldarinn var í skápnum vinstra megin." Það geri ég einmitt þegar við svíarnir göngum inn til fundar við Waystar fólkið. pic.twitter.com/JpH4oGLA8H— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) April 25, 2023 „Við vorum náttúrulega í tökum þarna í Noregi og leikstjórinn biður mig um að segja brandara þegar takan hefst,“ segir Jóhannes hlæjandi. Fyrsta sem hafi komið upp í hugann hafi verið brjóstahaldaralínan góða. „Mér datt þetta strax í hug: „Ég segi þeim bara að brjósthaldarinn hafi verið í skápnum vinstra megin. Þá bara gerðum við það hlæjandi og löbbum þarna inn og senan byrjar.“ Talarðu sænsku reiprennandi? „Ég segi það nú ekki,“ segir Jóhannes og hlær aftur. „Ég kann náttúrulega bara dönskuna sem þeir troða ofan í okkur hérna í skólakerfinu á Íslandi. Svo bý ég nú að því líka að vera hálf færeyskur.“ Jóhannes segir Svíana hafi talið sig tala meiri norsku en sænsku. Það hafi þó enginn velt því fyrir sér. „Oskar Guðjohnsen mætti þess vegna vera Íslendingur sem vinnur í Svíþjóð.“ Aldrei séð annað eins tökuferli Succession er úr smiðju breska sjónvarpsþáttaframleiðandans Jesse Armstrong og er mikil áhersla lögð á persónusköpun og vel skrifaðar samræður á milli persóna sem oft virka eins og þær séu teknar upp í einum rykk. „Það er algjörlega einstakt að fylgjast með því hvernig þeir taka þættina upp. Nú hef ég verið í fjölda mörgum sjónvarpsþáttum en aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Jóhannes Haukur. „Þeir leggja mikið upp úr því að hafa langar tökur. Það er sem dæmi atriði í níunda þætti sem er 38 mínútna langt í einni töku. Þetta sér maður aldrei.“ Hann segir þrátt fyrir að tökur séu gjarnan langar séu þær stundum klipptar til. „Þeir vilja kannski klippa þetta fram og til baka en taka þetta samt svona upp og með því ná þeir svo miklu flæði í frammistöðu leikaranna sem verða svo góðir.“ Nefnir Jóhannes atriði úr öðrum þætti nýjustu seríunnar þar sem systkinin eru saman komin um borð í bát. „Leikararnir sögðu mér að þau hefðu tekið upp allt sem gerðist um borð í bátnum í einni töku. Þá eyddu þau öllum deginum í að undirbúa það og svo taka þau þetta kannski bara tvisvar upp.“ Þannig eigi leikararnir í Succession auðveldara með að setja sig í karakter. „Ef mörg atriði gerðust á sama stað þá reyndu þau alltaf að sauma það saman og taka allt upp í einu. Þetta hef ég hvergi séð áður, þetta er eitthvað sem fólk gerir yfirleitt ekki.“ Eyddu góðum tíma saman við tökur Jóhannes var á setti í norska smábænum Valldal. Þar voru meðal annars mættir Kieran Culkin og Jeremy Strong sem fara með hlutverk Roy bræðranna Rome og Kendall. „Þetta er rosalega lítill bær, þannig að við vorum öll saman á hóteli. Það var svakalega gaman því að þá borðuðum við alltaf kvöldmat saman og fengum að kynnast hvort öðru rosalega vel, sem var æðislegt.“ Síðari þættir hafi verið teknir upp í New York. „Þar fóru bara allir heim til sín eftir tökudaginn. Þannig að ég var ekkert úti að borða með Tom og Greg í New York,“ segir Jóhannes hlæjandi og vísar til persóna sem leiknar eru af þeim Matthew Macfadyen og Nicholas Braun. Leikstíll Jeremy Strong truflaði ekki Leikstíll hins bandaríska Jeremy Strong hefur lengi vakið athygli en hann er þekktur fyrir að sökkva sér alfarið í hlutverk sitt (e. method acting). Strong fer með hlutverk Kendall Roy, sem er næstelsta systkinið í þessari fjölskyldu milljarðamæringa. Meðleikarar hans hafa stundum barmað sér yfir aðferðafræði leikarans en skoski leikarinn Brian Cox, sem fer með hlutverk föðursins og eiganda Roy samsteypunnar Logan Roy, hefur sagt opinberlega að hann þoli ekki leikstílinn. Roy fjölskyldan er allt í öllu í Succession þáttunum. Leikararnir eru þó mishrifnir af leikstíl hvors annars. Taylor Hill/FilmMagic/Getty „Þetta er ákveðinn menningarmunur,“ hefur leikarinn sagt í viðtali við Variety um aðferðafræðina þar sem hann hrósar Strong í hástert, þrátt fyrir skoðanir sínar á leikstíl hans. Jóhannes segir leikstílinn ekki hafa truflað sig. „Þetta snýst í raun bara um það að hann vill vera í fílíngnum sem er í gangi í senu þess dags og vill vera í þeim gír allan daginn.“ Flestir leikarar láti sér duga að detta í gírinn fyrir tökur. „En hann vill vera í gírnum allan daginn og vill þá síður spjalla um eitthvað allt annað.“ Leikarinn hafi hins vegar leyft sér að slaka á á kvöldin, enda innilokaður með hópnum í norskum smábæ í viku. „Hann leyfði sér að slaka aðeins á á kvöldin og þetta truflaði engan. Þetta truflar einmitt kannski mest þá sem leika með honum alla daga en þetta er rosalega ljúfur og almennilegur maður.“
Bíó og sjónvarp Noregur Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira