Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti Viðar Eggertsson skrifar 4. maí 2023 09:00 Kjaragliðnun er pólitísk ákvörðun. Lög um almannatryggingar tryggja lífeyristaka gegn kjaragliðnun, en þrátt fyrir það er kjaragliðnun staðreynd á Íslandi. Á hverju ári leggur fjármála- og efnhagsráðherra fram fjárlagafrumvarp. Árlega kemur þar fram hvað ráðherrann og ráðuneyti hans ætla eldra fólki til að lifa af, hversu hár ellilífeyrir eigi að vera. Þar er ár eftir ár beitt ótrúegust reiknikúnstum til að komast hjá því að framfylgja 69. grein laga um almannatryggingar, þar sem skýrt er kveðið á um að ellilífeyrir eigi aldrei að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Reiknikúnstir ráðuneytis hæstvirts ráðherrans hafa sífellt vanmetið verðlagsþróun, almenna launaþróun og vísitölu neysluverðs - og þá hefur alltaf hallað á lífeyristaka. Kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við launaþróun né vísitölu Á síðustu átta árum hefur lífeyrir hækkað um 39%, verðbólgan hefur verið 40,3%, almenn vísitala hefur hækkað um 65% og laun ráðherra hafa hækkað um rúmlega 90%. Samkvæmt útreikningum Landssambands eldri borgara hefur kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við almenna launaþróun á síðustu árum, frá árinu 2018, hvort sem horft er til lágsmarslauna eða launavísitölu. En til þess að svo megi vera, ætti hann að vera 20-40 þúsund krónum hærri en hann er í dag.Þetta er vel tíundað í umsögn Landssambandsins um síðustu fjárlög og rökstutt skírt og afar skilmerkilega. Nú lifum við á verðbólgutímum. Verðbólgan sleikir tveggja stafa tölu í dag. Í ár er gert er ráð fyrir að verðbólga verði 8.2% en ekki 5,6% eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Munar um 95.000 kr Ranglega hefur fjármála- og efnahagsráðherra haldið því fram í mörg liðin ár að ellilífeyrir væri 300.000 kr. Ráðherra veit fullvel að ellilífeyrir náði ekki þessari tölu fyrr en í ár. Loksins á þessu ári. Í dag er ellilífeyrir 307.829 kr. fyrir skatta og skerðingar. – Það er nú öll rausnin!Lífeyristakar hafa árum saman kallað eftir því að óskertur ellilífeyrir nái sömu upphæð og lágmarks taxtalaun á vinnumarkaði. Lágmarkstaxti Eflingar er í dag 402.235 kr. Þarna munar um 95.000 kr.! Ellilífeyristakanum í óhag. Láglaunafólk getur vart lifað af 402 þúsund – hvað þá að fátækt eldra fólk geti lifað af 307 þúsundum. Síðan á eftir að greiða tekjuskatt af þessum upphæðum – svo rauntekjurnar eru lægri. Svo koma skerðingarnar. Við skulum tala um þær, því þær eru óhjákvæmilegar samkvæmt lögum. Enda er það svo að það eru sárafáir sem fá ellilífeyri óskertan vegna þess hve almenna frítekjumarkið er lágt. 1. janúar 2017 var sett frítekjumark á allar tekjur, sem nú gilda fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Frítekjumarkið var þá 25.000 kr. Það er enn, rúmum 6 árum síðar, 25.000 kr. Þau sem veikast standa Lágt frítekjumark kemur harðast niður á því fólki sem hefur lægstu tekjurnar. Einkum og sér í lagi konum sem unnið hafa láglaunastörf, einhleypu fólki, og að ógleymdum þeim sem eru á hinum alræmda íslenska leigumarkaði þar sem leiguverð er í hæstu hæðum og húsnæðisöryggi lítið. Kjaragliðnun verður að uppræta strax. Það er lágmarks krafa að ráðherra og ráðuneyti hans fari eftir 69. gr. laga um almannatryggingar og reikni rétt. Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Eldri borgarar Kjaramál Fjármál heimilisins Samfylkingin Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Kjaragliðnun er pólitísk ákvörðun. Lög um almannatryggingar tryggja lífeyristaka gegn kjaragliðnun, en þrátt fyrir það er kjaragliðnun staðreynd á Íslandi. Á hverju ári leggur fjármála- og efnhagsráðherra fram fjárlagafrumvarp. Árlega kemur þar fram hvað ráðherrann og ráðuneyti hans ætla eldra fólki til að lifa af, hversu hár ellilífeyrir eigi að vera. Þar er ár eftir ár beitt ótrúegust reiknikúnstum til að komast hjá því að framfylgja 69. grein laga um almannatryggingar, þar sem skýrt er kveðið á um að ellilífeyrir eigi aldrei að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Reiknikúnstir ráðuneytis hæstvirts ráðherrans hafa sífellt vanmetið verðlagsþróun, almenna launaþróun og vísitölu neysluverðs - og þá hefur alltaf hallað á lífeyristaka. Kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við launaþróun né vísitölu Á síðustu átta árum hefur lífeyrir hækkað um 39%, verðbólgan hefur verið 40,3%, almenn vísitala hefur hækkað um 65% og laun ráðherra hafa hækkað um rúmlega 90%. Samkvæmt útreikningum Landssambands eldri borgara hefur kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við almenna launaþróun á síðustu árum, frá árinu 2018, hvort sem horft er til lágsmarslauna eða launavísitölu. En til þess að svo megi vera, ætti hann að vera 20-40 þúsund krónum hærri en hann er í dag.Þetta er vel tíundað í umsögn Landssambandsins um síðustu fjárlög og rökstutt skírt og afar skilmerkilega. Nú lifum við á verðbólgutímum. Verðbólgan sleikir tveggja stafa tölu í dag. Í ár er gert er ráð fyrir að verðbólga verði 8.2% en ekki 5,6% eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Munar um 95.000 kr Ranglega hefur fjármála- og efnahagsráðherra haldið því fram í mörg liðin ár að ellilífeyrir væri 300.000 kr. Ráðherra veit fullvel að ellilífeyrir náði ekki þessari tölu fyrr en í ár. Loksins á þessu ári. Í dag er ellilífeyrir 307.829 kr. fyrir skatta og skerðingar. – Það er nú öll rausnin!Lífeyristakar hafa árum saman kallað eftir því að óskertur ellilífeyrir nái sömu upphæð og lágmarks taxtalaun á vinnumarkaði. Lágmarkstaxti Eflingar er í dag 402.235 kr. Þarna munar um 95.000 kr.! Ellilífeyristakanum í óhag. Láglaunafólk getur vart lifað af 402 þúsund – hvað þá að fátækt eldra fólk geti lifað af 307 þúsundum. Síðan á eftir að greiða tekjuskatt af þessum upphæðum – svo rauntekjurnar eru lægri. Svo koma skerðingarnar. Við skulum tala um þær, því þær eru óhjákvæmilegar samkvæmt lögum. Enda er það svo að það eru sárafáir sem fá ellilífeyri óskertan vegna þess hve almenna frítekjumarkið er lágt. 1. janúar 2017 var sett frítekjumark á allar tekjur, sem nú gilda fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Frítekjumarkið var þá 25.000 kr. Það er enn, rúmum 6 árum síðar, 25.000 kr. Þau sem veikast standa Lágt frítekjumark kemur harðast niður á því fólki sem hefur lægstu tekjurnar. Einkum og sér í lagi konum sem unnið hafa láglaunastörf, einhleypu fólki, og að ógleymdum þeim sem eru á hinum alræmda íslenska leigumarkaði þar sem leiguverð er í hæstu hæðum og húsnæðisöryggi lítið. Kjaragliðnun verður að uppræta strax. Það er lágmarks krafa að ráðherra og ráðuneyti hans fari eftir 69. gr. laga um almannatryggingar og reikni rétt. Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun