Ég á kvótann Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 7. maí 2023 20:01 Pistil þennan rita ég sem hugleiðingu við grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, Læknar bifvélavirki eyrnabólgu. Umræðan um nýtingu auðlinda í lýðræðissamfélagi er erfitt en þarft umræðuefni. Lýðræði felur í sér að farið sé að vilja fólksins, þ.e. meirihlutans. Þegar auðlindir eiga í hlut þarf þó að stíga varlega til jarðar og gæta sjálfbærni. Sameignarvandi (e. Tragedy of the commons) lýsir orsökinni kannski best en afleiðingin er sú að við ákvarðanatöku þarf að fara að vísindalegri ráðgjöf. Það gera Íslendingar eftir bestu getu þó umdeilt sé. Við vorum til að mynda fyrst vestrænna ríkja til að fullgilda Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna (United Nations Convention on the Law of the Sea – UNCLOS) og fjallar 61. gr. hans um verndun hinna lifandi auðlinda. Þar segir í 2. mgr. 61. gr.: Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu. Eftir því sem við á skulu strandríki og þar til bærar alþjóðastofnanir, hvort sem þær eru undirsvæðis-, svæðis- eða heimsstofnanir, starfa saman að þessu marki. Ennfremur segir 1. gr. laga um fiskveiðistjórnun nr. 116/2006: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmari nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þá komum við að máli málanna. Af hverju á þjóðin að hafa eitthvað um sjávarútvegsmál að segja. Heiðrún vísar til þekkingar Íslendinga á sjávarútvegsmálum og telur ástæðulaust að fara að ráðum þeirra sem telja sig búa yfir takmarkaðri þekkingu á greininni. Í því samhengi minnist hún á verkefnið Auðlindin okkar á vegum Matvælaráðuneytisins sem snýr að stefnumótun í sjávarútvegi. Heiðrún veltir því fyrir sér „hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið”. Ég varpa því fram eftirfarandi spurningu: Hversu djúpstæð þarf þekking að vera svo fólk geti myndað sér skoðun á sjávarútvegi? Þarf fólk að þekkja muninn á rauðum og hvítum vöðvum fiska? Þekkja aðferðir til að stýra kjörhæfni hringnótar? Eða er nóg að vita af hverju við innleiddum kvótakerfið, hvernig framsal kvóta leiddi til samþjöppunar innan greinarinnar og sé nú kominn í fárra hendur/fyrirtækja sem virðast flest hver vera að skila áður óþekktum hagnaðartölum? Ein ástæða þess er að fyrirtækin greiddu engin veiðigjöld af nýafstaðinni loðnuvertíð (vertíð sem sló öll met) sökum brogaðs kerfis. Þekking er afstæð og ein leið til að dýpka hana er með aukinni umræðu. Ég tel að verkefnið Auðlindin okkar hafi verið liður í því að auka/dýpka þekkingu almennings á greininni. Þar gafst fólki tækifæri á því að spyrja gagnrýnna spurninga og er þá vonandi betur í stakk búið til að mynda sér skoðun á „grundvelli hlutlægra og upplýstra staðreynda” fyrir vikið. Orð eru til alls fyrst. Við skulum ekki nálgast umræðuna um sjávarútveg af hroka. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Það er sjálfsagt að þjóðin hafi sína skoðun á sjávarútvegi og kalli eftir því að hluti ágóðans af nytjum auðlindarinnar skili sér til þjóðfélagsins. Áskoranirnar er samt ærnar. Mikið hefur verið rætt um nýliðun til greinarinnar og möguleika ungs fólks til að hasla sér þar völl. Sé mið tekið af því verði sem komið er á veiðiheimildir í dag þá er erfitt fyrir ungt fólk að komast inn í þessa atvinnugrein – ætlandi að byrja með „tvær hendur tómar“ eins og sagt er. Það þarf alltaf einhverja „forgjöf“. Og þetta segi ég nú bara eftir að hafa fylgst með þeim tímamótum sem urðu í liðinni viku er 40 ár voru liðin frá því að Samherji sigldi togaranum Guðsteini að bryggju á Akureyri. Þar voru ungir menn á ferð með mikinn dugnað, áræði og útsjónarsemi á ferðinni. Forgjöfin þeirra var „skipstjórakvóti“ sem til var á þeim tíma en ekki í dag. Restin er saga. Til varð eitt stærsta og öflugasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki við Norður-Atlantshaf. Það er þó með þetta kerfi, fiskveiðistjórnunarkerfið, eins og önnur mannanna verk – að það getur og á að taka breytingum eftir kröfum tímans og fólksins sem byggir landið hverju sinni. Eignarhaldi auðlindarinnar fylgir því mikil ábyrgð. Hvernig við högum afnotaréttinum hverju sinni er stór ákvörðun og skiptir okkur sem þjóð gríðarmiklu máli. Við eigum því ekki að vera feimin við að afla okkur upplýsinga, spyrja spurninga og leitast við að auka þekkingu okkar á þessari stóru þjóðareign með hverjum þeim hætti er við teljum bestan og taka síðan virkan þátt í mótun umræðunnar sem leiða á til nauðsynlegrar ákvarðanatöku varðandi þetta fjöregg okkar. Áfram Ísland! Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Pistil þennan rita ég sem hugleiðingu við grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, Læknar bifvélavirki eyrnabólgu. Umræðan um nýtingu auðlinda í lýðræðissamfélagi er erfitt en þarft umræðuefni. Lýðræði felur í sér að farið sé að vilja fólksins, þ.e. meirihlutans. Þegar auðlindir eiga í hlut þarf þó að stíga varlega til jarðar og gæta sjálfbærni. Sameignarvandi (e. Tragedy of the commons) lýsir orsökinni kannski best en afleiðingin er sú að við ákvarðanatöku þarf að fara að vísindalegri ráðgjöf. Það gera Íslendingar eftir bestu getu þó umdeilt sé. Við vorum til að mynda fyrst vestrænna ríkja til að fullgilda Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna (United Nations Convention on the Law of the Sea – UNCLOS) og fjallar 61. gr. hans um verndun hinna lifandi auðlinda. Þar segir í 2. mgr. 61. gr.: Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu. Eftir því sem við á skulu strandríki og þar til bærar alþjóðastofnanir, hvort sem þær eru undirsvæðis-, svæðis- eða heimsstofnanir, starfa saman að þessu marki. Ennfremur segir 1. gr. laga um fiskveiðistjórnun nr. 116/2006: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmari nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þá komum við að máli málanna. Af hverju á þjóðin að hafa eitthvað um sjávarútvegsmál að segja. Heiðrún vísar til þekkingar Íslendinga á sjávarútvegsmálum og telur ástæðulaust að fara að ráðum þeirra sem telja sig búa yfir takmarkaðri þekkingu á greininni. Í því samhengi minnist hún á verkefnið Auðlindin okkar á vegum Matvælaráðuneytisins sem snýr að stefnumótun í sjávarútvegi. Heiðrún veltir því fyrir sér „hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið”. Ég varpa því fram eftirfarandi spurningu: Hversu djúpstæð þarf þekking að vera svo fólk geti myndað sér skoðun á sjávarútvegi? Þarf fólk að þekkja muninn á rauðum og hvítum vöðvum fiska? Þekkja aðferðir til að stýra kjörhæfni hringnótar? Eða er nóg að vita af hverju við innleiddum kvótakerfið, hvernig framsal kvóta leiddi til samþjöppunar innan greinarinnar og sé nú kominn í fárra hendur/fyrirtækja sem virðast flest hver vera að skila áður óþekktum hagnaðartölum? Ein ástæða þess er að fyrirtækin greiddu engin veiðigjöld af nýafstaðinni loðnuvertíð (vertíð sem sló öll met) sökum brogaðs kerfis. Þekking er afstæð og ein leið til að dýpka hana er með aukinni umræðu. Ég tel að verkefnið Auðlindin okkar hafi verið liður í því að auka/dýpka þekkingu almennings á greininni. Þar gafst fólki tækifæri á því að spyrja gagnrýnna spurninga og er þá vonandi betur í stakk búið til að mynda sér skoðun á „grundvelli hlutlægra og upplýstra staðreynda” fyrir vikið. Orð eru til alls fyrst. Við skulum ekki nálgast umræðuna um sjávarútveg af hroka. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Það er sjálfsagt að þjóðin hafi sína skoðun á sjávarútvegi og kalli eftir því að hluti ágóðans af nytjum auðlindarinnar skili sér til þjóðfélagsins. Áskoranirnar er samt ærnar. Mikið hefur verið rætt um nýliðun til greinarinnar og möguleika ungs fólks til að hasla sér þar völl. Sé mið tekið af því verði sem komið er á veiðiheimildir í dag þá er erfitt fyrir ungt fólk að komast inn í þessa atvinnugrein – ætlandi að byrja með „tvær hendur tómar“ eins og sagt er. Það þarf alltaf einhverja „forgjöf“. Og þetta segi ég nú bara eftir að hafa fylgst með þeim tímamótum sem urðu í liðinni viku er 40 ár voru liðin frá því að Samherji sigldi togaranum Guðsteini að bryggju á Akureyri. Þar voru ungir menn á ferð með mikinn dugnað, áræði og útsjónarsemi á ferðinni. Forgjöfin þeirra var „skipstjórakvóti“ sem til var á þeim tíma en ekki í dag. Restin er saga. Til varð eitt stærsta og öflugasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki við Norður-Atlantshaf. Það er þó með þetta kerfi, fiskveiðistjórnunarkerfið, eins og önnur mannanna verk – að það getur og á að taka breytingum eftir kröfum tímans og fólksins sem byggir landið hverju sinni. Eignarhaldi auðlindarinnar fylgir því mikil ábyrgð. Hvernig við högum afnotaréttinum hverju sinni er stór ákvörðun og skiptir okkur sem þjóð gríðarmiklu máli. Við eigum því ekki að vera feimin við að afla okkur upplýsinga, spyrja spurninga og leitast við að auka þekkingu okkar á þessari stóru þjóðareign með hverjum þeim hætti er við teljum bestan og taka síðan virkan þátt í mótun umræðunnar sem leiða á til nauðsynlegrar ákvarðanatöku varðandi þetta fjöregg okkar. Áfram Ísland! Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun