Hefði verið gott að hafa nemendur í stýrihóp um sameiningar Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. maí 2023 21:41 Bjarkey segir að byrja hefði mátt vinnu við undirbúning sameininga menntaskóla með öðrum hætti. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að gott hefði verið ef framhaldsskólanemendur hefðu fengið sæti við borðið í stýrihópi menntamálaráðuneytisins sem falið var að kanna fýsileika á sameiningum menntaskóla. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“ Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“
Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25
Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22