Sjáðu dýrkeypta hoppið: „Mjög sárt og ósanngjarnt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 12:00 Sigursteinn Arndal sýndi tilfinningar á hliðarlínunni í gærkvöld og það reyndist dýrkeypt á viðkvæmum tímapunkti í framlengingunni. VÍSIR/VILHELM Afar umdeilt atvik í framlengingu leiks FH og ÍBV í gærkvöld, þar sem Sigursteinn Arndal þjálfari FH fékk tveggja mínútna brottvísun, var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eftir leik. Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira