Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. maí 2023 22:30 Íslendingar voru fæstir ánægðir með úrslitin, sumir voru reiðir á meðan aðrir voru svekktir. EBU Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. Margir voru reiðir og fúlir út í Evrópubúa og keppnina sjálfa. Arnar Sveinn Geirsson, fyrrverandi fótboltamaður og mannauðsstjóri, furðaði sig á því af hverju Ísland tæki þátt í Eurovision sem væri ekki söngvakeppni „fyrir fimm aura“. Af hverju tökum við þátt í þessu rugli? Þetta er ekki söngvakeppni fyrir fimm aura. Þvílíka þvælan. #12stig— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) May 11, 2023 Heiðar Austmann, útvarpsmaður, sagði að Evrópa væri ekki með eyru og það sæist á lögunum sem fóru áfram: Evrópa er ekki með eyru. Sýnir sig á lögunum sem fóru áfram. Þvílíki brandarinn #12stig— Heiðar Austmann (@haustmann) May 11, 2023 Lenya Rún, þingkona Pírata, sagði Íslendinga hafa verið rænda og birti mynd af þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland myndi hætta þátttöku sinni í Eurovision frá og með árinu 2023. we were robbed #12stig pic.twitter.com/9m8PJRCkMU— Lenya Rún (@Lenyarun) May 11, 2023 Eydís Sara Óskarsdóttir velti því fyrir sér hvort það væri ekki í lagi heima hjá Evrópubúum: WTF EVRÓPA?!? ER EKKI ALLT Í LAGI HEIMA HJÁ YKKUR?!? #12stig— Eydís Sara Óskarsdóttir (@eydis_sara) May 11, 2023 Arnór Steinn Ívarsson, blaðamaður, velti því fyrir sér af hverju maður horfði „á þetta djöfulsins andskotans rusl ár eftir ár“ og kallaði hana svindl. Af hverju horfir maður a þetta djöfulsins andskotans rusl ar eftir ár. Fokking scam. #12stig— nóri (@arnorsteinn) May 11, 2023 Grafíska hönnuðinum Svölu Hjörleifsdóttur fannst galið að Ísland hefði ekki komist áfram og dóttur hennar líka. Galið að við höfum ekki komist áfram. Eins og dóttir mín sagði Þetta er versta dómgæsla sem ég hef séð. Verri en á leiknum sem ég keppti á móti ÍBV. #12stig— Svalafel (@svalalala) May 11, 2023 Helena Ólafsdóttir, íþróttafréttamaður og fyrrum fótboltakona, velti því fyrir sér hvernig Íslendingar nenntu að taka þátt en fannst Diljá samt geggjuð. Í alvöru hvernig nennum við þessu #12stig En #dilja geggjuð— Helena Ólafsdóttir (@helenaolafs) May 11, 2023 Bragi Valdimar, íslenskuspekúlant og orðasmiður, sagði bara „Prumpóvisjón.“: Prumpóvisjón. #12stig— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 11, 2023 Þórgnýr Albertsson, upplýsingafulltrúi Öryrkjabandalagsins, sagði Evrópu vera meðalgreinda heimsálfu: MEÐALGREINDA HEIMSÁLFA #12stig— Þórgnýr Albertsson (@thorgnyr4ever) May 11, 2023 Fjöldi fólks var sár og svekktur með úrslitin, sumir sögðust jafnvel þurfa tíma til að jafna sig. Hildur Lilliendahl sagðist núna hata Eurovision og hún verði að lágmarki sólarhring að jafna sig: Jæja. Nú hata ég Júróvisjón. Hata. Verð að lágmarki sólarhring að jafna mig á þessu fokking óréttlæti. #12stig— HilPARODYdur (@hillldur) May 11, 2023 Inga Auðbjörg, formaður Siðmenntar, sagðist ekki mundu verða við næstu þrjá til fimm daga og birti GIF af grátandi manni: Ég verð ekki við næstu 3-5 virka daga #12stig pic.twitter.com/Alb4geDQUS— Inga, MSc. (@irg19) May 11, 2023 Tanja Ísfjörð, aðgerðarsinni hjá Öfgum, sagðist yfirleitt ekki vera tapsár en að Diljá hafi átt skilið að komast upp úr riðlinum. Hún bað fólk að tala ekki við sig, hún þyrfti að jafna sig. Ég er yfirleitt ekki tapsár en Diljá átti svo mikið skilið að komast upp úr riðlinum. Ég skil þetta ekki. Ekki tala við mig ég þarf að jafna mig. #12stig— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) May 11, 2023 Birna Birgisdóttir birti mynd af leikskólabarni sínu þar sem hún sendir Evrópu fingurinn. Hún sagði úrslitin vera gott tækifæri til að læra um tilfinningar á borð við reiði, vonbrigði og gremju. Það er eflaust satt hjá henni. Leikskólabarnið mitt sendir Evrópu skilaboð. Notum þetta móment til að læra um tilfinningarnar: Reiði, vonbrigði og gremja #12stig pic.twitter.com/u3pmr4BuQr— Birna Birgis (@berniebee9) May 11, 2023 Salka Sól söngkona sá það jákvæða við kvöldið, frammistöðu Diljár og sagði „skítt með að komast áfram“. Á hennar heimili hefði fólk setið dáleitt og agndofa yfir Diljá sem væri þvílíkt undur. Við sátum hér á mínu heimili dáleidd og agndofa yfir Diljá á sviðinu. Þvílíkt undur sem þessi stelpa er, skítt með að komast áfram #12stig— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 11, 2023 Óskar G. Óskarsson var á öðrum meiði. Honum fannst Power skítlélegt og aldrei líklegt til afreka. Hann lagði til að sænskir lagasmiðir yrðu ráðnir til starfa og Einar Ágúst fengi að keppa fyrir hönd Íslendinga: Við vorum aldrei á leiðinni áfram, skítlélegt lag.Ættum að ráða einhvern Svía til að semja lag fyrir næsta ár og senda King Einar ágúst#12stig— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 11, 2023 Ýmsir tengdu Evrópusambandsumsókn Íslendinga inn í niðurstöðuna. Eva Pandóra sagði það kannski bara vera ágætt að Gunnar Bragi slúttaði umsókn Íslendinga í sambandið. Jæja, það var kannski bara ágætt að Gunnar Bragi ákvað að slútta þessari Evrópusambandsumsókn um daginn.. #12stig— Eva Pandora (@evapanpandora) May 11, 2023 Kolbrún Birna sagði að þetta fengjum við fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu: Þetta er það sem við fáum fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu krakkar #12stig— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 11, 2023 Hrafn Jónsson, pistlahöfundur og klippari, sagði að þarna þyti Evrópusambandsdraumurinn endanlega út um gluggan. Jæja, þar þaut Evrópusambandsdraumurinn endanlega út um gluggann. #12stig— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 11, 2023 Hann huggaði sig líka við að Danir hefðu ekki komist áfram: Það er huggun harmi gegn að Danir hafi ekki heldur komist áfram. #12stig— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 11, 2023 Björn Teitsson, hjólreiðafrömuður, gerði það sama: Allavega komust Danir ekki heldur áfram. #12stig— Björn Teitsson (@bjornteits) May 11, 2023 Twitter-notandinn Lobbsterinn fannst jákvætt að Danir hefðu ekki farið áfram en það væru tvö lítil Eurovision-hjörtu á heimilinu í molum. HELVÍTIS FOKKING FOKK!! Það eru tvö litil eurovision hjörtu hér í molum. Þeim fannst Diljá ótrúlega flott!!Jákvæða er að Danir fóru heldur ekki áfram! #12stig— Lobba (@Lobbsterinn) May 11, 2023 Sigurður Ingi Ricardo sagði lærdóm kvöldsins vera að það ætti að syngja á móðurmálinu, það hentaði betur: Lærdómur kvöldsins syngja á eigin móðurmáli hentar betur #12stig— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 11, 2023 Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli, leitaði skýringa í mynd sem var tekin af Diljá úti í Liverpool þar sem hún var klædd í fullan Liverpool-skrúða: Við hverju bjuggust þið?Hún lét mynda sig í Liverpool búning! #12stig— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) May 11, 2023 Hilmar Norðfjörð lagði til að Gísli Marteinn yrði sendur heim í mótmælaskyni: Í mótmælaskyni heimta ég að @gislimarteinn verðir sendur heim. Eigum ekki að sætta okkur við þetta. #12stig— Hilmar Nordfjord (@hilmartor) May 11, 2023 Tómas Jóhannsson, leikari, taldi brotthvarf dómara úr undanúrslitum hafa mikið að segja um það að Ísland hefði ekki komist áfram: Dómarar out I semi finals meiðir okkur svakalega. #12stig— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) May 11, 2023 Eurovision Eurovísir Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Margir voru reiðir og fúlir út í Evrópubúa og keppnina sjálfa. Arnar Sveinn Geirsson, fyrrverandi fótboltamaður og mannauðsstjóri, furðaði sig á því af hverju Ísland tæki þátt í Eurovision sem væri ekki söngvakeppni „fyrir fimm aura“. Af hverju tökum við þátt í þessu rugli? Þetta er ekki söngvakeppni fyrir fimm aura. Þvílíka þvælan. #12stig— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) May 11, 2023 Heiðar Austmann, útvarpsmaður, sagði að Evrópa væri ekki með eyru og það sæist á lögunum sem fóru áfram: Evrópa er ekki með eyru. Sýnir sig á lögunum sem fóru áfram. Þvílíki brandarinn #12stig— Heiðar Austmann (@haustmann) May 11, 2023 Lenya Rún, þingkona Pírata, sagði Íslendinga hafa verið rænda og birti mynd af þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland myndi hætta þátttöku sinni í Eurovision frá og með árinu 2023. we were robbed #12stig pic.twitter.com/9m8PJRCkMU— Lenya Rún (@Lenyarun) May 11, 2023 Eydís Sara Óskarsdóttir velti því fyrir sér hvort það væri ekki í lagi heima hjá Evrópubúum: WTF EVRÓPA?!? ER EKKI ALLT Í LAGI HEIMA HJÁ YKKUR?!? #12stig— Eydís Sara Óskarsdóttir (@eydis_sara) May 11, 2023 Arnór Steinn Ívarsson, blaðamaður, velti því fyrir sér af hverju maður horfði „á þetta djöfulsins andskotans rusl ár eftir ár“ og kallaði hana svindl. Af hverju horfir maður a þetta djöfulsins andskotans rusl ar eftir ár. Fokking scam. #12stig— nóri (@arnorsteinn) May 11, 2023 Grafíska hönnuðinum Svölu Hjörleifsdóttur fannst galið að Ísland hefði ekki komist áfram og dóttur hennar líka. Galið að við höfum ekki komist áfram. Eins og dóttir mín sagði Þetta er versta dómgæsla sem ég hef séð. Verri en á leiknum sem ég keppti á móti ÍBV. #12stig— Svalafel (@svalalala) May 11, 2023 Helena Ólafsdóttir, íþróttafréttamaður og fyrrum fótboltakona, velti því fyrir sér hvernig Íslendingar nenntu að taka þátt en fannst Diljá samt geggjuð. Í alvöru hvernig nennum við þessu #12stig En #dilja geggjuð— Helena Ólafsdóttir (@helenaolafs) May 11, 2023 Bragi Valdimar, íslenskuspekúlant og orðasmiður, sagði bara „Prumpóvisjón.“: Prumpóvisjón. #12stig— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 11, 2023 Þórgnýr Albertsson, upplýsingafulltrúi Öryrkjabandalagsins, sagði Evrópu vera meðalgreinda heimsálfu: MEÐALGREINDA HEIMSÁLFA #12stig— Þórgnýr Albertsson (@thorgnyr4ever) May 11, 2023 Fjöldi fólks var sár og svekktur með úrslitin, sumir sögðust jafnvel þurfa tíma til að jafna sig. Hildur Lilliendahl sagðist núna hata Eurovision og hún verði að lágmarki sólarhring að jafna sig: Jæja. Nú hata ég Júróvisjón. Hata. Verð að lágmarki sólarhring að jafna mig á þessu fokking óréttlæti. #12stig— HilPARODYdur (@hillldur) May 11, 2023 Inga Auðbjörg, formaður Siðmenntar, sagðist ekki mundu verða við næstu þrjá til fimm daga og birti GIF af grátandi manni: Ég verð ekki við næstu 3-5 virka daga #12stig pic.twitter.com/Alb4geDQUS— Inga, MSc. (@irg19) May 11, 2023 Tanja Ísfjörð, aðgerðarsinni hjá Öfgum, sagðist yfirleitt ekki vera tapsár en að Diljá hafi átt skilið að komast upp úr riðlinum. Hún bað fólk að tala ekki við sig, hún þyrfti að jafna sig. Ég er yfirleitt ekki tapsár en Diljá átti svo mikið skilið að komast upp úr riðlinum. Ég skil þetta ekki. Ekki tala við mig ég þarf að jafna mig. #12stig— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) May 11, 2023 Birna Birgisdóttir birti mynd af leikskólabarni sínu þar sem hún sendir Evrópu fingurinn. Hún sagði úrslitin vera gott tækifæri til að læra um tilfinningar á borð við reiði, vonbrigði og gremju. Það er eflaust satt hjá henni. Leikskólabarnið mitt sendir Evrópu skilaboð. Notum þetta móment til að læra um tilfinningarnar: Reiði, vonbrigði og gremja #12stig pic.twitter.com/u3pmr4BuQr— Birna Birgis (@berniebee9) May 11, 2023 Salka Sól söngkona sá það jákvæða við kvöldið, frammistöðu Diljár og sagði „skítt með að komast áfram“. Á hennar heimili hefði fólk setið dáleitt og agndofa yfir Diljá sem væri þvílíkt undur. Við sátum hér á mínu heimili dáleidd og agndofa yfir Diljá á sviðinu. Þvílíkt undur sem þessi stelpa er, skítt með að komast áfram #12stig— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 11, 2023 Óskar G. Óskarsson var á öðrum meiði. Honum fannst Power skítlélegt og aldrei líklegt til afreka. Hann lagði til að sænskir lagasmiðir yrðu ráðnir til starfa og Einar Ágúst fengi að keppa fyrir hönd Íslendinga: Við vorum aldrei á leiðinni áfram, skítlélegt lag.Ættum að ráða einhvern Svía til að semja lag fyrir næsta ár og senda King Einar ágúst#12stig— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 11, 2023 Ýmsir tengdu Evrópusambandsumsókn Íslendinga inn í niðurstöðuna. Eva Pandóra sagði það kannski bara vera ágætt að Gunnar Bragi slúttaði umsókn Íslendinga í sambandið. Jæja, það var kannski bara ágætt að Gunnar Bragi ákvað að slútta þessari Evrópusambandsumsókn um daginn.. #12stig— Eva Pandora (@evapanpandora) May 11, 2023 Kolbrún Birna sagði að þetta fengjum við fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu: Þetta er það sem við fáum fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu krakkar #12stig— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 11, 2023 Hrafn Jónsson, pistlahöfundur og klippari, sagði að þarna þyti Evrópusambandsdraumurinn endanlega út um gluggan. Jæja, þar þaut Evrópusambandsdraumurinn endanlega út um gluggann. #12stig— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 11, 2023 Hann huggaði sig líka við að Danir hefðu ekki komist áfram: Það er huggun harmi gegn að Danir hafi ekki heldur komist áfram. #12stig— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 11, 2023 Björn Teitsson, hjólreiðafrömuður, gerði það sama: Allavega komust Danir ekki heldur áfram. #12stig— Björn Teitsson (@bjornteits) May 11, 2023 Twitter-notandinn Lobbsterinn fannst jákvætt að Danir hefðu ekki farið áfram en það væru tvö lítil Eurovision-hjörtu á heimilinu í molum. HELVÍTIS FOKKING FOKK!! Það eru tvö litil eurovision hjörtu hér í molum. Þeim fannst Diljá ótrúlega flott!!Jákvæða er að Danir fóru heldur ekki áfram! #12stig— Lobba (@Lobbsterinn) May 11, 2023 Sigurður Ingi Ricardo sagði lærdóm kvöldsins vera að það ætti að syngja á móðurmálinu, það hentaði betur: Lærdómur kvöldsins syngja á eigin móðurmáli hentar betur #12stig— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 11, 2023 Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli, leitaði skýringa í mynd sem var tekin af Diljá úti í Liverpool þar sem hún var klædd í fullan Liverpool-skrúða: Við hverju bjuggust þið?Hún lét mynda sig í Liverpool búning! #12stig— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) May 11, 2023 Hilmar Norðfjörð lagði til að Gísli Marteinn yrði sendur heim í mótmælaskyni: Í mótmælaskyni heimta ég að @gislimarteinn verðir sendur heim. Eigum ekki að sætta okkur við þetta. #12stig— Hilmar Nordfjord (@hilmartor) May 11, 2023 Tómas Jóhannsson, leikari, taldi brotthvarf dómara úr undanúrslitum hafa mikið að segja um það að Ísland hefði ekki komist áfram: Dómarar out I semi finals meiðir okkur svakalega. #12stig— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) May 11, 2023
Eurovision Eurovísir Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið