Sjáðu umdeilda dóminn sem Seinni bylgjan var svo ósátt við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 08:31 Það urðu mikil læti við hliðarlínuna eftir atvikið. Vísir/Diego Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála umdeildum dómi sem átti stóran þátt í sigri Hauka á Aftureldingu í Mosfellsbænum i gærkvöldi. Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira