Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. maí 2023 13:25 Formaður ADHD samtakana, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerð varðandi ADHD-lyfjanotkun flugliða breytt. Th: Vísir/Arnar. Tv: Vísir/Vilhelm Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“ Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“
Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira