Gunnar þakklátur fyrir tapleik í fyrra: „Vöknuðum allir upp við vondan draum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 15:00 Blær Hinriksson er algjör lykilmaður í liði Aftureldingar og hefur náð að spila gegn Haukum þrátt fyrir ökklameiðsli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir mikið vonbrigðatímabil í fyrra, þar sem Afturelding komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina í Olís-deild karla í handbolta, hefur nánast alveg sama lið landað bikarmeistaratitli í ár og getur með sigri í kvöld komist í úrslitaeinvígi um Íslandmeistaratitilinn. Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira