Mjólk hækkar minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 17. maí 2023 16:00 Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun