Mariam fékk sturtu í miðju viðtali: Ólýsanleg tilfinning Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 11:00 Mariam fagnar einu marka sinna í gær. Vísir/Anton Brink Mariam Eradze átti góðan leik fyrir Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik með sigri á ÍBV í Eyjum í gær. Hún fékk sturtu frá liðsfélögum sínum í viðtali eftir leik. Valskonur varð Íslandsmeistari kvenna í handknattleik í gær eftir 25-23 sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í Vestmannaeyjum í gær. Valur vann 3-0 sigur í einvíginu en liðið hafði endaði í öðru sæti bæði í deildar- og bikarkeppninni á eftir Eyjaliðinu. Mariam Eradze er lykilmaður í liði Valskvenna og hún átti góðan leik í gær. Hún skoraði fimm mörk úr átta skotum og þar af gríðarlega mikilvægt mark þegar hún kom Val í 24-23 forystu eftir að Valsliðið hafði verið í brasi sóknarlega í talsverðan tíma þar á undan. Klippa: Sturta eftir leik Mariam fór í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir leikinn í gær en viðtalið var varla hafið þegar liðsfélagar hennar Sara Sif Helgadóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir komu hlaupandi og helltu vatni yfir hana. „Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ náði Mariam að segja áður en hún fékk sturtu. „Takk stelpur, ég elska ykkur,“ sagði Mariam þegar Sörurnar höfðu hlaupið burt. „Þvílík liðsheild þetta árið“ Mariam sagði það ólýsanlega tilfinningu að verða Íslandsmeistari en Valur varð síðast meistari árið 2019. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn Íslandsmeistaratitilinn og þetta er bara rosalegt. Með þessu liði, við erum búin að vera flestar saman í þrjú tímabil og alltaf búin að lenda í öðru sæti, á móti KA/Þór og Fram. Þetta er búið að vera, ég vil ekki segja vonbrigði, en þetta er búið að vera svona: Við verðum að taka þennan heim, og ætluðum að gera það.“ „Fyrir allar sem eru hérna og ég veit ekki hver fer og hver verður. Við vildum gera þetta allar saman. Þvílík liðsheild þetta árið, erum búnar að líma okkur ótrúlega vel saman. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur. Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 20. maí 2023 17:58 Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. 20. maí 2023 17:40 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Valskonur varð Íslandsmeistari kvenna í handknattleik í gær eftir 25-23 sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í Vestmannaeyjum í gær. Valur vann 3-0 sigur í einvíginu en liðið hafði endaði í öðru sæti bæði í deildar- og bikarkeppninni á eftir Eyjaliðinu. Mariam Eradze er lykilmaður í liði Valskvenna og hún átti góðan leik í gær. Hún skoraði fimm mörk úr átta skotum og þar af gríðarlega mikilvægt mark þegar hún kom Val í 24-23 forystu eftir að Valsliðið hafði verið í brasi sóknarlega í talsverðan tíma þar á undan. Klippa: Sturta eftir leik Mariam fór í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir leikinn í gær en viðtalið var varla hafið þegar liðsfélagar hennar Sara Sif Helgadóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir komu hlaupandi og helltu vatni yfir hana. „Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ náði Mariam að segja áður en hún fékk sturtu. „Takk stelpur, ég elska ykkur,“ sagði Mariam þegar Sörurnar höfðu hlaupið burt. „Þvílík liðsheild þetta árið“ Mariam sagði það ólýsanlega tilfinningu að verða Íslandsmeistari en Valur varð síðast meistari árið 2019. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn Íslandsmeistaratitilinn og þetta er bara rosalegt. Með þessu liði, við erum búin að vera flestar saman í þrjú tímabil og alltaf búin að lenda í öðru sæti, á móti KA/Þór og Fram. Þetta er búið að vera, ég vil ekki segja vonbrigði, en þetta er búið að vera svona: Við verðum að taka þennan heim, og ætluðum að gera það.“ „Fyrir allar sem eru hérna og ég veit ekki hver fer og hver verður. Við vildum gera þetta allar saman. Þvílík liðsheild þetta árið, erum búnar að líma okkur ótrúlega vel saman. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur.
Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 20. maí 2023 17:58 Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. 20. maí 2023 17:40 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 20. maí 2023 17:58
Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. 20. maí 2023 17:40