Plastið verði eitraðra við endurvinnslu og eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. maí 2023 10:55 Stór hluti plastúrgangs Vesturlanda endar í fátækari ríkjum heims. Getty/NurPhoto/Sudipta Das Endurvinnsla plasts getur gert plastið enn „eitraðra“ en áður og er ekki umhverfisvæn lausn. Þetta segja náttúrunverndarsamtökin Greenpeace. Í nýrri skýrslu þar sem teknar eru saman niðurstöður vísindarannsókna á endurvinnslu plasts, segir að past eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu. Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira