Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2023 13:34 Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. Steina Árnadóttir, 62 ára gamall hjúkrunarfræðingur, er sökuð um að hafa valdið dauða konu með geðklofa á sextugsaldri á geðdeild Landspítalans þann 16. ágúst árið 2021. Það hafi hún gert með því að þvinga innihald tveggja flaskna af næringadrykk ofan í konuna á meðan hún lét tvær ungar samstarfskonur sínar halda henni. Steina er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um opinbera starfsmenn. Hún neitar sök. Atvikið átti sér stað á kvöldverðartíma sjúklinga. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt en með henni voru þrjár yngri og lítt reyndar samstarfskonur; sjúkraliði, sjúkraliðanemi og stuðningsfulltrúi. Konan sem lést var með geðklofa en hafði fyrr um daginn greinst með lungnabólgu. Hún var send á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi vegna þess en vísað til baka á geðdeildina því ekki var pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Framburður Steinu annars vegar og samstarfskvenna hennar þriggja hins vegar var í grundvallaratriðum ólíkur. Hinar þrjár fullyrtu með afgerandi hætti að Steina hefði hellt tveimur flöskum af næringardrykk upp í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og konan lést. Steina hélt því fram að hún hafi reynt að bjarga konunni þegar matur stóð í henni og hún hefði aðeins gefið henni nokkra sopa af drykk. Réttarlæknar telja að konan hafi kafnað vegna vökva sem teppti lungu hennar. Steina Árnadóttir í dómsal á miðvikudaginn.Vísir/Vilhelm Við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, settur saksóknari í málinu, að allt sem gerðist hafi borið þess einkenni að Steina væri pirruð, mögulega af ærnu tilefni, vegna þess hve vaktin var þung og erfið, að konan væri á deildinni þrátt fyrir líkamleg veikindi og að henni hefði verið gefinn rangur matur. „Það sem virðist hafa gerst er að hún hafi tekið þennan pirring út á sjúklingnum,“ sagði Dagmar í málflutningsræðu sinni. Steina ætti sér litlar málsbætur. Sakarefnið væri afar alvarlegt. Lagði saksóknarinn til að dómurinn liti til nýlegs máls þar sem maður var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að valda dauða tveggja manna við íkveikju á Selfossi. Mátti vera afleiðingarnar ljósar Ákæruvaldið byggir ekki á að Steina hafi ætlað sér að bana sjúklingnum heldur að um svokallaðan líkindaásetning hafi verið að ræða. Steinu mætti hafa verið ljóst hverjar afleiðingar þess yrðu að hella drykk ofan í manneskju sem vildi hann ekki, sérstaklega sem hjúkrunarfræðimenntuð manneskja. Ástand konunnar hafi aukið hættuna á hættulegum afleiðingum. Steinu hafi verið vel kunnugt um líkamleg veikindi konunnar og hún hafi vitað að hún hefði átt erfitt með að kyngja. Fram kom að Steina hefði unnið nítján vaktir á sextán dögum áður en atvikið átti sér stað. Deildin var jafnframt undirmönnuð. Dagmar saksóknari sagði að þó að flestir gætu tengt við áhrif þreytu á dómgreind, þolinmæði og ákvarðanir þá væri andlát konunnar ekki afleiðing slæmrar mönnuar á vaktinni heldur ákvörðunartöku Steinu sjálfrar. Steina hafi ákveðið að sjúklingurinn skyldi drekka. Aðrir starfsmenn hefðu vitnað um að hún gæti verið hranaleg, sérstaklega við matargjöf sjúklinga. Konan, sem hafi átt sér einskis ills von, hafi ekki haft roð við Steinu og tveimur samstarfsmönnum hennar sem héldu henni. Augljóst sé að konan hefði verið með fulla meðvitund og gefið merki um að hún vildi ekki drekka. Framburðurinn á skjön við lýsingar samstarfskvennanna Dagmar sagði að hafna bæri lýsingum Steinu á atvikunum. Hjúkrunarfræðingurinn hélt því fram fyrir dómi að stuðningsfulltrúi hefði fyrst sótt sig vegna þess að matur stæði í konunni. Eftir að hún hefði bankað á bak konunnar og matur hrokkið upp úr henni hefði hún reynt að gefa henni nokkra sopa af næringardrykk vegna þess að hún hefði talið að eitthvað væri enn í vélinda konunnar. Fljótlega hafi hún tekið eftir að vökvinn læki út um bæði munnvik hennar. Þá hafi læknir verið kallaður til og síðan sjúkrabíll í framhaldinu. Lýsing samstarfskvennanna þriggja var á allt annan veg. Sjúkraliði sagðist hafa gefið konunni að borða mat sem barst á deildina í matarbakka merktum henni. Fram kom við vitnaleiðslur að konan hefði átt að vera á fljótandi fæði en að þau fyrirmæli hafi ekki skilað sér. Dagmar saksóknari sagði ljóst að einhver misbrestur hefði orðið þar. Sjúkraliðinn lýsti því að konan hefði fengið sér sjálf að borða. Hún hafi hins vegar hvorki tuggið né kyngt og safnað matnum upp í sig. Aðrir starfsmenn deildarinnar báru að konan hefði átt þetta til. Sjúkraliðinn fór og sótti Steinu þar sem henni fannst konan móð og með einhver andþyngsli. Það hafi þó ekki verið í flýti eða af bráðri nauðsyn. Konan hefði á þessum tímapunkti verið róleg og ekki í andnauð. Hunsaði öll viðvörunarmerki Þegar inn á stofuna var komið bar sjúkraliðinn að Steina hefði ekkert kannað líðan konunnar eða hvort hún væri með mat uppi í sér. Þess í stað hefði hún strax sótt það fast að láta konuna drekka næringardrykkina sem hún átti að fá í kvöldmat. Steina hefði látið sjúkraliðann sækja hina starfsmennina tvo og látið þá halda konunni á meðan hún hélt sjálf munni hennar opnum og hellti ofan í hana tveimur næringardrykkjum þar til konan missti meðvitund. Dagmar saksóknari sagði að Steina hefði hunsað öll viðvörunarmerki. Konan hefði reynt að gera stoppmerki með hendinni, snúið höfðinu frá og gefið frá sér hljóð til merkis um að hún vildi ekki drekka. Sjúkraliðanemi sem Steina lét halda höndum konunnar hefði sagt að hún andaði ekki. Stuðningsfulltrúi sem sat fyrir aftan konuna hefði sagt henni að hún héldi að konan væri að deyja. „Hún gekk einfaldlega of langt og hlustaði ekki á öll viðvörunarmerki. Hún gekk fram með offorsi,“ sagði saksóknarinn. Framburður Steinu um að staðið hefði í konunni og að hún hafi ætla að reyna að losa til með því að gefa henni að drekka væri ótrúverðugur. Það væri ekki í samræmi við verklagsreglur eða viðurkenndar aðferðir þegar grunur væri um að aðskotahlutur teppti vélinda eða öndunarveg, sérstaklega ekki eins mikinn vökva og hún er sökuð um að gefa gefið konunni. Áhrifaríkar lýsingar samstarfsmanna Frásagnir annarra starfsmanna af samskiptum Steinu við sjúklinga almennt eru mikilvægar, að mati saksóknarans. Hún var sögð geta verið hranaleg, skipandi, hvöss og sýnt sjúklingum skort á virðingu. Hún væri ekki allra þótt hún gæti líka verið ljúf og góð. Sagði Dagmar það áhrifaríkt að svo margir af nánustu samstarfsmönnum Steinu hefðu borið um að hún væri ekki allra í ljósi þess að erfitt væri að svara slíkum spurningum um vinnufélaga. „Við höfum þessar lýsingar og þetta atvik og við vitum hvernig fór.“ Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Dómsmál Tengdar fréttir Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. 26. maí 2023 06:01 Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. 25. maí 2023 16:23 Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Steina Árnadóttir, 62 ára gamall hjúkrunarfræðingur, er sökuð um að hafa valdið dauða konu með geðklofa á sextugsaldri á geðdeild Landspítalans þann 16. ágúst árið 2021. Það hafi hún gert með því að þvinga innihald tveggja flaskna af næringadrykk ofan í konuna á meðan hún lét tvær ungar samstarfskonur sínar halda henni. Steina er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um opinbera starfsmenn. Hún neitar sök. Atvikið átti sér stað á kvöldverðartíma sjúklinga. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt en með henni voru þrjár yngri og lítt reyndar samstarfskonur; sjúkraliði, sjúkraliðanemi og stuðningsfulltrúi. Konan sem lést var með geðklofa en hafði fyrr um daginn greinst með lungnabólgu. Hún var send á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi vegna þess en vísað til baka á geðdeildina því ekki var pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Framburður Steinu annars vegar og samstarfskvenna hennar þriggja hins vegar var í grundvallaratriðum ólíkur. Hinar þrjár fullyrtu með afgerandi hætti að Steina hefði hellt tveimur flöskum af næringardrykk upp í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og konan lést. Steina hélt því fram að hún hafi reynt að bjarga konunni þegar matur stóð í henni og hún hefði aðeins gefið henni nokkra sopa af drykk. Réttarlæknar telja að konan hafi kafnað vegna vökva sem teppti lungu hennar. Steina Árnadóttir í dómsal á miðvikudaginn.Vísir/Vilhelm Við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, settur saksóknari í málinu, að allt sem gerðist hafi borið þess einkenni að Steina væri pirruð, mögulega af ærnu tilefni, vegna þess hve vaktin var þung og erfið, að konan væri á deildinni þrátt fyrir líkamleg veikindi og að henni hefði verið gefinn rangur matur. „Það sem virðist hafa gerst er að hún hafi tekið þennan pirring út á sjúklingnum,“ sagði Dagmar í málflutningsræðu sinni. Steina ætti sér litlar málsbætur. Sakarefnið væri afar alvarlegt. Lagði saksóknarinn til að dómurinn liti til nýlegs máls þar sem maður var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að valda dauða tveggja manna við íkveikju á Selfossi. Mátti vera afleiðingarnar ljósar Ákæruvaldið byggir ekki á að Steina hafi ætlað sér að bana sjúklingnum heldur að um svokallaðan líkindaásetning hafi verið að ræða. Steinu mætti hafa verið ljóst hverjar afleiðingar þess yrðu að hella drykk ofan í manneskju sem vildi hann ekki, sérstaklega sem hjúkrunarfræðimenntuð manneskja. Ástand konunnar hafi aukið hættuna á hættulegum afleiðingum. Steinu hafi verið vel kunnugt um líkamleg veikindi konunnar og hún hafi vitað að hún hefði átt erfitt með að kyngja. Fram kom að Steina hefði unnið nítján vaktir á sextán dögum áður en atvikið átti sér stað. Deildin var jafnframt undirmönnuð. Dagmar saksóknari sagði að þó að flestir gætu tengt við áhrif þreytu á dómgreind, þolinmæði og ákvarðanir þá væri andlát konunnar ekki afleiðing slæmrar mönnuar á vaktinni heldur ákvörðunartöku Steinu sjálfrar. Steina hafi ákveðið að sjúklingurinn skyldi drekka. Aðrir starfsmenn hefðu vitnað um að hún gæti verið hranaleg, sérstaklega við matargjöf sjúklinga. Konan, sem hafi átt sér einskis ills von, hafi ekki haft roð við Steinu og tveimur samstarfsmönnum hennar sem héldu henni. Augljóst sé að konan hefði verið með fulla meðvitund og gefið merki um að hún vildi ekki drekka. Framburðurinn á skjön við lýsingar samstarfskvennanna Dagmar sagði að hafna bæri lýsingum Steinu á atvikunum. Hjúkrunarfræðingurinn hélt því fram fyrir dómi að stuðningsfulltrúi hefði fyrst sótt sig vegna þess að matur stæði í konunni. Eftir að hún hefði bankað á bak konunnar og matur hrokkið upp úr henni hefði hún reynt að gefa henni nokkra sopa af næringardrykk vegna þess að hún hefði talið að eitthvað væri enn í vélinda konunnar. Fljótlega hafi hún tekið eftir að vökvinn læki út um bæði munnvik hennar. Þá hafi læknir verið kallaður til og síðan sjúkrabíll í framhaldinu. Lýsing samstarfskvennanna þriggja var á allt annan veg. Sjúkraliði sagðist hafa gefið konunni að borða mat sem barst á deildina í matarbakka merktum henni. Fram kom við vitnaleiðslur að konan hefði átt að vera á fljótandi fæði en að þau fyrirmæli hafi ekki skilað sér. Dagmar saksóknari sagði ljóst að einhver misbrestur hefði orðið þar. Sjúkraliðinn lýsti því að konan hefði fengið sér sjálf að borða. Hún hafi hins vegar hvorki tuggið né kyngt og safnað matnum upp í sig. Aðrir starfsmenn deildarinnar báru að konan hefði átt þetta til. Sjúkraliðinn fór og sótti Steinu þar sem henni fannst konan móð og með einhver andþyngsli. Það hafi þó ekki verið í flýti eða af bráðri nauðsyn. Konan hefði á þessum tímapunkti verið róleg og ekki í andnauð. Hunsaði öll viðvörunarmerki Þegar inn á stofuna var komið bar sjúkraliðinn að Steina hefði ekkert kannað líðan konunnar eða hvort hún væri með mat uppi í sér. Þess í stað hefði hún strax sótt það fast að láta konuna drekka næringardrykkina sem hún átti að fá í kvöldmat. Steina hefði látið sjúkraliðann sækja hina starfsmennina tvo og látið þá halda konunni á meðan hún hélt sjálf munni hennar opnum og hellti ofan í hana tveimur næringardrykkjum þar til konan missti meðvitund. Dagmar saksóknari sagði að Steina hefði hunsað öll viðvörunarmerki. Konan hefði reynt að gera stoppmerki með hendinni, snúið höfðinu frá og gefið frá sér hljóð til merkis um að hún vildi ekki drekka. Sjúkraliðanemi sem Steina lét halda höndum konunnar hefði sagt að hún andaði ekki. Stuðningsfulltrúi sem sat fyrir aftan konuna hefði sagt henni að hún héldi að konan væri að deyja. „Hún gekk einfaldlega of langt og hlustaði ekki á öll viðvörunarmerki. Hún gekk fram með offorsi,“ sagði saksóknarinn. Framburður Steinu um að staðið hefði í konunni og að hún hafi ætla að reyna að losa til með því að gefa henni að drekka væri ótrúverðugur. Það væri ekki í samræmi við verklagsreglur eða viðurkenndar aðferðir þegar grunur væri um að aðskotahlutur teppti vélinda eða öndunarveg, sérstaklega ekki eins mikinn vökva og hún er sökuð um að gefa gefið konunni. Áhrifaríkar lýsingar samstarfsmanna Frásagnir annarra starfsmanna af samskiptum Steinu við sjúklinga almennt eru mikilvægar, að mati saksóknarans. Hún var sögð geta verið hranaleg, skipandi, hvöss og sýnt sjúklingum skort á virðingu. Hún væri ekki allra þótt hún gæti líka verið ljúf og góð. Sagði Dagmar það áhrifaríkt að svo margir af nánustu samstarfsmönnum Steinu hefðu borið um að hún væri ekki allra í ljósi þess að erfitt væri að svara slíkum spurningum um vinnufélaga. „Við höfum þessar lýsingar og þetta atvik og við vitum hvernig fór.“
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Dómsmál Tengdar fréttir Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. 26. maí 2023 06:01 Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. 25. maí 2023 16:23 Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10
Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. 26. maí 2023 06:01
Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. 25. maí 2023 16:23
Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52