Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. maí 2023 10:20 Mótmælendur mótmæla nýjustu löggjöf Úganda sem skerðir réttindi hinsegin fólks verulega í landinu. Getty/Anna Moneymaker Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. Samkynja sambönd voru ólögleg í Úganda fyrir þessi nýju lög, líkt og í meira en þrjátíu Afríkulöndum, en með þeim skerðast réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans fólks og hinsegin fólks enn frekar. Þingkonan Anita Among greindi frá því á Twitter í morgun að Museveni væri búinn að samþykkja „the Anti-Homosexuality Act“ og staðfesti talsmaður Museveni fregnirnar síðan í opinberri tilkynningu. Úganda sem fær milljarða Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð gæti þurft að þola refsiaðgerðir vegna löggjafarinnar. Þegar Museveni skrifaði undir sambærileg lög árið 2014 svöruðu Vesturlönd með því að hætta fjárhagsaðstoð sinni, setja landinu takmarkanir í vegabréfsáritunum og skerða öryggissamvinnu. Bregðast líklega við með refsiaðgerðum Bandaríska ríkisstjórnin greindi frá því í síðasta mánuði að verið væri að meta hvaða afleiðingar þessi nýju lög gætu haft fyrir starfsemi Bandaríkjanna í Úganda, sérstaklega með tilliti til HIV/AIDS-prógramsins í landinu. Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja hafa fordæmt nýju löggjöfina. Bandalag nokkurra fyrirtækja, sem innihalda meðal annars Google, hafa varað við því að löggjöfin muni setja fyrirtæki með starfsemi í Úganda í ómögulega stöðu og skaða efnahag landsins. Hinsegin fólk í Úganda er uggandi yfir lögunum og segjast aðgerðarsinnar ætla að láta reyna á lögin frammi fyrir dómi. Aðgerðarsinninn Clare Byarugaba agði að með lögunum væri verið að lögleiða ríkisstudda trans- og hómófóbíu. Úganda Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Samkynja sambönd voru ólögleg í Úganda fyrir þessi nýju lög, líkt og í meira en þrjátíu Afríkulöndum, en með þeim skerðast réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans fólks og hinsegin fólks enn frekar. Þingkonan Anita Among greindi frá því á Twitter í morgun að Museveni væri búinn að samþykkja „the Anti-Homosexuality Act“ og staðfesti talsmaður Museveni fregnirnar síðan í opinberri tilkynningu. Úganda sem fær milljarða Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð gæti þurft að þola refsiaðgerðir vegna löggjafarinnar. Þegar Museveni skrifaði undir sambærileg lög árið 2014 svöruðu Vesturlönd með því að hætta fjárhagsaðstoð sinni, setja landinu takmarkanir í vegabréfsáritunum og skerða öryggissamvinnu. Bregðast líklega við með refsiaðgerðum Bandaríska ríkisstjórnin greindi frá því í síðasta mánuði að verið væri að meta hvaða afleiðingar þessi nýju lög gætu haft fyrir starfsemi Bandaríkjanna í Úganda, sérstaklega með tilliti til HIV/AIDS-prógramsins í landinu. Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja hafa fordæmt nýju löggjöfina. Bandalag nokkurra fyrirtækja, sem innihalda meðal annars Google, hafa varað við því að löggjöfin muni setja fyrirtæki með starfsemi í Úganda í ómögulega stöðu og skaða efnahag landsins. Hinsegin fólk í Úganda er uggandi yfir lögunum og segjast aðgerðarsinnar ætla að láta reyna á lögin frammi fyrir dómi. Aðgerðarsinninn Clare Byarugaba agði að með lögunum væri verið að lögleiða ríkisstudda trans- og hómófóbíu.
Úganda Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira