Sjálfbærar hvalveiðar? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. maí 2023 08:00 Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun