McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2023 22:36 Kevin McCarthy, umkringdur blaðamönnum og aðstoðarfólki í þinghúsinu í dag. AP/Mariam Zuhaib Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, segist ætla að berjast gegn því að samkomulagið verði samþykkt af fulltrúadeildinni. AP fréttaveitan segir McCarthy hafa gengið á þingmenn og beðið þá um að einbeita sér að þeim árangri sem náðst hafi með samkomulaginu. Hann sagði þó einnig að samkomulagið væri slæmt fyrir Demókrata, en McCarty mun líklega þurfa aðstoð þeirra til að koma samkomulaginu í gengum þingið. Fulltrúar Biden og McCarthy hafa átt í viðræðum síðustu daga en tíminn er af skornum skammti. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, á næstu dögum. Sjá einnig: Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Verði samkomulagið samþykkt er talið að komið verði í veg fyrir mikið rót á hlutabréfamörkuðum um heiminn allan. Samkomulagið felur meðal annars í sér að útgjöld ríkisins aukist ekki næstu tvö ár auk breytinga á lögum um umhverfisvernd og vinnuskilyrði fyrir þá sem þiggja mataraðstoð í Bandaríkjunum. Margir þingmenn Demókrataflokksins eru verulega ósáttir við tvo síðarnefndu liði samkomulagsins. Sjá einnig: Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Það felur einnig í sér að ekki þyrfti að hækka þakið aftur fyrr en í janúar 2025, eftir næstu forsetakosningar. Vilja ekki að Demókratar hjálpi McCarthy Á meðal þeirra þingmanna sem eru á móti samkomulaginu er Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, en hann sagði í viðtali í kvöld að fái McCarthy hjálp frá Demókrötum til að koma samkomulaginu í gegnum þingið, farið það gegn samkomulagi sem þingforsetinn gerði við þingmannahópinn þegar hann varð forseti. Gaetz segir að þá myndu þau líklega lýsa yfir vantrausti á McCarthy. Fimmtán atkvæðagreiðslur þurfti til að tryggja McCarthy embættið en þá hafði hann átt í miklum viðræðum við áðurnefnda þingmenn. Meðal þess sem hann lofaði þeim var að gefa þeim fleiri sæti í nefndum og breyta reglum þingsins á þann hátt að einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir vantrausti gegn þingforsetanum svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga Gaetz: If a majority of Republicans are against a piece of legislation, and you use Democrats to pass it, that would immediately be a black letter violation of the deal we had with McCarthy, and it would likely trigger an immediate motion to vacate. pic.twitter.com/Kjp2JD52Rv— Acyn (@Acyn) May 30, 2023 „Þreyttur á hugleysinu“ Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sagði í kvöld að McCarthy þyrfti að tryggja stuðning minnst tveggja af hverjum þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins, eigi frumvarpið um samkomulagið að verða samþykkt á þingi. Óljóst er hvort McCarthy hafi tök á því. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Líklegt þykir að verði samþykkt af öldungadeildarþingmönnum, verði það samþykkt í fulltrúadeildinni. President Biden and Speaker McCarthy's agreement will protect the economy and eliminate the threat of a catastrophic default.I support this bipartisan agreement. Nobody's getting all they want but it takes default off the table and protects key investments we've made.— Chuck Schumer (@SenSchumer) May 30, 2023 Samkvæmt frétt New York Times stendur McCarthy frammi fyrir uppreisn innan flokksins. Meðlimir House Freedom Caucus hafa ekki sparað stóru orðin í kvöld og heita því að berjast gegn frumvarpinu og segja að verði það samþykkt, verði afleiðingarnar miklar. Dan Bishop, þingmaður frá Norður-Karólínu, sagði til að mynda í kvöld að hann teldi samkomulagið tilefni til að lýsa yfir vantrausti á McCarthy. „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af öllum lygunum. Ég er þreyttur á hugleysinu, heigulshættinum,“ sagði Bishop. Hann bætti við að enginn nema McCarthy hefði getað staðið sig svo illa við samningaviðræðurnar við Biden. Seinna fóru Bishop og aðrir þingmenn hörðum orðum um McCarthy. None. Zero," Bishop said when asked if he had confidence in speaker. "What basis is there for confidence?"Says McCarthy is lying. Norman said McCarthy has lost some trust Roy says McCarthy violating a deal. We got to re-look at how our leadership structure is in place. pic.twitter.com/j3U2myLx5d— Manu Raju (@mkraju) May 30, 2023 Mögulegt er að greitt verði um frumvarpið í fulltrúadeildinni annað kvöld. Þegar þetta er birt er verið að ræða frumvarpið í svokallaðri reglunefnd fulltrúadeildarinnar, þar sem nokkir yfirlýstir andstæðingar samkomulagsins sitja. Áhugsamir geta fylgst með fundinum hér á vef C-Span. Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. 26. maí 2023 16:54 Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. 26. maí 2023 11:44 Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27 „DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. 25. maí 2023 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, segist ætla að berjast gegn því að samkomulagið verði samþykkt af fulltrúadeildinni. AP fréttaveitan segir McCarthy hafa gengið á þingmenn og beðið þá um að einbeita sér að þeim árangri sem náðst hafi með samkomulaginu. Hann sagði þó einnig að samkomulagið væri slæmt fyrir Demókrata, en McCarty mun líklega þurfa aðstoð þeirra til að koma samkomulaginu í gengum þingið. Fulltrúar Biden og McCarthy hafa átt í viðræðum síðustu daga en tíminn er af skornum skammti. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, á næstu dögum. Sjá einnig: Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Verði samkomulagið samþykkt er talið að komið verði í veg fyrir mikið rót á hlutabréfamörkuðum um heiminn allan. Samkomulagið felur meðal annars í sér að útgjöld ríkisins aukist ekki næstu tvö ár auk breytinga á lögum um umhverfisvernd og vinnuskilyrði fyrir þá sem þiggja mataraðstoð í Bandaríkjunum. Margir þingmenn Demókrataflokksins eru verulega ósáttir við tvo síðarnefndu liði samkomulagsins. Sjá einnig: Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Það felur einnig í sér að ekki þyrfti að hækka þakið aftur fyrr en í janúar 2025, eftir næstu forsetakosningar. Vilja ekki að Demókratar hjálpi McCarthy Á meðal þeirra þingmanna sem eru á móti samkomulaginu er Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, en hann sagði í viðtali í kvöld að fái McCarthy hjálp frá Demókrötum til að koma samkomulaginu í gegnum þingið, farið það gegn samkomulagi sem þingforsetinn gerði við þingmannahópinn þegar hann varð forseti. Gaetz segir að þá myndu þau líklega lýsa yfir vantrausti á McCarthy. Fimmtán atkvæðagreiðslur þurfti til að tryggja McCarthy embættið en þá hafði hann átt í miklum viðræðum við áðurnefnda þingmenn. Meðal þess sem hann lofaði þeim var að gefa þeim fleiri sæti í nefndum og breyta reglum þingsins á þann hátt að einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir vantrausti gegn þingforsetanum svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga Gaetz: If a majority of Republicans are against a piece of legislation, and you use Democrats to pass it, that would immediately be a black letter violation of the deal we had with McCarthy, and it would likely trigger an immediate motion to vacate. pic.twitter.com/Kjp2JD52Rv— Acyn (@Acyn) May 30, 2023 „Þreyttur á hugleysinu“ Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sagði í kvöld að McCarthy þyrfti að tryggja stuðning minnst tveggja af hverjum þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins, eigi frumvarpið um samkomulagið að verða samþykkt á þingi. Óljóst er hvort McCarthy hafi tök á því. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Líklegt þykir að verði samþykkt af öldungadeildarþingmönnum, verði það samþykkt í fulltrúadeildinni. President Biden and Speaker McCarthy's agreement will protect the economy and eliminate the threat of a catastrophic default.I support this bipartisan agreement. Nobody's getting all they want but it takes default off the table and protects key investments we've made.— Chuck Schumer (@SenSchumer) May 30, 2023 Samkvæmt frétt New York Times stendur McCarthy frammi fyrir uppreisn innan flokksins. Meðlimir House Freedom Caucus hafa ekki sparað stóru orðin í kvöld og heita því að berjast gegn frumvarpinu og segja að verði það samþykkt, verði afleiðingarnar miklar. Dan Bishop, þingmaður frá Norður-Karólínu, sagði til að mynda í kvöld að hann teldi samkomulagið tilefni til að lýsa yfir vantrausti á McCarthy. „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af öllum lygunum. Ég er þreyttur á hugleysinu, heigulshættinum,“ sagði Bishop. Hann bætti við að enginn nema McCarthy hefði getað staðið sig svo illa við samningaviðræðurnar við Biden. Seinna fóru Bishop og aðrir þingmenn hörðum orðum um McCarthy. None. Zero," Bishop said when asked if he had confidence in speaker. "What basis is there for confidence?"Says McCarthy is lying. Norman said McCarthy has lost some trust Roy says McCarthy violating a deal. We got to re-look at how our leadership structure is in place. pic.twitter.com/j3U2myLx5d— Manu Raju (@mkraju) May 30, 2023 Mögulegt er að greitt verði um frumvarpið í fulltrúadeildinni annað kvöld. Þegar þetta er birt er verið að ræða frumvarpið í svokallaðri reglunefnd fulltrúadeildarinnar, þar sem nokkir yfirlýstir andstæðingar samkomulagsins sitja. Áhugsamir geta fylgst með fundinum hér á vef C-Span.
Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. 26. maí 2023 16:54 Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. 26. maí 2023 11:44 Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27 „DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. 25. maí 2023 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. 26. maí 2023 16:54
Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. 26. maí 2023 11:44
Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27
„DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. 25. maí 2023 13:20